Óánægja starfsmanna á Bakka með vinnustaðarmenninguna Sveinn Arnarsson skrifar 3. október 2018 07:30 Mikil starfsmannavelta er hjá kísilverksmiðju PCC á Bakka sem gangsett var í apríl í vor. Fréttablaðið/Anton Brink Ólga er meðal starfsmanna PCC á Bakka með stjórnarhætti yfirmanna, vinnuaðstöðu sína og launakjör. Framsýn, stéttarfélag í Þingeyjarsýslum, vinnur nú að samningaviðræðum við PCC og hefur áhyggjur af starfseminni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur verið mikil starfsmannavelta upp á síðkastið hjá kísilmálmfyrirtækinu og hefur fjöldi manns bæði hætt störfum sjálfviljugur hjá fyrirtækinu og nokkrum verið sagt upp. Af þeim nýju einstaklingum sem hafa komið til starfa er meirihlutinn frá Eistlandi. Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður stéttarfélagsins Framsýnar í Þingeyjarsýslum, segir málið alvarlegt og unnið sé að því að fá fund með starfsmönnum um miðjan mánuðinn. „Það er alveg rétt að það hefur verið mikil starfsmannavelta hjá fyrirtækinu. Við erum að fara að funda með starfsmönnum eftir rúma viku þar sem við förum yfir stöðuna. Við erum að undirbúa kjarasamningsgerð þar sem bráðabirgðakjarasamningur rennur út um áramótin,“ segir Aðalsteinn Árni. „Við höfum óskað eftir breytingum á kjarasamningnum. Einnig vitum við af starfsmannaveltu og óánægju sem hefur verið undirliggjandi og það þarf að laga.“ Þar vitnar Aðalsteinn Árni til óánægju starfsfólks með samskipti við yfirmenn og að nokkur kurr sé í starfsfólki. „Við höfum áhyggjur af þessu og þess vegna höfum við verið í sambandi við stjórnendur og óskað eftir því að það yrði tekið á ákveðnum málum til að búa til vinnufrið,“ segir hann. Fréttablaðið reyndi að ná í nýjan forstjóra PCC, Jökul Gunnarsson, en án árangurs. Hann tók við af Hafsteini Viktorssyni um miðjan mánuðinn. Ekki hefur gengið vel að gangsetja báða ofna kísilbræðslunnar og eru áform uppi um að fullum afköstum verði náð fyrir jól. Aðalsteinn Árni segir mikilvægt að bæta þá vinnustaðarmenningu sem hefur ráðið ríkjum hjá PCC. „Ef mannlegu samskiptin eru ekki í lagi þá er þetta í ólagi. Það hefur verið kurr í starfsmönnum yfir ýmsu og menn hafa viljað kalla eftir breytingum á vinnuaðstöðu, launakjörum og vaktafyrirkomulagi en einnig samskiptum við yfirmenn. Undanfarið hafa skjólstæðingar okkar verið ósáttir við stjórnunarstílinn,“ segir formaður Framsýnar í Þingeyjarsýslum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Ólga er meðal starfsmanna PCC á Bakka með stjórnarhætti yfirmanna, vinnuaðstöðu sína og launakjör. Framsýn, stéttarfélag í Þingeyjarsýslum, vinnur nú að samningaviðræðum við PCC og hefur áhyggjur af starfseminni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur verið mikil starfsmannavelta upp á síðkastið hjá kísilmálmfyrirtækinu og hefur fjöldi manns bæði hætt störfum sjálfviljugur hjá fyrirtækinu og nokkrum verið sagt upp. Af þeim nýju einstaklingum sem hafa komið til starfa er meirihlutinn frá Eistlandi. Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður stéttarfélagsins Framsýnar í Þingeyjarsýslum, segir málið alvarlegt og unnið sé að því að fá fund með starfsmönnum um miðjan mánuðinn. „Það er alveg rétt að það hefur verið mikil starfsmannavelta hjá fyrirtækinu. Við erum að fara að funda með starfsmönnum eftir rúma viku þar sem við förum yfir stöðuna. Við erum að undirbúa kjarasamningsgerð þar sem bráðabirgðakjarasamningur rennur út um áramótin,“ segir Aðalsteinn Árni. „Við höfum óskað eftir breytingum á kjarasamningnum. Einnig vitum við af starfsmannaveltu og óánægju sem hefur verið undirliggjandi og það þarf að laga.“ Þar vitnar Aðalsteinn Árni til óánægju starfsfólks með samskipti við yfirmenn og að nokkur kurr sé í starfsfólki. „Við höfum áhyggjur af þessu og þess vegna höfum við verið í sambandi við stjórnendur og óskað eftir því að það yrði tekið á ákveðnum málum til að búa til vinnufrið,“ segir hann. Fréttablaðið reyndi að ná í nýjan forstjóra PCC, Jökul Gunnarsson, en án árangurs. Hann tók við af Hafsteini Viktorssyni um miðjan mánuðinn. Ekki hefur gengið vel að gangsetja báða ofna kísilbræðslunnar og eru áform uppi um að fullum afköstum verði náð fyrir jól. Aðalsteinn Árni segir mikilvægt að bæta þá vinnustaðarmenningu sem hefur ráðið ríkjum hjá PCC. „Ef mannlegu samskiptin eru ekki í lagi þá er þetta í ólagi. Það hefur verið kurr í starfsmönnum yfir ýmsu og menn hafa viljað kalla eftir breytingum á vinnuaðstöðu, launakjörum og vaktafyrirkomulagi en einnig samskiptum við yfirmenn. Undanfarið hafa skjólstæðingar okkar verið ósáttir við stjórnunarstílinn,“ segir formaður Framsýnar í Þingeyjarsýslum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira