Furðu illa búin undir næstu „spænsku veiki“ Garðar Örn Úlfarsson skrifar 2. október 2018 08:00 Inflúensa á borð við spænsku veikina myndi fella 2.060 Reykvíkinga yrði dánarhlutfallið það sama og það var árið 1918. Mynd/Magnús Ólafsson „Reynslan af hinum tiltölulega væga inflúensufaraldri 2009 og síðari tíma farsóttum sýnir að við erum furðulega illa undir slíka vágesti búin í margvíslegu tilliti,“ segir Magnús Gottfreðsson‚ sérfræðingur í lyflækningum og smitsjúkdómum. Magnús sem er yfirlæknir við Landspítala og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands ásamt því að vera ritstjóri Læknablaðsins fjallar um spænsku veikina í leiðara blaðsins. Eitt hundrað ár eru frá því að spænska veikin kom til Íslands. „Spænska veikin er einn stærsti hörmungaratburður í nútíma mannkynssögu. Talið er að 50-100 milljónir manna hafi týnt lífi í hinum þremur bylgjum veikinnar sem riðu yfir heimsbyggðina árin 1918-1919,“ skrifar Magnús. Talið er að spænska veikin hafi banað 484 Íslendingum, þar af 258 í Reykjavík. Þar veiktust 63 prósent íbúanna af þessari svæsnu inflúensu. Af þeim dóu 2,6 prósent. Árið 1918 bjuggu ríflega fimmtán þúsund manns í Reykjavík. Í dag um 126 þúsund. Ef jafn hátt hlutfall myndi veikjast nú samsvaraði það yfir 79 þúsund manns í Reykjavík einni. Þar af myndu yfir 2.060 deyja væri dánarhlutfallið það sama.Magnús Gottfreðsson sérfræðingur í lyflækningum og smitsjúkdómum.„Læknisfræði þessa tíma bauð ekki upp á sértæka meðferð enda var inflúensuveiran enn þá óþekkt árið 1918. Súrefnisgjöf og sýklalyf til að meðhöndla fylgisýkingar stóðu ekki til boða,“ segir Magnús og bendir á að fátt á Íslandi nútímans minni á stöðuna 1918, Íslendingar séu nú með auðugustu þjóðum heims. „Sú vörn gegn smitsjúkdómum sem áður fólst í einangrun landsins er löngu fyrir bí. Íslendingar þurfa því að vera undir það búnir rétt eins og aðrir að hingað berist alvarlegir smitsjúkdómar sem geta breiðst hratt út,“ undirstrikar Magnús og nefnir sem dæmi um slíka sjúkdóma ebólu, skæðar sýkingar af völdum corona-veira og nýja stofna inflúensu. „WHO hefur sett þessa sjúkdóma í sérstakan forgang og nýlega bætt við „sjúkdómi X“ til að minna þá sem bera ábyrgð á undirbúningi og viðbragðsáætlunum á það að stærsta ógnin kunni enn að vera með öllu óþekkt, – sjúkdómsvá sem kemur okkur algerlega á óvart,“ segir í leiðaranum. Sem fyrr segir telur Magnús Íslendinga illa búna. Til dæmis sé aðstaða til einangrunar og fjöldi rúma á gjörgæsludeildum ófullnægjandi. „Í venjulegu árferði er spítali allra landsmanna iðulega yfirfullur og því knúinn til að lýsa yfir viðbúnaðarstigi vegna minni háttar aukningar á álagi,“ segir Magnús. „Aðrir veikleikar hjá okkur lúta að takmörkuðu birgðahaldi margra helstu nauðsynja og má þar nefna bæði lífsnauðsynleg lyf og ýmsa einnota hluti sem notaðir eru í meðferð fjölveikra.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Sjá meira
„Reynslan af hinum tiltölulega væga inflúensufaraldri 2009 og síðari tíma farsóttum sýnir að við erum furðulega illa undir slíka vágesti búin í margvíslegu tilliti,“ segir Magnús Gottfreðsson‚ sérfræðingur í lyflækningum og smitsjúkdómum. Magnús sem er yfirlæknir við Landspítala og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands ásamt því að vera ritstjóri Læknablaðsins fjallar um spænsku veikina í leiðara blaðsins. Eitt hundrað ár eru frá því að spænska veikin kom til Íslands. „Spænska veikin er einn stærsti hörmungaratburður í nútíma mannkynssögu. Talið er að 50-100 milljónir manna hafi týnt lífi í hinum þremur bylgjum veikinnar sem riðu yfir heimsbyggðina árin 1918-1919,“ skrifar Magnús. Talið er að spænska veikin hafi banað 484 Íslendingum, þar af 258 í Reykjavík. Þar veiktust 63 prósent íbúanna af þessari svæsnu inflúensu. Af þeim dóu 2,6 prósent. Árið 1918 bjuggu ríflega fimmtán þúsund manns í Reykjavík. Í dag um 126 þúsund. Ef jafn hátt hlutfall myndi veikjast nú samsvaraði það yfir 79 þúsund manns í Reykjavík einni. Þar af myndu yfir 2.060 deyja væri dánarhlutfallið það sama.Magnús Gottfreðsson sérfræðingur í lyflækningum og smitsjúkdómum.„Læknisfræði þessa tíma bauð ekki upp á sértæka meðferð enda var inflúensuveiran enn þá óþekkt árið 1918. Súrefnisgjöf og sýklalyf til að meðhöndla fylgisýkingar stóðu ekki til boða,“ segir Magnús og bendir á að fátt á Íslandi nútímans minni á stöðuna 1918, Íslendingar séu nú með auðugustu þjóðum heims. „Sú vörn gegn smitsjúkdómum sem áður fólst í einangrun landsins er löngu fyrir bí. Íslendingar þurfa því að vera undir það búnir rétt eins og aðrir að hingað berist alvarlegir smitsjúkdómar sem geta breiðst hratt út,“ undirstrikar Magnús og nefnir sem dæmi um slíka sjúkdóma ebólu, skæðar sýkingar af völdum corona-veira og nýja stofna inflúensu. „WHO hefur sett þessa sjúkdóma í sérstakan forgang og nýlega bætt við „sjúkdómi X“ til að minna þá sem bera ábyrgð á undirbúningi og viðbragðsáætlunum á það að stærsta ógnin kunni enn að vera með öllu óþekkt, – sjúkdómsvá sem kemur okkur algerlega á óvart,“ segir í leiðaranum. Sem fyrr segir telur Magnús Íslendinga illa búna. Til dæmis sé aðstaða til einangrunar og fjöldi rúma á gjörgæsludeildum ófullnægjandi. „Í venjulegu árferði er spítali allra landsmanna iðulega yfirfullur og því knúinn til að lýsa yfir viðbúnaðarstigi vegna minni háttar aukningar á álagi,“ segir Magnús. „Aðrir veikleikar hjá okkur lúta að takmörkuðu birgðahaldi margra helstu nauðsynja og má þar nefna bæði lífsnauðsynleg lyf og ýmsa einnota hluti sem notaðir eru í meðferð fjölveikra.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Sjá meira