Óánægja starfsmanna á Bakka með vinnustaðarmenninguna Sveinn Arnarsson skrifar 3. október 2018 07:30 Mikil starfsmannavelta er hjá kísilverksmiðju PCC á Bakka sem gangsett var í apríl í vor. Fréttablaðið/Anton Brink Ólga er meðal starfsmanna PCC á Bakka með stjórnarhætti yfirmanna, vinnuaðstöðu sína og launakjör. Framsýn, stéttarfélag í Þingeyjarsýslum, vinnur nú að samningaviðræðum við PCC og hefur áhyggjur af starfseminni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur verið mikil starfsmannavelta upp á síðkastið hjá kísilmálmfyrirtækinu og hefur fjöldi manns bæði hætt störfum sjálfviljugur hjá fyrirtækinu og nokkrum verið sagt upp. Af þeim nýju einstaklingum sem hafa komið til starfa er meirihlutinn frá Eistlandi. Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður stéttarfélagsins Framsýnar í Þingeyjarsýslum, segir málið alvarlegt og unnið sé að því að fá fund með starfsmönnum um miðjan mánuðinn. „Það er alveg rétt að það hefur verið mikil starfsmannavelta hjá fyrirtækinu. Við erum að fara að funda með starfsmönnum eftir rúma viku þar sem við förum yfir stöðuna. Við erum að undirbúa kjarasamningsgerð þar sem bráðabirgðakjarasamningur rennur út um áramótin,“ segir Aðalsteinn Árni. „Við höfum óskað eftir breytingum á kjarasamningnum. Einnig vitum við af starfsmannaveltu og óánægju sem hefur verið undirliggjandi og það þarf að laga.“ Þar vitnar Aðalsteinn Árni til óánægju starfsfólks með samskipti við yfirmenn og að nokkur kurr sé í starfsfólki. „Við höfum áhyggjur af þessu og þess vegna höfum við verið í sambandi við stjórnendur og óskað eftir því að það yrði tekið á ákveðnum málum til að búa til vinnufrið,“ segir hann. Fréttablaðið reyndi að ná í nýjan forstjóra PCC, Jökul Gunnarsson, en án árangurs. Hann tók við af Hafsteini Viktorssyni um miðjan mánuðinn. Ekki hefur gengið vel að gangsetja báða ofna kísilbræðslunnar og eru áform uppi um að fullum afköstum verði náð fyrir jól. Aðalsteinn Árni segir mikilvægt að bæta þá vinnustaðarmenningu sem hefur ráðið ríkjum hjá PCC. „Ef mannlegu samskiptin eru ekki í lagi þá er þetta í ólagi. Það hefur verið kurr í starfsmönnum yfir ýmsu og menn hafa viljað kalla eftir breytingum á vinnuaðstöðu, launakjörum og vaktafyrirkomulagi en einnig samskiptum við yfirmenn. Undanfarið hafa skjólstæðingar okkar verið ósáttir við stjórnunarstílinn,“ segir formaður Framsýnar í Þingeyjarsýslum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Ólga er meðal starfsmanna PCC á Bakka með stjórnarhætti yfirmanna, vinnuaðstöðu sína og launakjör. Framsýn, stéttarfélag í Þingeyjarsýslum, vinnur nú að samningaviðræðum við PCC og hefur áhyggjur af starfseminni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur verið mikil starfsmannavelta upp á síðkastið hjá kísilmálmfyrirtækinu og hefur fjöldi manns bæði hætt störfum sjálfviljugur hjá fyrirtækinu og nokkrum verið sagt upp. Af þeim nýju einstaklingum sem hafa komið til starfa er meirihlutinn frá Eistlandi. Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður stéttarfélagsins Framsýnar í Þingeyjarsýslum, segir málið alvarlegt og unnið sé að því að fá fund með starfsmönnum um miðjan mánuðinn. „Það er alveg rétt að það hefur verið mikil starfsmannavelta hjá fyrirtækinu. Við erum að fara að funda með starfsmönnum eftir rúma viku þar sem við förum yfir stöðuna. Við erum að undirbúa kjarasamningsgerð þar sem bráðabirgðakjarasamningur rennur út um áramótin,“ segir Aðalsteinn Árni. „Við höfum óskað eftir breytingum á kjarasamningnum. Einnig vitum við af starfsmannaveltu og óánægju sem hefur verið undirliggjandi og það þarf að laga.“ Þar vitnar Aðalsteinn Árni til óánægju starfsfólks með samskipti við yfirmenn og að nokkur kurr sé í starfsfólki. „Við höfum áhyggjur af þessu og þess vegna höfum við verið í sambandi við stjórnendur og óskað eftir því að það yrði tekið á ákveðnum málum til að búa til vinnufrið,“ segir hann. Fréttablaðið reyndi að ná í nýjan forstjóra PCC, Jökul Gunnarsson, en án árangurs. Hann tók við af Hafsteini Viktorssyni um miðjan mánuðinn. Ekki hefur gengið vel að gangsetja báða ofna kísilbræðslunnar og eru áform uppi um að fullum afköstum verði náð fyrir jól. Aðalsteinn Árni segir mikilvægt að bæta þá vinnustaðarmenningu sem hefur ráðið ríkjum hjá PCC. „Ef mannlegu samskiptin eru ekki í lagi þá er þetta í ólagi. Það hefur verið kurr í starfsmönnum yfir ýmsu og menn hafa viljað kalla eftir breytingum á vinnuaðstöðu, launakjörum og vaktafyrirkomulagi en einnig samskiptum við yfirmenn. Undanfarið hafa skjólstæðingar okkar verið ósáttir við stjórnunarstílinn,“ segir formaður Framsýnar í Þingeyjarsýslum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira