Microsoft í samkeppni við Bose Samúel Karl Ólason skrifar 4. október 2018 11:09 Panos Panay, vörumerkjastjóri Microsoft, með nýju heyrnartólin. AP/Mary Altaffer Microsoft kynnti á þriðjudaginn nýjar tölvur og tól en að mestu snerist kynningin um nýjar Surface tölvur og ný heyrnartól. Þar að auki kynnti fyrirtækið viðbót við Windows stýrikerfið sem mun gera notendum kleift að tengja Android-síma við tölvur sínar. Þannig verður hægt að keyra símaforrit í tölvunni. Í rauninni verður mögulegt að opna símann sinn í sérstökum glugga í Windows. Þannig verður hægt að nálgast myndir sínar með auðveldum hætti, fá meldingar í tölvuna eða jafnvel senda smáskilaboð í tölvunni, svo eitthvað sé nefnt.Samkvæmt The Verge verður þessi nýja viðbót ekki klár að fullu fyrr en á næsta ári.Surface Pro 6, nýjasta útgáfan af fartölvu/spjaldtölvu blendingi Microsoft, var einnig kynnt, sem og ný útgáfa af Surface Laptop. Það er eingöngu fartölva og er ekki hægt að taka skjáinn af henni eins og Surface Pro. Örgjörvi tölvanna hefur verið uppfærður og þær eru nú fáanlegar í svörtu. Microsoft áætlar að Pro tölvan sé 67 prósentum hraðvirkari en Pro 5 og að nýja fartölvan sé 85 prósentum hraðvirkari. Ný heyrnartól Microsoft, sem tilheyra einnig Surface vörulínunni, komu hvað mest á óvart. Heyrnartólum þessum virðist vera ætlað að veita Bose samkeppni en þau eru hljóðeinangrandi, þráðlaus og 290 grömm að þyngd. Microsoft segir að heyrnartólin skynji þegar þau eru tekin niður og tónlist eða hvað sem verið er að hlusta á stöðvist þar til heyrnartólin eru sett upp aftur. Þar að auki er talgervill Microsoft, Cortana, innbyggð í heyrnartólin þannig að þau svara raddskipunum. Hér fyrir neðan má sjá nokkur kynningarmyndbönd sem Microsoft birti í kjölfar kynningarinnar. 1 Tækni Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Microsoft kynnti á þriðjudaginn nýjar tölvur og tól en að mestu snerist kynningin um nýjar Surface tölvur og ný heyrnartól. Þar að auki kynnti fyrirtækið viðbót við Windows stýrikerfið sem mun gera notendum kleift að tengja Android-síma við tölvur sínar. Þannig verður hægt að keyra símaforrit í tölvunni. Í rauninni verður mögulegt að opna símann sinn í sérstökum glugga í Windows. Þannig verður hægt að nálgast myndir sínar með auðveldum hætti, fá meldingar í tölvuna eða jafnvel senda smáskilaboð í tölvunni, svo eitthvað sé nefnt.Samkvæmt The Verge verður þessi nýja viðbót ekki klár að fullu fyrr en á næsta ári.Surface Pro 6, nýjasta útgáfan af fartölvu/spjaldtölvu blendingi Microsoft, var einnig kynnt, sem og ný útgáfa af Surface Laptop. Það er eingöngu fartölva og er ekki hægt að taka skjáinn af henni eins og Surface Pro. Örgjörvi tölvanna hefur verið uppfærður og þær eru nú fáanlegar í svörtu. Microsoft áætlar að Pro tölvan sé 67 prósentum hraðvirkari en Pro 5 og að nýja fartölvan sé 85 prósentum hraðvirkari. Ný heyrnartól Microsoft, sem tilheyra einnig Surface vörulínunni, komu hvað mest á óvart. Heyrnartólum þessum virðist vera ætlað að veita Bose samkeppni en þau eru hljóðeinangrandi, þráðlaus og 290 grömm að þyngd. Microsoft segir að heyrnartólin skynji þegar þau eru tekin niður og tónlist eða hvað sem verið er að hlusta á stöðvist þar til heyrnartólin eru sett upp aftur. Þar að auki er talgervill Microsoft, Cortana, innbyggð í heyrnartólin þannig að þau svara raddskipunum. Hér fyrir neðan má sjá nokkur kynningarmyndbönd sem Microsoft birti í kjölfar kynningarinnar. 1
Tækni Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira