Hafna frestun réttaráhrifa eftir sviptingu starfsleyfis Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 5. október 2018 19:45 Úrskurðarnefnd Umhverfis- og auðlindamála felldi í gær úr gildi starfsleyfi Arctic Fish og Fjarðalax fyrir samtals 17.500 tonna ársframleiðslu á laxi í sjókvíum á Patreksfirði og Tálknafirði. Fyrirtækin fóru fram á að réttaráhrifum vegna ákvörðun nefndarinnar yrði frestað þar til niðurstaða lægi fyrir hjá dómstólum en nefndin vísaði frá beiðninni í dag og taldi sig ekki hafa heimild til að fresta réttaráhrifum. Þar kemur þó fram að ráðherra megi veita undanþágu frá starfsleyfi ef ríkir hagsmunir séu undir. Arctic Fish heldur úti kvíum á Tálknafirði, Patreksfirði og Dýrafirði en fyrirtækið þarf kvíar á nokkrum svæðum til að hvíla þær reglulega ef lágmarka á umhverfisáhrif. Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish segir að ef taka þurfi tvær kvíar úr umferð kippi það fótunum undan rekstrinum. Þá er einnig beðið úrskurðar vegna Dýrafjarðar. „Við erum að byggja upp fiskeldi þannig að það þarf að vera ákveðin hvíld á milli svæða. Svokölluð árgangaskipti,“ segir hann. „Þetta er alger undirstaða í þeirri umhverfisvottuðu vöru sem við erum að selja og ef við tökum alveg tvö vistkerfi út úr þeirri mynd er ekki hægt að halda áfram.“Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish.Mynd/FriðrikHann segir að nú sé málið í raun orðið pólitískt og stjórnvöld þurfi að ákveða hvort að reka eigi sjókvíaeldi á Íslandi. Hugsanlega þurfi nú að slátra fiskum og óvissa fyrir starfsfólk sé óþolandi. Þetta sé sérstaklega sárt þar sem ekki sé við fyrirtækið að sakast heldur taldi úrskurðarnefndin mat Skipulagsstofnunar á umhverfisáhrifum sjókvíaledis á svæðinu ekki geta verið grundvöllur leyfisveitingarinnar þar sem umfjöllun um aðra valkosti hafi skort. „Við sem fyrirtæki og starfsmenn gerðum ekki neitt rangt eins og kemur fram í úrskurðinum,“ segir Sigurður. „Heldur er um ákveðið formsatriði að ræða sem virðist hafa brugðist að mati úrskurðarnefndar. Það er svolítið slæmt ef að það á að bitna á starfsfólki og atvinnurekstri“ Fiskeldi Tálknafjörður Vesturbyggð Tengdar fréttir Stefnir að frumvarpi um fiskeldi á þessu þingi Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir úrskurði sem fella úr gildi rekstrarleyfi tveggja fiskeldisfyrirtækja til sjókvíaeldis á Vestfjörðum gefa tilefni til að endurskoða regluverk um leyfisveitingar. Hann stefnir á að leggja fram frumvarp að lögum um fiskeldi í vetur. Málið er í algjörum forgangi hjá Matvælastofnun og fyrirtækin hafa óskað eftir frestun réttaráhrifa. 1. október 2018 18:07 Starfsleyfi laxeldisfyrirtækja felld úr gildi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi starfsleyfi laxeldisfyrirtækjanna Arctic Sea Farm og Fjarðarlax fyrir samtals 17.500 tonna ársframleiðslu á laxi í sjókvíum á Patreksfirði og Tálknafirði. 4. október 2018 17:22 Úrskurðir um laxeldi í sjókvíum hafa vakið hörð viðbrögð Úrskurðirnir hafa vakið hörð viðbrögð bæði sveitarstjórnarmanna og ýmissa þingmanna. Farið hefur verið fram á að réttaráhrifum þeirra verði frestað. 2. október 2018 23:38 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sjá meira
