Furðu illa búin undir næstu „spænsku veiki“ Garðar Örn Úlfarsson skrifar 2. október 2018 08:00 Inflúensa á borð við spænsku veikina myndi fella 2.060 Reykvíkinga yrði dánarhlutfallið það sama og það var árið 1918. Mynd/Magnús Ólafsson „Reynslan af hinum tiltölulega væga inflúensufaraldri 2009 og síðari tíma farsóttum sýnir að við erum furðulega illa undir slíka vágesti búin í margvíslegu tilliti,“ segir Magnús Gottfreðsson‚ sérfræðingur í lyflækningum og smitsjúkdómum. Magnús sem er yfirlæknir við Landspítala og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands ásamt því að vera ritstjóri Læknablaðsins fjallar um spænsku veikina í leiðara blaðsins. Eitt hundrað ár eru frá því að spænska veikin kom til Íslands. „Spænska veikin er einn stærsti hörmungaratburður í nútíma mannkynssögu. Talið er að 50-100 milljónir manna hafi týnt lífi í hinum þremur bylgjum veikinnar sem riðu yfir heimsbyggðina árin 1918-1919,“ skrifar Magnús. Talið er að spænska veikin hafi banað 484 Íslendingum, þar af 258 í Reykjavík. Þar veiktust 63 prósent íbúanna af þessari svæsnu inflúensu. Af þeim dóu 2,6 prósent. Árið 1918 bjuggu ríflega fimmtán þúsund manns í Reykjavík. Í dag um 126 þúsund. Ef jafn hátt hlutfall myndi veikjast nú samsvaraði það yfir 79 þúsund manns í Reykjavík einni. Þar af myndu yfir 2.060 deyja væri dánarhlutfallið það sama.Magnús Gottfreðsson sérfræðingur í lyflækningum og smitsjúkdómum.„Læknisfræði þessa tíma bauð ekki upp á sértæka meðferð enda var inflúensuveiran enn þá óþekkt árið 1918. Súrefnisgjöf og sýklalyf til að meðhöndla fylgisýkingar stóðu ekki til boða,“ segir Magnús og bendir á að fátt á Íslandi nútímans minni á stöðuna 1918, Íslendingar séu nú með auðugustu þjóðum heims. „Sú vörn gegn smitsjúkdómum sem áður fólst í einangrun landsins er löngu fyrir bí. Íslendingar þurfa því að vera undir það búnir rétt eins og aðrir að hingað berist alvarlegir smitsjúkdómar sem geta breiðst hratt út,“ undirstrikar Magnús og nefnir sem dæmi um slíka sjúkdóma ebólu, skæðar sýkingar af völdum corona-veira og nýja stofna inflúensu. „WHO hefur sett þessa sjúkdóma í sérstakan forgang og nýlega bætt við „sjúkdómi X“ til að minna þá sem bera ábyrgð á undirbúningi og viðbragðsáætlunum á það að stærsta ógnin kunni enn að vera með öllu óþekkt, – sjúkdómsvá sem kemur okkur algerlega á óvart,“ segir í leiðaranum. Sem fyrr segir telur Magnús Íslendinga illa búna. Til dæmis sé aðstaða til einangrunar og fjöldi rúma á gjörgæsludeildum ófullnægjandi. „Í venjulegu árferði er spítali allra landsmanna iðulega yfirfullur og því knúinn til að lýsa yfir viðbúnaðarstigi vegna minni háttar aukningar á álagi,“ segir Magnús. „Aðrir veikleikar hjá okkur lúta að takmörkuðu birgðahaldi margra helstu nauðsynja og má þar nefna bæði lífsnauðsynleg lyf og ýmsa einnota hluti sem notaðir eru í meðferð fjölveikra.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Sjá meira
„Reynslan af hinum tiltölulega væga inflúensufaraldri 2009 og síðari tíma farsóttum sýnir að við erum furðulega illa undir slíka vágesti búin í margvíslegu tilliti,“ segir Magnús Gottfreðsson‚ sérfræðingur í lyflækningum og smitsjúkdómum. Magnús sem er yfirlæknir við Landspítala og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands ásamt því að vera ritstjóri Læknablaðsins fjallar um spænsku veikina í leiðara blaðsins. Eitt hundrað ár eru frá því að spænska veikin kom til Íslands. „Spænska veikin er einn stærsti hörmungaratburður í nútíma mannkynssögu. Talið er að 50-100 milljónir manna hafi týnt lífi í hinum þremur bylgjum veikinnar sem riðu yfir heimsbyggðina árin 1918-1919,“ skrifar Magnús. Talið er að spænska veikin hafi banað 484 Íslendingum, þar af 258 í Reykjavík. Þar veiktust 63 prósent íbúanna af þessari svæsnu inflúensu. Af þeim dóu 2,6 prósent. Árið 1918 bjuggu ríflega fimmtán þúsund manns í Reykjavík. Í dag um 126 þúsund. Ef jafn hátt hlutfall myndi veikjast nú samsvaraði það yfir 79 þúsund manns í Reykjavík einni. Þar af myndu yfir 2.060 deyja væri dánarhlutfallið það sama.Magnús Gottfreðsson sérfræðingur í lyflækningum og smitsjúkdómum.„Læknisfræði þessa tíma bauð ekki upp á sértæka meðferð enda var inflúensuveiran enn þá óþekkt árið 1918. Súrefnisgjöf og sýklalyf til að meðhöndla fylgisýkingar stóðu ekki til boða,“ segir Magnús og bendir á að fátt á Íslandi nútímans minni á stöðuna 1918, Íslendingar séu nú með auðugustu þjóðum heims. „Sú vörn gegn smitsjúkdómum sem áður fólst í einangrun landsins er löngu fyrir bí. Íslendingar þurfa því að vera undir það búnir rétt eins og aðrir að hingað berist alvarlegir smitsjúkdómar sem geta breiðst hratt út,“ undirstrikar Magnús og nefnir sem dæmi um slíka sjúkdóma ebólu, skæðar sýkingar af völdum corona-veira og nýja stofna inflúensu. „WHO hefur sett þessa sjúkdóma í sérstakan forgang og nýlega bætt við „sjúkdómi X“ til að minna þá sem bera ábyrgð á undirbúningi og viðbragðsáætlunum á það að stærsta ógnin kunni enn að vera með öllu óþekkt, – sjúkdómsvá sem kemur okkur algerlega á óvart,“ segir í leiðaranum. Sem fyrr segir telur Magnús Íslendinga illa búna. Til dæmis sé aðstaða til einangrunar og fjöldi rúma á gjörgæsludeildum ófullnægjandi. „Í venjulegu árferði er spítali allra landsmanna iðulega yfirfullur og því knúinn til að lýsa yfir viðbúnaðarstigi vegna minni háttar aukningar á álagi,“ segir Magnús. „Aðrir veikleikar hjá okkur lúta að takmörkuðu birgðahaldi margra helstu nauðsynja og má þar nefna bæði lífsnauðsynleg lyf og ýmsa einnota hluti sem notaðir eru í meðferð fjölveikra.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Sjá meira