Icelandair hefur viðræður við lánardrottna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. október 2018 08:20 Viðræðurnar eru vegna uppfærðar EBITDA-spár félagsins. vísir/rakel Icelandair Group hefur í dag viðræður við þá lánardrottna sína sem ráða yfir meira en 50 prósent af útgefnum óverðtryggðum skuldabréfum félagsins. Nafnvirði bréfanna eru 190 milljónir dollara, eða um 21,5 milljarðar króna. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Icelandair Group og vísað til uppfærðrar EBITDA-spár fyrirtækisins sem birt var hinn 27. ágúst síðastliðinn. „Í ljósi hinnar uppfærðu EBITDA spár er mögulegt að fjárhagslegar kvaðir varðandi hlutfall heildar vaxtaberandi skulda, sem fram koma í greinum 12 (b) og 12 (c) í skilmálum skuldabréfanna, verði ekki uppfylltar samkvæmt uppgjöri þriðja ársfjórðungs félagsins sem ber að birta fyrir lok nóvembermánaðar,“ segir í tilkynningunni. Þar segir jafnframt að í ljósi spárinnar sé félagið nú að meta þá möguleika sem eru í stöðunni, „til til að mynda að óska eftir tímabundinni undanþágu frá hinum fjárhagslegu kvöðum frá eigendum skuldabréfanna, breytingum á skilmálum skuldabréfanna eða uppgreiðslu skuldabréfanna að hluta eða uppgreiðslu annarra skulda. Þrátt fyrir möguleika á því að kvaðir skuldabréfanna um hlutfall heildar vaxtaberandi skulda verði ekki uppfylltar þá nam handbært fé Icelandair Group 237 milljónum USD hinn 30. júní sl.“ Tilkynningu Icelandair Group vegna málsins má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:Vísað er til uppfærðrar EBITDA spár Icelandair Group sem birt var hinn 27. ágúst sl. og óveðtryggðra skuldabréfa félagsins með auðkennið ISIN NO0010776982 að nafnvirði 190 milljónir USD. Í ljósi hinnar uppfærðu EBITDA spár er mögulegt að fjárhagslegar kvaðir varðandi hlutfall heildar vaxtaberandi skulda, sem fram koma í greinum 12 (b) og 12 (c) í skilmálum skuldabréfanna, verði ekki uppfylltar samkvæmt uppgjöri þriðja ársfjórðungs félagsins sem ber að birta fyrir lok nóvembermánaðar. Í dag hóf Icelandair Group viðræður við fulltrúa skuldabréfaeigenda sem ráða yfir meira en 50% af hinum útgefnu bréfum.Í ljósi hinnar uppfærðu EBITDA spár Icelandair Group er félagið nú að meta þá möguleika sem eru í stöðunni, til að mynda að óska eftir tímabundinni undanþágu frá hinum fjárhagslegu kvöðum frá eigendum skuldabréfanna, breytingum á skilmálum skuldabréfanna eða uppgreiðslu skuldabréfanna að hluta eða uppgreiðslu annarra skulda. Þrátt fyrir möguleika á því að kvaðir skuldabréfanna um hlutfall heildar vaxtaberandi skulda verði ekki uppfylltar þá nam handbært fé Icelandair Group 237 milljónum USD hinn 30. júní sl. Eigið fé nam 530 milljónum USD og eiginfjárhlutfall félagsins var 32%. Bókfært verð varanlegra rekstrarfjármuna nam 673 milljónum USD og fyrirframgreiðslur inn á nýjar flugvélar í efnahagsreikningi námu 143 milljónum USD. Á sama tíma nam heildarfjárhæð vaxtaberandi skulda 343 milljónum USD en þar af voru 121 milljón USD veðtryggðar. Icelandair Group hefur ráðið DNB Bank Markets sem fjárhagslegan ráðgjafa félagsins vegna ofangreinds. Icelandair Tengdar fréttir Á þriðja tug sagt upp hjá Icelandair Uppsagnirnar ná til starfsfólks á ýmsum sviðum og deildum starfsstöðva flugfélagsins í Reykjavík og Keflavík. 27. september 2018 13:01 Bláa lónið í hóp stærstu hluthafa í Icelandair Ferðaþjónustufyrirtækið er í hópi tuttugu stærstu hluthafa Icelandair Group með um eins prósents eignarhlut. Bláa lónið hefur bætt verulega við hlut sinn undanfarið og meira en þrefaldað hlutabréfaeign sína í flugfélaginu frá áramótum. 19. september 2018 08:00 Fyrirtæki í ferðaþjónustu meðal þeirra sem greiða hæst opinber gjöld Ríkisskattstjóri hefur birt lista yfir þá sem greiða hæstu opinberu gjöldin á landinu. 28. september 2018 11:34 Mest lesið Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Viðskipti innlent Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Högnuðust um rúma tvo milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Sjá meira
Icelandair Group hefur í dag viðræður við þá lánardrottna sína sem ráða yfir meira en 50 prósent af útgefnum óverðtryggðum skuldabréfum félagsins. Nafnvirði bréfanna eru 190 milljónir dollara, eða um 21,5 milljarðar króna. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Icelandair Group og vísað til uppfærðrar EBITDA-spár fyrirtækisins sem birt var hinn 27. ágúst síðastliðinn. „Í ljósi hinnar uppfærðu EBITDA spár er mögulegt að fjárhagslegar kvaðir varðandi hlutfall heildar vaxtaberandi skulda, sem fram koma í greinum 12 (b) og 12 (c) í skilmálum skuldabréfanna, verði ekki uppfylltar samkvæmt uppgjöri þriðja ársfjórðungs félagsins sem ber að birta fyrir lok nóvembermánaðar,“ segir í tilkynningunni. Þar segir jafnframt að í ljósi spárinnar sé félagið nú að meta þá möguleika sem eru í stöðunni, „til til að mynda að óska eftir tímabundinni undanþágu frá hinum fjárhagslegu kvöðum frá eigendum skuldabréfanna, breytingum á skilmálum skuldabréfanna eða uppgreiðslu skuldabréfanna að hluta eða uppgreiðslu annarra skulda. Þrátt fyrir möguleika á því að kvaðir skuldabréfanna um hlutfall heildar vaxtaberandi skulda verði ekki uppfylltar þá nam handbært fé Icelandair Group 237 milljónum USD hinn 30. júní sl.“ Tilkynningu Icelandair Group vegna málsins má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:Vísað er til uppfærðrar EBITDA spár Icelandair Group sem birt var hinn 27. ágúst sl. og óveðtryggðra skuldabréfa félagsins með auðkennið ISIN NO0010776982 að nafnvirði 190 milljónir USD. Í ljósi hinnar uppfærðu EBITDA spár er mögulegt að fjárhagslegar kvaðir varðandi hlutfall heildar vaxtaberandi skulda, sem fram koma í greinum 12 (b) og 12 (c) í skilmálum skuldabréfanna, verði ekki uppfylltar samkvæmt uppgjöri þriðja ársfjórðungs félagsins sem ber að birta fyrir lok nóvembermánaðar. Í dag hóf Icelandair Group viðræður við fulltrúa skuldabréfaeigenda sem ráða yfir meira en 50% af hinum útgefnu bréfum.Í ljósi hinnar uppfærðu EBITDA spár Icelandair Group er félagið nú að meta þá möguleika sem eru í stöðunni, til að mynda að óska eftir tímabundinni undanþágu frá hinum fjárhagslegu kvöðum frá eigendum skuldabréfanna, breytingum á skilmálum skuldabréfanna eða uppgreiðslu skuldabréfanna að hluta eða uppgreiðslu annarra skulda. Þrátt fyrir möguleika á því að kvaðir skuldabréfanna um hlutfall heildar vaxtaberandi skulda verði ekki uppfylltar þá nam handbært fé Icelandair Group 237 milljónum USD hinn 30. júní sl. Eigið fé nam 530 milljónum USD og eiginfjárhlutfall félagsins var 32%. Bókfært verð varanlegra rekstrarfjármuna nam 673 milljónum USD og fyrirframgreiðslur inn á nýjar flugvélar í efnahagsreikningi námu 143 milljónum USD. Á sama tíma nam heildarfjárhæð vaxtaberandi skulda 343 milljónum USD en þar af voru 121 milljón USD veðtryggðar. Icelandair Group hefur ráðið DNB Bank Markets sem fjárhagslegan ráðgjafa félagsins vegna ofangreinds.
Icelandair Tengdar fréttir Á þriðja tug sagt upp hjá Icelandair Uppsagnirnar ná til starfsfólks á ýmsum sviðum og deildum starfsstöðva flugfélagsins í Reykjavík og Keflavík. 27. september 2018 13:01 Bláa lónið í hóp stærstu hluthafa í Icelandair Ferðaþjónustufyrirtækið er í hópi tuttugu stærstu hluthafa Icelandair Group með um eins prósents eignarhlut. Bláa lónið hefur bætt verulega við hlut sinn undanfarið og meira en þrefaldað hlutabréfaeign sína í flugfélaginu frá áramótum. 19. september 2018 08:00 Fyrirtæki í ferðaþjónustu meðal þeirra sem greiða hæst opinber gjöld Ríkisskattstjóri hefur birt lista yfir þá sem greiða hæstu opinberu gjöldin á landinu. 28. september 2018 11:34 Mest lesið Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Viðskipti innlent Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Högnuðust um rúma tvo milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Sjá meira
Á þriðja tug sagt upp hjá Icelandair Uppsagnirnar ná til starfsfólks á ýmsum sviðum og deildum starfsstöðva flugfélagsins í Reykjavík og Keflavík. 27. september 2018 13:01
Bláa lónið í hóp stærstu hluthafa í Icelandair Ferðaþjónustufyrirtækið er í hópi tuttugu stærstu hluthafa Icelandair Group með um eins prósents eignarhlut. Bláa lónið hefur bætt verulega við hlut sinn undanfarið og meira en þrefaldað hlutabréfaeign sína í flugfélaginu frá áramótum. 19. september 2018 08:00
Fyrirtæki í ferðaþjónustu meðal þeirra sem greiða hæst opinber gjöld Ríkisskattstjóri hefur birt lista yfir þá sem greiða hæstu opinberu gjöldin á landinu. 28. september 2018 11:34