Góður dagur hjá Theresu May Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. október 2018 08:00 May dansaði inn á sviðið við lag ABBA, Dancing Queen. Nordicphotos/AFP Bretland Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, þykir hafa átt góðan dag í gær eftir erfiðleika undanfarinna mánaða. May hélt ræðu sína á lokadegi landsfundar breska Íhaldsflokksins sem fram fór í Birmingham. Bjartsýnis- og vonartónn var í ræðunni og hvatti hún flokkinn til þess að standa þétt saman. Forsætisráðherrann sagði að Íhaldsflokkurinn þyrfti að vera flokkur allra. Nú, áratug eftir kreppu, væru betri tímar fram undan. Nefndi hún til dæmis að eldsneytisskattar yrðu ekki hækkaðir, að niðurskurðaraðgerðum yrði alfarið hætt og að lánaþak sveitarfélaga yrði afnumið svo hægt væri að ráðast í byggingu fleiri íbúða. En útgangan úr Evrópusambandinu var það sem flestir höfðu áhuga á. May varði stefnu sína í útgöngumálum, svokallaða Chequers-stefnu sem gengur meðal annars út á að Bretar fái áfram aðild að tollabandalagi ESB og innri markaðnum að hluta en fái samt sem áður að gera sína eigin fríverslunarsamninga. Stefnan er afar umdeild. Forseti leiðtogaráðs ESB sagði hana einfaldlega ekki ganga upp. Vegna þess hversu langt er í land í samningaviðræðum um framtíðarsamband ESB og Bretlands er óttast að enginn samningur náist. Brexitmálaráðherrann David Davis og utanríkisráðherrann Boris Johnson sögðu af sér vegna stefnunnar og þingmenn hafa gagnrýnt stefnuna mjög. Sagt hana svik við kjósendur sem kusu að yfirgefa ESB. Orðið „Chequers“ var þó hvergi að finna í ræðu May. Ráðherrann sagði að fríverslun væri leiðarstef stefnunnar og varaði við því að ef þingmenn hættu ekki að krefjast sinnar „eigin fullkomnu sýnar á Brexit“ gæti það leitt til þess að ekkert yrði af útgöngunni. Ræðu May var almennt vel tekið. Matt Hancock heilbrigðismálaráðherra sagði ræðuna stórkostlega, May hefði sýnt að hún byggi yfir miklum persónutöfrum. Viðmælendur BBC á fundinum voru almennt á sömu línu. „Þetta var besta ræða sem Theresa May hefur flutt. Hún setti fram frábær stefnumál og sýndi að flokkurinn er sameinaður,“ sagði einn fundargesta. Sameinaður er lykilorð í þessu samhengi. Allt frá því May setti fram svokallaða Chequers-áætlun í Brexitmálinu hefur allt logað í deilum innan flokksins. Boris Johnson hélt sömuleiðis ræðu á landsfundinum. Auk þess að skjóta á Verkamannaflokkinn og lofa Thatcher sagði hann að Chequers-áætlunin væri mistök. „Hún er ekki raunhæf. Hún er ekki málamiðlun. Hún er hættuleg, jafnt pólitískt sem efnahagslega. Þetta er ekki það sem Bretar greiddu atkvæði með,“ sagði Johnson. Stjórnmálaskýrandi The Sun sagði svo í gær að einn þingmanna flokksins hefði bent honum á að Iain Duncan Smith, fyrrverandi leiðtogi flokksins, hafi fengið mikið lófaklapp og lof fyrir landsfundarræðu sína árið 2003. Honum hafi engu að síður verið sparkað þremur vikum seinna. Birtist í Fréttablaðinu Brexit Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Bretland Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, þykir hafa átt góðan dag í gær eftir erfiðleika undanfarinna mánaða. May hélt ræðu sína á lokadegi landsfundar breska Íhaldsflokksins sem fram fór í Birmingham. Bjartsýnis- og vonartónn var í ræðunni og hvatti hún flokkinn til þess að standa þétt saman. Forsætisráðherrann sagði að Íhaldsflokkurinn þyrfti að vera flokkur allra. Nú, áratug eftir kreppu, væru betri tímar fram undan. Nefndi hún til dæmis að eldsneytisskattar yrðu ekki hækkaðir, að niðurskurðaraðgerðum yrði alfarið hætt og að lánaþak sveitarfélaga yrði afnumið svo hægt væri að ráðast í byggingu fleiri íbúða. En útgangan úr Evrópusambandinu var það sem flestir höfðu áhuga á. May varði stefnu sína í útgöngumálum, svokallaða Chequers-stefnu sem gengur meðal annars út á að Bretar fái áfram aðild að tollabandalagi ESB og innri markaðnum að hluta en fái samt sem áður að gera sína eigin fríverslunarsamninga. Stefnan er afar umdeild. Forseti leiðtogaráðs ESB sagði hana einfaldlega ekki ganga upp. Vegna þess hversu langt er í land í samningaviðræðum um framtíðarsamband ESB og Bretlands er óttast að enginn samningur náist. Brexitmálaráðherrann David Davis og utanríkisráðherrann Boris Johnson sögðu af sér vegna stefnunnar og þingmenn hafa gagnrýnt stefnuna mjög. Sagt hana svik við kjósendur sem kusu að yfirgefa ESB. Orðið „Chequers“ var þó hvergi að finna í ræðu May. Ráðherrann sagði að fríverslun væri leiðarstef stefnunnar og varaði við því að ef þingmenn hættu ekki að krefjast sinnar „eigin fullkomnu sýnar á Brexit“ gæti það leitt til þess að ekkert yrði af útgöngunni. Ræðu May var almennt vel tekið. Matt Hancock heilbrigðismálaráðherra sagði ræðuna stórkostlega, May hefði sýnt að hún byggi yfir miklum persónutöfrum. Viðmælendur BBC á fundinum voru almennt á sömu línu. „Þetta var besta ræða sem Theresa May hefur flutt. Hún setti fram frábær stefnumál og sýndi að flokkurinn er sameinaður,“ sagði einn fundargesta. Sameinaður er lykilorð í þessu samhengi. Allt frá því May setti fram svokallaða Chequers-áætlun í Brexitmálinu hefur allt logað í deilum innan flokksins. Boris Johnson hélt sömuleiðis ræðu á landsfundinum. Auk þess að skjóta á Verkamannaflokkinn og lofa Thatcher sagði hann að Chequers-áætlunin væri mistök. „Hún er ekki raunhæf. Hún er ekki málamiðlun. Hún er hættuleg, jafnt pólitískt sem efnahagslega. Þetta er ekki það sem Bretar greiddu atkvæði með,“ sagði Johnson. Stjórnmálaskýrandi The Sun sagði svo í gær að einn þingmanna flokksins hefði bent honum á að Iain Duncan Smith, fyrrverandi leiðtogi flokksins, hafi fengið mikið lófaklapp og lof fyrir landsfundarræðu sína árið 2003. Honum hafi engu að síður verið sparkað þremur vikum seinna.
Birtist í Fréttablaðinu Brexit Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira