Þvinguðu bandarískt herskip af leið í Suður-Kínahafi Samúel Karl Ólason skrifar 2. október 2018 11:16 US Decatur. AP/Kyrrahafsfloti Bandaríkjanna Sjóher Bandaríkjanna segir að herskip þeirra hafi verið þvingað af leið af kínversku herskipi. Bandaríkjamenn segja Kínverja hafa sett sjóliða í hættu með „ófagmannlegu“ framferði. Atvikið átti sér stað við Spratly-eyjar í Suður-Kínahafi á sunnudaginn. Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og segja yfirráðasvæði Kína ná nánast upp að ströndum annarra ríkja á svæðinu. Alþjóðagerðardómurinn í Haag hefur úrskurðað tilkall Kína til hafsins ólöglegt en Kínverjar hafa byggt upp heilu eyjurnar á svæðinu og komið þar fyrir herbúnaði, flugvöllum, flotastöðum og vopnum. Bandaríska tundurspillinum USS Decatur var siglt að Spratley eyjum á sunnudaginn og var markmið ferðarinnar að ítreka að um alþjóðlegt hafsvæði væri að ræða samkvæmt lögum. Þá mun kínverska herskipinu Luoyang hafa verið siglt í átt að USS Decatur. Talsmaður Kyrrahafsflota Bandaríkjanna segir að Kínverjarnir hafi skipað áhöfn tundurspillisins að yfirgefa svæðið og Luoyang hafi verið siglt sífellt nær Decatur. Að endingu hafi fjarlægðin á milli skipanna verið um 40 metrar og þá hafi áhöfn Decatur neyðst til þess að breyta stefnu skipsins. Samkvæmt AP fréttaveitunni hefur Utanríkisráðuneyti Kína sent frá sér tilkynningu þar sem Bandaríkin eru hvött til að láta af „ögrandi“ aðgerðum sem þessum. Kínverjar segjast andvígir því að bandarískum herskipum sé siglt á svæðinu. Samband Bandaríkjanna og Kína hefur beðið hnekki að undanförnu. Ríkin eiga í viðskiptastríði og nú nýverið beittu Bandaríkin viðskiptaþvingunum gegn Kína. Það var gert vegna vopnakaupa Kínverjar af Rússum þar sem þau kaup brutu gegn þvingunum sem Bandaríkin höfðu beitt Rússa vegna afskipta þeirra af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016. Jim Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hætti nýverið við heimsókn til Kína í þessum mánuði. Bandaríkin Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Kínverjar sendu þotur og skip gegn bandarískum herskipum Yfirvöld Kína brugðust í dag reið við því að tveimur bandarískum herskipum var siglt nærri eyjum í Suður-Kínahafi sem Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til. 27. maí 2018 22:08 Kínverjar hleypa nýju flugmóðurskipi af stokkunum Kínverjar eru með þessu að auka herstyrk sinn en vaxandi spenna er nú á áhrifasvæði Kínverja, á Kóreuskaga og á Suður-Kínahafi. 26. apríl 2017 08:17 Snúa sér að Kína og Rússlandi Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna opinberaði í dag nýja varnarstefnu ríkisins, sem kallast National Defense Strategy, og beinist hún að mestu að því að sporna gegn áhrifum Kína og Rússlands. 19. janúar 2018 17:00 Símtalið umdeilda hluti af skipulagðri stefnubreytingu Donald Trump vill breyta stefnu Bandaríkjanna varðandi Taívan og Kína. 5. desember 2016 11:00 Kínverjar gefi ekki þumlung af eyjunum Forseti Kína segir að þjóð sín sé staðráðin í að tryggja frið í heiminum - þó svo að hún muni ekki gefa eftir tommu af landsvæði sínu til að ná því markmiði. 28. júní 2018 06:31 Segir Kína heyja „kalt stríð“ gegn Bandaríkjunum Háttsettur starfsmaður CIA segir Kína heyja kalt stríð gegn Bandaríkjunum, með því markmiði að velta ríkinu úr sessi sem helsta veldi heimsins. 21. júlí 2018 21:24 Ætla að standa í hárinu á Kína Bandaríkin munu standa í hárinu á Kínverjum varðandi hervæðingu þeirra í Suður-Kínahafi. 29. maí 2018 23:47 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Sjá meira
Sjóher Bandaríkjanna segir að herskip þeirra hafi verið þvingað af leið af kínversku herskipi. Bandaríkjamenn segja Kínverja hafa sett sjóliða í hættu með „ófagmannlegu“ framferði. Atvikið átti sér stað við Spratly-eyjar í Suður-Kínahafi á sunnudaginn. Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og segja yfirráðasvæði Kína ná nánast upp að ströndum annarra ríkja á svæðinu. Alþjóðagerðardómurinn í Haag hefur úrskurðað tilkall Kína til hafsins ólöglegt en Kínverjar hafa byggt upp heilu eyjurnar á svæðinu og komið þar fyrir herbúnaði, flugvöllum, flotastöðum og vopnum. Bandaríska tundurspillinum USS Decatur var siglt að Spratley eyjum á sunnudaginn og var markmið ferðarinnar að ítreka að um alþjóðlegt hafsvæði væri að ræða samkvæmt lögum. Þá mun kínverska herskipinu Luoyang hafa verið siglt í átt að USS Decatur. Talsmaður Kyrrahafsflota Bandaríkjanna segir að Kínverjarnir hafi skipað áhöfn tundurspillisins að yfirgefa svæðið og Luoyang hafi verið siglt sífellt nær Decatur. Að endingu hafi fjarlægðin á milli skipanna verið um 40 metrar og þá hafi áhöfn Decatur neyðst til þess að breyta stefnu skipsins. Samkvæmt AP fréttaveitunni hefur Utanríkisráðuneyti Kína sent frá sér tilkynningu þar sem Bandaríkin eru hvött til að láta af „ögrandi“ aðgerðum sem þessum. Kínverjar segjast andvígir því að bandarískum herskipum sé siglt á svæðinu. Samband Bandaríkjanna og Kína hefur beðið hnekki að undanförnu. Ríkin eiga í viðskiptastríði og nú nýverið beittu Bandaríkin viðskiptaþvingunum gegn Kína. Það var gert vegna vopnakaupa Kínverjar af Rússum þar sem þau kaup brutu gegn þvingunum sem Bandaríkin höfðu beitt Rússa vegna afskipta þeirra af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016. Jim Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hætti nýverið við heimsókn til Kína í þessum mánuði.
Bandaríkin Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Kínverjar sendu þotur og skip gegn bandarískum herskipum Yfirvöld Kína brugðust í dag reið við því að tveimur bandarískum herskipum var siglt nærri eyjum í Suður-Kínahafi sem Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til. 27. maí 2018 22:08 Kínverjar hleypa nýju flugmóðurskipi af stokkunum Kínverjar eru með þessu að auka herstyrk sinn en vaxandi spenna er nú á áhrifasvæði Kínverja, á Kóreuskaga og á Suður-Kínahafi. 26. apríl 2017 08:17 Snúa sér að Kína og Rússlandi Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna opinberaði í dag nýja varnarstefnu ríkisins, sem kallast National Defense Strategy, og beinist hún að mestu að því að sporna gegn áhrifum Kína og Rússlands. 19. janúar 2018 17:00 Símtalið umdeilda hluti af skipulagðri stefnubreytingu Donald Trump vill breyta stefnu Bandaríkjanna varðandi Taívan og Kína. 5. desember 2016 11:00 Kínverjar gefi ekki þumlung af eyjunum Forseti Kína segir að þjóð sín sé staðráðin í að tryggja frið í heiminum - þó svo að hún muni ekki gefa eftir tommu af landsvæði sínu til að ná því markmiði. 28. júní 2018 06:31 Segir Kína heyja „kalt stríð“ gegn Bandaríkjunum Háttsettur starfsmaður CIA segir Kína heyja kalt stríð gegn Bandaríkjunum, með því markmiði að velta ríkinu úr sessi sem helsta veldi heimsins. 21. júlí 2018 21:24 Ætla að standa í hárinu á Kína Bandaríkin munu standa í hárinu á Kínverjum varðandi hervæðingu þeirra í Suður-Kínahafi. 29. maí 2018 23:47 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Sjá meira
Kínverjar sendu þotur og skip gegn bandarískum herskipum Yfirvöld Kína brugðust í dag reið við því að tveimur bandarískum herskipum var siglt nærri eyjum í Suður-Kínahafi sem Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til. 27. maí 2018 22:08
Kínverjar hleypa nýju flugmóðurskipi af stokkunum Kínverjar eru með þessu að auka herstyrk sinn en vaxandi spenna er nú á áhrifasvæði Kínverja, á Kóreuskaga og á Suður-Kínahafi. 26. apríl 2017 08:17
Snúa sér að Kína og Rússlandi Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna opinberaði í dag nýja varnarstefnu ríkisins, sem kallast National Defense Strategy, og beinist hún að mestu að því að sporna gegn áhrifum Kína og Rússlands. 19. janúar 2018 17:00
Símtalið umdeilda hluti af skipulagðri stefnubreytingu Donald Trump vill breyta stefnu Bandaríkjanna varðandi Taívan og Kína. 5. desember 2016 11:00
Kínverjar gefi ekki þumlung af eyjunum Forseti Kína segir að þjóð sín sé staðráðin í að tryggja frið í heiminum - þó svo að hún muni ekki gefa eftir tommu af landsvæði sínu til að ná því markmiði. 28. júní 2018 06:31
Segir Kína heyja „kalt stríð“ gegn Bandaríkjunum Háttsettur starfsmaður CIA segir Kína heyja kalt stríð gegn Bandaríkjunum, með því markmiði að velta ríkinu úr sessi sem helsta veldi heimsins. 21. júlí 2018 21:24
Ætla að standa í hárinu á Kína Bandaríkin munu standa í hárinu á Kínverjum varðandi hervæðingu þeirra í Suður-Kínahafi. 29. maí 2018 23:47