Sýnt verður beint frá fréttamannafundinum sem fer fram í Stokkhólmi. Útsendingin hefst klukkan 9:45 á íslenskum tíma. Hægt er að fylgjast með útsendingunni að neðan.
Bandarísku vísindamennirnir Rainer Weiss, Barry Barish og Kip Thorne hlutu Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði á síðasta ári. Verðlaunin hlutu þeir fyrir framlag þeirra til smíði á mælitækjum sem námu þyngdarbylgjur sem og rannsókna á þeim.
Sænska akademían tilkynnti í gær að þeir James P. Allison og Tasuku Honjo hljóti Nóbelsverðlaunin í lífeðlis- og læknisfræði í ár fyrir uppgötvun sína á nýrri krabbameinsmeðferð þar sem ónæmiskerfið fæst til að ráðast á krabbameinsfrumur.
Á morgun verður tilkynnt hver eða hverjir hljóta Nóbelsverðlaun í efnafræði.