Minna á réttindi viðskiptavina Primera Air en engar fregnir af vandræðum íslenskra farþega Kjartan Kjartansson skrifar 1. október 2018 20:21 Primera Air er skráð í Lettlandi en fyrirtækið sjálft hér á landi. Fréttablaðið/Hörður Viðskiptavinir Primera Air gætu átt rétt á endurgreiðslu, fari heim eða kröfu á hendur flugfélagsins í kjölfar gjaldþrots þess. Upplýsingafulltrúi Isavia segir að fall Primera Air kosti flugrekstraraðilann einhverja fjármuni en ekki hafi borist fregnir af neinum vandræðum á Keflavíkurflugvelli vegna þess í dag. Hundruð norræna ferðalanga gætu þó setið fastir vegna gjaldþrotsins. Primera Air tilkynnti í dag að félagið ætli að óska eftir greiðslustöðvun á morgun. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að allt útlit sé fyrir að gjaldþrotið muni kosta Isavia einhverjar fjármuni í formi gjalda sem það innheimtir af flugfélögum. Primera Air hafi átt 1% af heildarfarþegafjölda á Keflavíkurflugvelli það sem af er þessu ári og um 1,5% þegar litið er fram hjá farþegum sem millilenda aðeins á landnu. Í yfirlýsingu frá stjórn Primera Air í dag kom fram að gjaldþrotið hefði ekki áhrif á ferðir á vegum íslenskra ferðaskrifstofa. Samið hefði verið við tékkneska flugfélagið Travel Service um að taka yfir samninga Primera Air. Tékkneska félagið taki við ferðum frá og með morgundeginum. Viðskiptavinir fái send ný ferðagögn með breyttum tímum og flugnúmerum, að því er segir í tilkynningu Heimsferða sem tilheyrir Primera Air-samstæðunni. Svo virðist sem að síðasta ferð Primera Air hafi verið farin á laugardag þegar vél félagsins sem kom frá Tenerife lenti í Keflavík. Ferð Primera Air frá Palma á Mallorca til Keflavíkur var aflýst í gær. Ekki liggur fyrir hvað varð um þá sem áttu miða í þeirri ferð en ekki hefur náðst í forsvarsmenn Primera Air í dag. Í tilkynningu félagsins í dag kom fram að það ynni með flugmálayfirvöldum í Danmörku og Lettlandi varðandi aðgerðir til að aðstoða farþega. Samkvæmt upplýsingum á vef Isavia um komur á Keflavíkurflugvelli í dag lenti vél Travel Service þar klukkan 19:32 nú í kvöld. Upphaflega átti Primera Air að fljúga þá ferð samkvæmt heimildum Vísis.Fréttablaðið hefur eftir norrænum miðlum að hundruð Norðurlandabúa séu strandaglópar vegna gjaldþrots Isavia. Félagið hefur þjónustað ferðaskrifstofur í bæði Danmörku og Svíþjóð sem þúsundir farþega hafi ferðast með.Endurgreiðslur, heimfar og kröfur Í frétt á vef Samgöngustofu vegna gjaldþrots Primera Air er minnt á réttindi viðskiptavina félagsins. Þar kemur fram að í meginatriðum gildi eftirfarandi:Farþegar sem keyptu flugmiða með kreditkorti er bent á að hafa samband við útgefanda þess til að kanna möguleika á að fá flugmiðann endurgreiddan.Farþegar sem keyptu ferðina af evrópskum ferðaskipuleggjanda, þ.m.t. íslenskum, sem seldi flugmiðann sem hluta af svokallaðri alferð (þ.e. samsettri ferð þar sem flug er selt ásamt gistingu eða öðrum þjónustuþáttum) eiga rétt á heimflutningi á grundvelli samevrópskra reglna um alferðir. Farþegum er bent á að hafa samband við þann ferðaskipuleggjanda sem þeir keyptu ferð sína af.Farþegar kunna jafnframt að eiga kröfu á hendur Primera Air, m.a. á grundvelli reglugerðar um réttindi flugfarþega. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Primera Air stefnir í gjaldþrot Primera Air Nordic og Primera Air Scandinavia munu sækja um greiðslustöðvun á morgun. 1. október 2018 16:06 Segja fall Primera ekki raska ferðum íslenskra ferðaskrifstofa Stjórn Primera Air segir að greiðslustöðvun flugfélagsins dag, séu mikil vonbrigði fyrir starfsfólk. 