Úrskurðarnefnd Umhverfis- og auðlindamála felldi í gær úr gildi starfsleyfi Arctic Fish og Fjarðalax fyrir samtals 17.500 tonna ársframleiðslu á laxi í sjókvíum á Patreksfirði og Tálknafirði. Fyrirtækin fóru fram á að réttaráhrifum vegna ákvörðun nefndarinnar yrði frestað þar til niðurstaða lægi fyrir hjá dómstólum en nefndin vísaði frá beiðninni í dag og taldi sig ekki hafa heimild til að fresta réttaráhrifum. Þar kemur þó fram að ráðherra megi veita undanþágu frá starfsleyfi ef ríkir hagsmunir séu undir. Arctic Fish heldur úti kvíum á Tálknafirði, Patreksfirði og Dýrafirði en fyrirtækið þarf kvíar á nokkrum svæðum til að hvíla þær reglulega ef lágmarka á umhverfisáhrif. Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish segir að ef taka þurfi tvær kvíar úr umferð kippi það fótunum undan rekstrinum. Þá er einnig beðið úrskurðar vegna Dýrafjarðar. „Við erum að byggja upp fiskeldi þannig að það þarf að vera ákveðin hvíld á milli svæða. Svokölluð árgangaskipti,“ segir hann. „Þetta er alger undirstaða í þeirri umhverfisvottuðu vöru sem við erum að selja og ef við tökum alveg tvö vistkerfi út úr þeirri mynd er ekki hægt að halda áfram.“Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish.Mynd/FriðrikHann segir að nú sé málið í raun orðið pólitískt og stjórnvöld þurfi að ákveða hvort að reka eigi sjókvíaeldi á Íslandi. Hugsanlega þurfi nú að slátra fiskum og óvissa fyrir starfsfólk sé óþolandi. Þetta sé sérstaklega sárt þar sem ekki sé við fyrirtækið að sakast heldur taldi úrskurðarnefndin mat Skipulagsstofnunar á umhverfisáhrifum sjókvíaledis á svæðinu ekki geta verið grundvöllur leyfisveitingarinnar þar sem umfjöllun um aðra valkosti hafi skort. „Við sem fyrirtæki og starfsmenn gerðum ekki neitt rangt eins og kemur fram í úrskurðinum,“ segir Sigurður. „Heldur er um ákveðið formsatriði að ræða sem virðist hafa brugðist að mati úrskurðarnefndar. Það er svolítið slæmt ef að það á að bitna á starfsfólki og atvinnurekstri“
Fiskeldi Tálknafjörður Vesturbyggð Tengdar fréttir Stefnir að frumvarpi um fiskeldi á þessu þingi Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir úrskurði sem fella úr gildi rekstrarleyfi tveggja fiskeldisfyrirtækja til sjókvíaeldis á Vestfjörðum gefa tilefni til að endurskoða regluverk um leyfisveitingar. Hann stefnir á að leggja fram frumvarp að lögum um fiskeldi í vetur. Málið er í algjörum forgangi hjá Matvælastofnun og fyrirtækin hafa óskað eftir frestun réttaráhrifa. 1. október 2018 18:07 Starfsleyfi laxeldisfyrirtækja felld úr gildi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi starfsleyfi laxeldisfyrirtækjanna Arctic Sea Farm og Fjarðarlax fyrir samtals 17.500 tonna ársframleiðslu á laxi í sjókvíum á Patreksfirði og Tálknafirði. 4. október 2018 17:22 Úrskurðir um laxeldi í sjókvíum hafa vakið hörð viðbrögð Úrskurðirnir hafa vakið hörð viðbrögð bæði sveitarstjórnarmanna og ýmissa þingmanna. Farið hefur verið fram á að réttaráhrifum þeirra verði frestað. 2. október 2018 23:38 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sjá meira
Stefnir að frumvarpi um fiskeldi á þessu þingi Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir úrskurði sem fella úr gildi rekstrarleyfi tveggja fiskeldisfyrirtækja til sjókvíaeldis á Vestfjörðum gefa tilefni til að endurskoða regluverk um leyfisveitingar. Hann stefnir á að leggja fram frumvarp að lögum um fiskeldi í vetur. Málið er í algjörum forgangi hjá Matvælastofnun og fyrirtækin hafa óskað eftir frestun réttaráhrifa. 1. október 2018 18:07
Starfsleyfi laxeldisfyrirtækja felld úr gildi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi starfsleyfi laxeldisfyrirtækjanna Arctic Sea Farm og Fjarðarlax fyrir samtals 17.500 tonna ársframleiðslu á laxi í sjókvíum á Patreksfirði og Tálknafirði. 4. október 2018 17:22
Úrskurðir um laxeldi í sjókvíum hafa vakið hörð viðbrögð Úrskurðirnir hafa vakið hörð viðbrögð bæði sveitarstjórnarmanna og ýmissa þingmanna. Farið hefur verið fram á að réttaráhrifum þeirra verði frestað. 2. október 2018 23:38