Ræðu Boris Johnson beðið með mikilli eftirvæntingu Atli Ísleifsson skrifar 2. október 2018 11:32 Boris Johnson sagði af sér sem utanríkisráðherra Bretlands í sumar. Vísir/EPA Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, vonast til að hún geti þétt raðirnar innan breska Íhaldsflokksins og fengið flokkinn að fylkjast á bakvið umdeilda Brexit-áætlun sína, á flokksþingi sem nú fer fram í Birmingham. Þó má telja líklegt að klofningurinn innan flokksins verði enn áþreifanlegri þegar utanríkisráðherrann fyrrverandi, Boris Johnson, flytur sína ræðu á þinginu síðar í dag. Ræðunnar er beðið með mikilli eftirvæntingu, en margir telja að Johnson stefni sjálfur á leiðtogaembættið innan flokksins og þannig skora May á hólm.Skot á May? Þrátt fyrir að vera víðs fjarri hefur Johnson tekist að vekja athygli á flokksþinginu. Mynd af Johnson var mikið í umræðunni á fyrsta degi þingsins þar sem sást til hans hlaupa um í háu grasi. Var það túlkað sem skot á May sem hefur áður sagt að það villtasta sem hún gerði á sínum yngri árum hafi verið að hlaupa yfir hveitiakur án leyfis. Flokksþingið snýst að langstærstum hluta um Brexit og reynir May nú allt til að fá flokkinn til að ná saman um Chequers-áætlun sína um útgöngu.Sagði af sér í sumarJohnson sagði af sér sem utanríkisráðherra fyrr í sumar vegna óánægju sinnar þegar kom að afstöðu May til Brexit. Búist er við að hann muni í ræðu sinni gera tilraun til að auka á óvinsældir May og Brexit-áætlunar hennar. Dominic Raab, ráðherra Brexit-mála, segir Chequers-áætlunina ekki vera fullkomna, en að málamiðlanir séu nauðsynlegar. Johnson hefur sjálfur barist fyrir „hörðu Brexit“. May mun sjálf flytja sína ræðu í fyrramálið og má telja líklegt að viðbrögð flokksfélaga muni ráða úrslitum um framhaldið. Brexit Tengdar fréttir Útiloka ekki að Bretland verði áfram í Evrópusambandinu eftir allt saman Lófatakið ætlaði enga enda að taka eftir að þingmaður breska Verkamannaflokksins lýsti því yfir á flokksþingi í morgun að enginn gæti lengur útilokað þann möguleika að Bretland yrði um kyrrt í Evrópusambandinu eftir allt saman. Önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um málið væri nú í kortunum. 25. september 2018 11:54 Harðnandi tónn gegn stefnu May Gjáin í breska Íhaldsflokknum vegna útgöngumála breikkar og dýpkar. 1. október 2018 06:00 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, vonast til að hún geti þétt raðirnar innan breska Íhaldsflokksins og fengið flokkinn að fylkjast á bakvið umdeilda Brexit-áætlun sína, á flokksþingi sem nú fer fram í Birmingham. Þó má telja líklegt að klofningurinn innan flokksins verði enn áþreifanlegri þegar utanríkisráðherrann fyrrverandi, Boris Johnson, flytur sína ræðu á þinginu síðar í dag. Ræðunnar er beðið með mikilli eftirvæntingu, en margir telja að Johnson stefni sjálfur á leiðtogaembættið innan flokksins og þannig skora May á hólm.Skot á May? Þrátt fyrir að vera víðs fjarri hefur Johnson tekist að vekja athygli á flokksþinginu. Mynd af Johnson var mikið í umræðunni á fyrsta degi þingsins þar sem sást til hans hlaupa um í háu grasi. Var það túlkað sem skot á May sem hefur áður sagt að það villtasta sem hún gerði á sínum yngri árum hafi verið að hlaupa yfir hveitiakur án leyfis. Flokksþingið snýst að langstærstum hluta um Brexit og reynir May nú allt til að fá flokkinn til að ná saman um Chequers-áætlun sína um útgöngu.Sagði af sér í sumarJohnson sagði af sér sem utanríkisráðherra fyrr í sumar vegna óánægju sinnar þegar kom að afstöðu May til Brexit. Búist er við að hann muni í ræðu sinni gera tilraun til að auka á óvinsældir May og Brexit-áætlunar hennar. Dominic Raab, ráðherra Brexit-mála, segir Chequers-áætlunina ekki vera fullkomna, en að málamiðlanir séu nauðsynlegar. Johnson hefur sjálfur barist fyrir „hörðu Brexit“. May mun sjálf flytja sína ræðu í fyrramálið og má telja líklegt að viðbrögð flokksfélaga muni ráða úrslitum um framhaldið.
Brexit Tengdar fréttir Útiloka ekki að Bretland verði áfram í Evrópusambandinu eftir allt saman Lófatakið ætlaði enga enda að taka eftir að þingmaður breska Verkamannaflokksins lýsti því yfir á flokksþingi í morgun að enginn gæti lengur útilokað þann möguleika að Bretland yrði um kyrrt í Evrópusambandinu eftir allt saman. Önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um málið væri nú í kortunum. 25. september 2018 11:54 Harðnandi tónn gegn stefnu May Gjáin í breska Íhaldsflokknum vegna útgöngumála breikkar og dýpkar. 1. október 2018 06:00 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Útiloka ekki að Bretland verði áfram í Evrópusambandinu eftir allt saman Lófatakið ætlaði enga enda að taka eftir að þingmaður breska Verkamannaflokksins lýsti því yfir á flokksþingi í morgun að enginn gæti lengur útilokað þann möguleika að Bretland yrði um kyrrt í Evrópusambandinu eftir allt saman. Önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um málið væri nú í kortunum. 25. september 2018 11:54
Harðnandi tónn gegn stefnu May Gjáin í breska Íhaldsflokknum vegna útgöngumála breikkar og dýpkar. 1. október 2018 06:00