Brasilískir bændur vilja Bolsonaro í forsetastólinn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. október 2018 08:00 Jair Bolsonaro á fjölda stuðningsmanna í Brasilíu. vísir/epa Þrýstihópur brasilískra bænda lýsti í gær yfir stuðningi við framboð Jairs Bolsonaro til forseta. Í tilkynningu frá þrýstihópnum sagði að hann myndi sameinast um að tryggja að „spilltir frambjóðendur“ kæmust ekki til valda. Samkvæmt Reuters eru áhrif hópsins töluverð þar í landi. Hinn mjög svo umdeildi og íhaldssami Bolsonaro mælist með tíu prósentustiga forskot á sinn helsta keppinaut samkvæmt könnun sem Ibope birti í gær. 31 prósent sagðist mundu kjósa Bolsonaro í fyrstu umferð kosninganna en 21 prósent hyggst kjósa Fernando Haddad, frambjóðanda Verkamannaflokksins. Fái enginn frambjóðandi meirihluta atkvæða mun þurfa að kjósa aftur á milli tveggja efstu. Samkvæmt könnun Ibope myndu Bolsonaro og Haddad báðir fá 42 prósenta fylgi svo ljóst er að önnur umferð kosninga gæti orðið afar spennandi. Í síðustu könnun mældist Bolsonaro með 38 prósent gegn 42 prósentum Haddads og er því að sækja á. Bolsonaro hefur í gegnum tíðina vakið athygli fyrir umdeildar skoðanir. Árið 2015 sagði hann að konur og karlar ættu ekki að fá jöfn laun vegna þess að konur verða óléttar. Þá hefur hann verið kenndur við andúð á samkynhneigðum. Í viðtali við Playboy árið 2011 sagði hann að hann væri ófær um að elska samkynhneigðan son og bætti við að hann myndi frekar vilja að sonur sinn léti lífið í slysi. Birtist í Fréttablaðinu Brasilía Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Fleiri fréttir Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Sjá meira
Þrýstihópur brasilískra bænda lýsti í gær yfir stuðningi við framboð Jairs Bolsonaro til forseta. Í tilkynningu frá þrýstihópnum sagði að hann myndi sameinast um að tryggja að „spilltir frambjóðendur“ kæmust ekki til valda. Samkvæmt Reuters eru áhrif hópsins töluverð þar í landi. Hinn mjög svo umdeildi og íhaldssami Bolsonaro mælist með tíu prósentustiga forskot á sinn helsta keppinaut samkvæmt könnun sem Ibope birti í gær. 31 prósent sagðist mundu kjósa Bolsonaro í fyrstu umferð kosninganna en 21 prósent hyggst kjósa Fernando Haddad, frambjóðanda Verkamannaflokksins. Fái enginn frambjóðandi meirihluta atkvæða mun þurfa að kjósa aftur á milli tveggja efstu. Samkvæmt könnun Ibope myndu Bolsonaro og Haddad báðir fá 42 prósenta fylgi svo ljóst er að önnur umferð kosninga gæti orðið afar spennandi. Í síðustu könnun mældist Bolsonaro með 38 prósent gegn 42 prósentum Haddads og er því að sækja á. Bolsonaro hefur í gegnum tíðina vakið athygli fyrir umdeildar skoðanir. Árið 2015 sagði hann að konur og karlar ættu ekki að fá jöfn laun vegna þess að konur verða óléttar. Þá hefur hann verið kenndur við andúð á samkynhneigðum. Í viðtali við Playboy árið 2011 sagði hann að hann væri ófær um að elska samkynhneigðan son og bætti við að hann myndi frekar vilja að sonur sinn léti lífið í slysi.
Birtist í Fréttablaðinu Brasilía Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Fleiri fréttir Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Sjá meira