Brady náði 500. snertimarkinu í flottum útisigri | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. október 2018 07:30 Tom Brady var ánægður í nótt. vísir/getty New England Patriots virðist vera komið á skrið í NFL-deildinni í amerískum fótbolta en það vann annan leikinn í röð í nótt í fimmtudagsleik fimmtu leikviku þegar liðið vann Indianapolis Colts á útivelli, 38-24. New England vann fyrsta leik en tapaði svo tveimur í röð. Eins og svo oft áður voru menn fljótir að afskrifa hinn 41 árs gamla Tom Brady sem hefur ekki verið með jafnlítið af sóknarvopnum í kringum sig í byrjun leiktíðar í langan tíma. En, Julian Edelman var mættur aftur í nótt eftir að taka út fjögurra leikja bann og greip sjö sendingar frá Brady fyrir 57 jördum.Julian Edelman er búinn að taka út bannið.vísir/gettyBrady fór hamförum í nótt en hann kláraði allar níu sendingarnar sínar í fyrstu sókn og setti upp snertimark fyrir Cordarrelle Patterson. Aðeins annar af tveimur gripnum boltum hans í leiknum. Í heildina kláraði Brady 34 af 44 sendingum fyrir 341 jarda og tveimur snertimörkum en hann kastaði boltanum þó tvívegis frá sér. Hann kastaði fyrir sínu 500. snertimarki í leiknum og bjargaði New England í fjórða leikhluta þegar að Colts reyndi endurkomu. Vandræðagemsinn Josh Gordon fór langt með að klára leikinn þegar að hann greip boltann í endamarkinu í fjórða leikhluta á ótrúlegan hátt en hann varð með því 71. leikmaðurinn sem grípur snertimarkssendingu frá Tom Brady. Það er met í NFL-deildinni. Hlauparinn James White fór á kostum sem útherji en hann greip tíu bolta fyrir 77 jördum og snertimarki og nýliðahlauparinn Sony Michel fór 98 jarda og skoraði eitt snertimark. NFL Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Fleiri fréttir Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína „Þetta gerist rosa hratt“ Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sengun í fantaformi í sumarfríinu Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sjá meira
New England Patriots virðist vera komið á skrið í NFL-deildinni í amerískum fótbolta en það vann annan leikinn í röð í nótt í fimmtudagsleik fimmtu leikviku þegar liðið vann Indianapolis Colts á útivelli, 38-24. New England vann fyrsta leik en tapaði svo tveimur í röð. Eins og svo oft áður voru menn fljótir að afskrifa hinn 41 árs gamla Tom Brady sem hefur ekki verið með jafnlítið af sóknarvopnum í kringum sig í byrjun leiktíðar í langan tíma. En, Julian Edelman var mættur aftur í nótt eftir að taka út fjögurra leikja bann og greip sjö sendingar frá Brady fyrir 57 jördum.Julian Edelman er búinn að taka út bannið.vísir/gettyBrady fór hamförum í nótt en hann kláraði allar níu sendingarnar sínar í fyrstu sókn og setti upp snertimark fyrir Cordarrelle Patterson. Aðeins annar af tveimur gripnum boltum hans í leiknum. Í heildina kláraði Brady 34 af 44 sendingum fyrir 341 jarda og tveimur snertimörkum en hann kastaði boltanum þó tvívegis frá sér. Hann kastaði fyrir sínu 500. snertimarki í leiknum og bjargaði New England í fjórða leikhluta þegar að Colts reyndi endurkomu. Vandræðagemsinn Josh Gordon fór langt með að klára leikinn þegar að hann greip boltann í endamarkinu í fjórða leikhluta á ótrúlegan hátt en hann varð með því 71. leikmaðurinn sem grípur snertimarkssendingu frá Tom Brady. Það er met í NFL-deildinni. Hlauparinn James White fór á kostum sem útherji en hann greip tíu bolta fyrir 77 jördum og snertimarki og nýliðahlauparinn Sony Michel fór 98 jarda og skoraði eitt snertimark.
NFL Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Fleiri fréttir Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína „Þetta gerist rosa hratt“ Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sengun í fantaformi í sumarfríinu Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sjá meira