1. október 2018 17:05 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Viðskiptavinir Primera Air gætu átt rétt á endurgreiðslu, fari heim eða kröfu á hendur flugfélagsins í kjölfar gjaldþrots þess. Upplýsingafulltrúi Isavia segir að fall Primera Air kosti flugrekstraraðilann einhverja fjármuni en ekki hafi borist fregnir af neinum vandræðum á Keflavíkurflugvelli vegna þess í dag. Hundruð norræna ferðalanga gætu þó setið fastir vegna gjaldþrotsins. Primera Air tilkynnti í dag að félagið ætli að óska eftir greiðslustöðvun á morgun. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að allt útlit sé fyrir að gjaldþrotið muni kosta Isavia einhverjar fjármuni í formi gjalda sem það innheimtir af flugfélögum. Primera Air hafi átt 1% af heildarfarþegafjölda á Keflavíkurflugvelli það sem af er þessu ári og um 1,5% þegar litið er fram hjá farþegum sem millilenda aðeins á landnu. Í yfirlýsingu frá stjórn Primera Air í dag kom fram að gjaldþrotið hefði ekki áhrif á ferðir á vegum íslenskra ferðaskrifstofa. Samið hefði verið við tékkneska flugfélagið Travel Service um að taka yfir samninga Primera Air. Tékkneska félagið taki við ferðum frá og með morgundeginum. Viðskiptavinir fái send ný ferðagögn með breyttum tímum og flugnúmerum, að því er segir í tilkynningu Heimsferða sem tilheyrir Primera Air-samstæðunni. Svo virðist sem að síðasta ferð Primera Air hafi verið farin á laugardag þegar vél félagsins sem kom frá Tenerife lenti í Keflavík. Ferð Primera Air frá Palma á Mallorca til Keflavíkur var aflýst í gær. Ekki liggur fyrir hvað varð um þá sem áttu miða í þeirri ferð en ekki hefur náðst í forsvarsmenn Primera Air í dag. Í tilkynningu félagsins í dag kom fram að það ynni með flugmálayfirvöldum í Danmörku og Lettlandi varðandi aðgerðir til að aðstoða farþega. Samkvæmt upplýsingum á vef Isavia um komur á Keflavíkurflugvelli í dag lenti vél Travel Service þar klukkan 19:32 nú í kvöld. Upphaflega átti Primera Air að fljúga þá ferð samkvæmt heimildum Vísis.Fréttablaðið hefur eftir norrænum miðlum að hundruð Norðurlandabúa séu strandaglópar vegna gjaldþrots Isavia. Félagið hefur þjónustað ferðaskrifstofur í bæði Danmörku og Svíþjóð sem þúsundir farþega hafi ferðast með.Endurgreiðslur, heimfar og kröfur Í frétt á vef Samgöngustofu vegna gjaldþrots Primera Air er minnt á réttindi viðskiptavina félagsins. Þar kemur fram að í meginatriðum gildi eftirfarandi:Farþegar sem keyptu flugmiða með kreditkorti er bent á að hafa samband við útgefanda þess til að kanna möguleika á að fá flugmiðann endurgreiddan.Farþegar sem keyptu ferðina af evrópskum ferðaskipuleggjanda, þ.m.t. íslenskum, sem seldi flugmiðann sem hluta af svokallaðri alferð (þ.e. samsettri ferð þar sem flug er selt ásamt gistingu eða öðrum þjónustuþáttum) eiga rétt á heimflutningi á grundvelli samevrópskra reglna um alferðir. Farþegum er bent á að hafa samband við þann ferðaskipuleggjanda sem þeir keyptu ferð sína af.Farþegar kunna jafnframt að eiga kröfu á hendur Primera Air, m.a. á grundvelli reglugerðar um réttindi flugfarþega.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Primera Air stefnir í gjaldþrot Primera Air Nordic og Primera Air Scandinavia munu sækja um greiðslustöðvun á morgun. 1. október 2018 16:06 Segja fall Primera ekki raska ferðum íslenskra ferðaskrifstofa Stjórn Primera Air segir að greiðslustöðvun flugfélagsins dag, séu mikil vonbrigði fyrir starfsfólk. 1. október 2018 17:05 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Primera Air stefnir í gjaldþrot Primera Air Nordic og Primera Air Scandinavia munu sækja um greiðslustöðvun á morgun. 1. október 2018 16:06
Segja fall Primera ekki raska ferðum íslenskra ferðaskrifstofa Stjórn Primera Air segir að greiðslustöðvun flugfélagsins dag, séu mikil vonbrigði fyrir starfsfólk. 1. október 2018 17:05