Scholes vill að Mourinho verði rekinn: „Hann er félaginu til skammar“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. október 2018 07:30 José Mourinho gæti verið rekinn í vikunni. vísir/getty Paul Scholes, goðsögn í lifanda lífi á Old Trafford, vill að José Mourinho verði rekinn því frammistaða liðsins upp á síðkastið er ekki nógu góð og þá er Portúgalinn sjálfur félaginu til skammar. United er án sigurs í síðustu fjórum leikjum en eftir að gera jafntefli við nýliða Úlfana á dögunum tapaði það á útivelli fyrir West Ham í deildinni um síðustu helgi og gerði svo markalaust jafntefli á heimavelli á móti Valencia í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Scholes var sérfræðingur í myndveri BT Sport að fjalla um leiki gærkvöldsins þar sem að hann var spurður hvort að hann héldi að Mourinho yrði rekinn á næstunni. „Ég vona það, við skulum orða það þannig,“ svaraði Scholes."I'm surprised that he survived after Saturday" "I think he's embarrassing the club." Paul Scholes is pulling no punches tonight pic.twitter.com/0vmOYhDqCk — Football on BT Sport (@btsportfootball) October 2, 2018 „Mér finnst í raun ótrúlegt að hann hafi lifað laugardaginn af því frammistaðan á móti West Ham var það slæm. Við ætlum að sýna hér klippur af viðhorfi leikmanna. Frammistaða liðsins er bara ekki næstum því eins góð og hún þarf að vera.“ Scholes er kominn með nóg af framkomu Portúgalans sem lætur leikmenn sína heyra það óspart á blaðamannafundum. „Mourinho er endalaust að gagnrýna leikmenn sína á blaðamannafundum og hann er að gagnrýna yfirmenn sína því hann er greinilega ekki að fá það sem að hann vill,“ segir Scholes. „Hann ræður ekkert við kjaftinn á sér og er félaginu til skammar,“ segir Paul Scholes. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Fjórði leikur United í röð án sigurs Ekkert mark var skorað í leik Manchester United og Valencia í Meistaradeild Evrópu en leikið var á Old Trafford í kvöld. 2. október 2018 21:00 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Enski boltinn Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Gætu spilað á Wembley ef Emitrates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Sjá meira
Paul Scholes, goðsögn í lifanda lífi á Old Trafford, vill að José Mourinho verði rekinn því frammistaða liðsins upp á síðkastið er ekki nógu góð og þá er Portúgalinn sjálfur félaginu til skammar. United er án sigurs í síðustu fjórum leikjum en eftir að gera jafntefli við nýliða Úlfana á dögunum tapaði það á útivelli fyrir West Ham í deildinni um síðustu helgi og gerði svo markalaust jafntefli á heimavelli á móti Valencia í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Scholes var sérfræðingur í myndveri BT Sport að fjalla um leiki gærkvöldsins þar sem að hann var spurður hvort að hann héldi að Mourinho yrði rekinn á næstunni. „Ég vona það, við skulum orða það þannig,“ svaraði Scholes."I'm surprised that he survived after Saturday" "I think he's embarrassing the club." Paul Scholes is pulling no punches tonight pic.twitter.com/0vmOYhDqCk — Football on BT Sport (@btsportfootball) October 2, 2018 „Mér finnst í raun ótrúlegt að hann hafi lifað laugardaginn af því frammistaðan á móti West Ham var það slæm. Við ætlum að sýna hér klippur af viðhorfi leikmanna. Frammistaða liðsins er bara ekki næstum því eins góð og hún þarf að vera.“ Scholes er kominn með nóg af framkomu Portúgalans sem lætur leikmenn sína heyra það óspart á blaðamannafundum. „Mourinho er endalaust að gagnrýna leikmenn sína á blaðamannafundum og hann er að gagnrýna yfirmenn sína því hann er greinilega ekki að fá það sem að hann vill,“ segir Scholes. „Hann ræður ekkert við kjaftinn á sér og er félaginu til skammar,“ segir Paul Scholes.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Fjórði leikur United í röð án sigurs Ekkert mark var skorað í leik Manchester United og Valencia í Meistaradeild Evrópu en leikið var á Old Trafford í kvöld. 2. október 2018 21:00 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Enski boltinn Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Gætu spilað á Wembley ef Emitrates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Sjá meira
Fjórði leikur United í röð án sigurs Ekkert mark var skorað í leik Manchester United og Valencia í Meistaradeild Evrópu en leikið var á Old Trafford í kvöld. 2. október 2018 21:00