Fjarlægja jarðsprengjur á víggirtustu landamærum heims Samúel Karl Ólason skrifar 1. október 2018 12:36 Hermenn Norður-Kóreu skoða hermenn Suður-Kóreu í Panmunjom. Getty/Thomas Imo Hermenn frá bæði Norður- og Suður-Kóreu eru byrjaðir að fjarlægja jarðsprengjur á landamærum ríkjanna. Þar má finna minnst 800 þúsund jarðsprengjur en landamæri eru þau víggirtustu í heimi og hafa verið í áratugi. Hins vegar stendur ekki til að fjarlægja allar sprengjurnar af landamærunum. Leiðtogar ríkjanna, Kim Jong-un og Moon Jae-in, samþykktu á fundi þeirra fyrir skömmu að fjarlægja jarðsprengjur nærri sameiginlegu öryggissvæði ríkjanna við friðarþorpið svokallaða, Panmunjom. Vonast er til þess að verkið verði klárað á tuttugu dögum. þegar því verður lokið verða varðstöðvar við Panmunjom fjarlægðar og hermenn sem standa þar vörð verða óvopnaðir. Þar að auki stendur til að fjarlægja jarðsprengjur í Cheorwon því ríkin tvö ætla að vinna að því í sameiningu að leita að jarðneskum leifum hermanna sem dóu þar á árum áður. Samkvæmt Yonhap fréttaveitunni er talið að þar megi finna lík um 500 manna.Áætlað er að hefja leitina í apríl á næsta ári. Landamæri ríkjanna ganga undir nafninu Demilitarised Zone eða DMZ og ná þvert yfir Kóreuskagann. Þau eru um 250 kílómetra löng og fjögurra kílómetra breið. Tugir þúsunda hermanna vakta landamærin. Tæpt ár er frá því að hermaður Norður-Kóreu flúði yfir landamærin í Panmunjom og var hann skotinn af öðrum hermönnum einræðisríkisins. Afar sjaldgæft er að einhverjir frá Norður-Kóreu flýi yfir sameiginlegt öryggissvæði ríkjanna (JSA) á landamærunum. Tíu ár voru síðan það gerðist síðast.Sjá einnig: Birtu myndband af flótta hermannsins frá Norður-KóreuRíkin tvö eru tæknilega enn í stríði þar sem samið var um vopnahlé en ekki frið árið 1953. Þá hafði Kóreustríðið staðið yfir í þrjú ár. Samband ríkjanna virðist þó hafa skánað verulega að undanförnu og hafa Kim og Moon fundað nokkrum sinnum. Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Hermenn frá bæði Norður- og Suður-Kóreu eru byrjaðir að fjarlægja jarðsprengjur á landamærum ríkjanna. Þar má finna minnst 800 þúsund jarðsprengjur en landamæri eru þau víggirtustu í heimi og hafa verið í áratugi. Hins vegar stendur ekki til að fjarlægja allar sprengjurnar af landamærunum. Leiðtogar ríkjanna, Kim Jong-un og Moon Jae-in, samþykktu á fundi þeirra fyrir skömmu að fjarlægja jarðsprengjur nærri sameiginlegu öryggissvæði ríkjanna við friðarþorpið svokallaða, Panmunjom. Vonast er til þess að verkið verði klárað á tuttugu dögum. þegar því verður lokið verða varðstöðvar við Panmunjom fjarlægðar og hermenn sem standa þar vörð verða óvopnaðir. Þar að auki stendur til að fjarlægja jarðsprengjur í Cheorwon því ríkin tvö ætla að vinna að því í sameiningu að leita að jarðneskum leifum hermanna sem dóu þar á árum áður. Samkvæmt Yonhap fréttaveitunni er talið að þar megi finna lík um 500 manna.Áætlað er að hefja leitina í apríl á næsta ári. Landamæri ríkjanna ganga undir nafninu Demilitarised Zone eða DMZ og ná þvert yfir Kóreuskagann. Þau eru um 250 kílómetra löng og fjögurra kílómetra breið. Tugir þúsunda hermanna vakta landamærin. Tæpt ár er frá því að hermaður Norður-Kóreu flúði yfir landamærin í Panmunjom og var hann skotinn af öðrum hermönnum einræðisríkisins. Afar sjaldgæft er að einhverjir frá Norður-Kóreu flýi yfir sameiginlegt öryggissvæði ríkjanna (JSA) á landamærunum. Tíu ár voru síðan það gerðist síðast.Sjá einnig: Birtu myndband af flótta hermannsins frá Norður-KóreuRíkin tvö eru tæknilega enn í stríði þar sem samið var um vopnahlé en ekki frið árið 1953. Þá hafði Kóreustríðið staðið yfir í þrjú ár. Samband ríkjanna virðist þó hafa skánað verulega að undanförnu og hafa Kim og Moon fundað nokkrum sinnum.
Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira