Orkuveitan og kynlífs-költið Sif Sigmarsdóttir skrifar 6. október 2018 10:00 Mildan vormorgun árið 2011 gekk Catherine Oxenberg eftir Venice Beach í Los Angeles ásamt nítján ára dóttur sinni, Indiu. India átti sér þann draum heitastan að opna bakarí og hafði Catherine skráð mæðgurnar á námskeið í rekstri fyrirtækja. Þann dag upphófst áralöng martröð kvennanna tveggja. Sex árum síðar fékk Catherine símtal frá kunningjakonu. „Þú verður að bjarga Indiu.“ Þegar Catherine hitti Indiu næst var hún horuð, fáskiptin, sljó og farin að missa hárið. Catherine vildi helst ekki spyrja – hún óttaðist svarið. En líf dóttur hennar lá við. „Er búið að brennimerkja þig?“ India hikaði. „Já, mamma, það er búið að brennimerkja mig. Og hvað með það?“Örþrifaráð Í mars síðastliðnum var Keith Raniere, leiðtogi „sjálfhjálparhópsins“ NXIVM, handtekinn grunaður um mansal og kynlífsþrælkun. Var honum gefið að sök að halda úti þaulskipulögðu „þrælakerfi“ þar sem konum var gert að stunda með honum kynlíf, þær voru sveltar, heilaþvegnar og brennimerktar með upphafsstöfum hans. Það sem Catherine Oxenberg hafði talið námskeið um fyrirtækjarekstur reyndist sjálfstyrkingarnámskeið NXIVM. India gekk til liðs við samtökin og sökk djúpt í kviksyndi sértrúarsafnaðarins. Þegar Catherine missti allt samband við dóttur sína einsetti hún sér að heimta hana úr helju. Catherine tókst að fá Indiu til að mæta á fund með fjölskyldunni. India lét ekki segjast. Næst leitaði Catherine til lögreglunnar. Enginn vildi hlusta. Catherine átti ekki annarra kosta völ en að grípa til örþrifaráða. Hún fór með málið í fjölmiðla. Eftir að Catherine, sem þekkt er fyrir leik sinn í sápuóperunni Dynasty, lýsti vegferð dóttur sinnar í dagblaðinu The New York Times gengu yfirvöld loks í málið. Réttarhöld yfir Raniere hefjast í janúar næstkomandi.Hrollvekjandi snertiflötur Skandall skekur Orkuveitu Reykjavíkur. Skemmst er frá því að segja að Bjarni Már Júlíusson var rekinn úr stöðu framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar, dótturfélags OR, fyrir óviðeigandi hegðun og Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, steig tímabundið til hliðar á meðan úttekt er gerð á vinnustaðamenningu fyrirtækisins. Aðdragandi málsins er brottrekstur Áslaugar Thelmu Einarsdóttur sem gegndi starfi forstöðumanns einstaklingsmarkaðar Orku náttúrunnar. Telur Áslaug að rekja megi uppsögn sína til þess að hún hafi ítrekað kvartað við starfsmannastjóra fyrirtækisins undan óviðeigandi hegðun Bjarna Más í garð kvenkyns starfsmanna og viðskiptavina fyrirtækisins. Til að forða lögfræðideild Orkuveitunnar frá því að fara á límingunum skal það tekið fram strax að hér stendur alls ekki til að líkja fyrirtækjamenningu OR við sóðalegan kynlífs-költ. Við bíðum eftir niðurstöðum úttektarinnar. Það er þó hrollvekjandi snertiflötur á máli Orku náttúrunnar og NXIVM.Rotin vinnustaðamenning #metoo byltingin hófst er leikkonur í Hollywood greindu annars vegar frá kynferðisofbeldi sem þær höfðu orðið fyrir í starfi og hins vegar atvinnumissi í kjölfar þess að þær reyndu að segja frá. Flestum var ljóst í kjölfar #metoo að fauskum og níðingum yrði ekki útrýmt með einu myllumerki. Eitt töldu þó flestir hafa áunnist: Þögnin var rofin. Mál Áslaugar bendir hins vegar til annars. Í átján mánuði kvartaði Áslaug undan hegðun yfirmanns eftir þeim boðleiðum sem OR bauð upp á. Á hana var þó ekki hlustað fyrr en hún greip til örþrifaráða – þeirra sömu og Catherine Oxenberg. Ekkert var gert til að huga að rotinni vinnustaðamenningu OR fyrr en málið rataði í fjölmiðla. Á dögunum kom út bók um mál Catherine Oxenberg. Endalokin eru hamingjurík: Catherine og dóttir hennar eru sameinaðar á ný. Áslaug hefur hins vegar ekki fengið lok sinna mála. Áhorfendur bíða óþreyjufullir lokaþáttar sápuóperunnar Skömm Orkuveitunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Mildan vormorgun árið 2011 gekk Catherine Oxenberg eftir Venice Beach í Los Angeles ásamt nítján ára dóttur sinni, Indiu. India átti sér þann draum heitastan að opna bakarí og hafði Catherine skráð mæðgurnar á námskeið í rekstri fyrirtækja. Þann dag upphófst áralöng martröð kvennanna tveggja. Sex árum síðar fékk Catherine símtal frá kunningjakonu. „Þú verður að bjarga Indiu.“ Þegar Catherine hitti Indiu næst var hún horuð, fáskiptin, sljó og farin að missa hárið. Catherine vildi helst ekki spyrja – hún óttaðist svarið. En líf dóttur hennar lá við. „Er búið að brennimerkja þig?“ India hikaði. „Já, mamma, það er búið að brennimerkja mig. Og hvað með það?“Örþrifaráð Í mars síðastliðnum var Keith Raniere, leiðtogi „sjálfhjálparhópsins“ NXIVM, handtekinn grunaður um mansal og kynlífsþrælkun. Var honum gefið að sök að halda úti þaulskipulögðu „þrælakerfi“ þar sem konum var gert að stunda með honum kynlíf, þær voru sveltar, heilaþvegnar og brennimerktar með upphafsstöfum hans. Það sem Catherine Oxenberg hafði talið námskeið um fyrirtækjarekstur reyndist sjálfstyrkingarnámskeið NXIVM. India gekk til liðs við samtökin og sökk djúpt í kviksyndi sértrúarsafnaðarins. Þegar Catherine missti allt samband við dóttur sína einsetti hún sér að heimta hana úr helju. Catherine tókst að fá Indiu til að mæta á fund með fjölskyldunni. India lét ekki segjast. Næst leitaði Catherine til lögreglunnar. Enginn vildi hlusta. Catherine átti ekki annarra kosta völ en að grípa til örþrifaráða. Hún fór með málið í fjölmiðla. Eftir að Catherine, sem þekkt er fyrir leik sinn í sápuóperunni Dynasty, lýsti vegferð dóttur sinnar í dagblaðinu The New York Times gengu yfirvöld loks í málið. Réttarhöld yfir Raniere hefjast í janúar næstkomandi.Hrollvekjandi snertiflötur Skandall skekur Orkuveitu Reykjavíkur. Skemmst er frá því að segja að Bjarni Már Júlíusson var rekinn úr stöðu framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar, dótturfélags OR, fyrir óviðeigandi hegðun og Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, steig tímabundið til hliðar á meðan úttekt er gerð á vinnustaðamenningu fyrirtækisins. Aðdragandi málsins er brottrekstur Áslaugar Thelmu Einarsdóttur sem gegndi starfi forstöðumanns einstaklingsmarkaðar Orku náttúrunnar. Telur Áslaug að rekja megi uppsögn sína til þess að hún hafi ítrekað kvartað við starfsmannastjóra fyrirtækisins undan óviðeigandi hegðun Bjarna Más í garð kvenkyns starfsmanna og viðskiptavina fyrirtækisins. Til að forða lögfræðideild Orkuveitunnar frá því að fara á límingunum skal það tekið fram strax að hér stendur alls ekki til að líkja fyrirtækjamenningu OR við sóðalegan kynlífs-költ. Við bíðum eftir niðurstöðum úttektarinnar. Það er þó hrollvekjandi snertiflötur á máli Orku náttúrunnar og NXIVM.Rotin vinnustaðamenning #metoo byltingin hófst er leikkonur í Hollywood greindu annars vegar frá kynferðisofbeldi sem þær höfðu orðið fyrir í starfi og hins vegar atvinnumissi í kjölfar þess að þær reyndu að segja frá. Flestum var ljóst í kjölfar #metoo að fauskum og níðingum yrði ekki útrýmt með einu myllumerki. Eitt töldu þó flestir hafa áunnist: Þögnin var rofin. Mál Áslaugar bendir hins vegar til annars. Í átján mánuði kvartaði Áslaug undan hegðun yfirmanns eftir þeim boðleiðum sem OR bauð upp á. Á hana var þó ekki hlustað fyrr en hún greip til örþrifaráða – þeirra sömu og Catherine Oxenberg. Ekkert var gert til að huga að rotinni vinnustaðamenningu OR fyrr en málið rataði í fjölmiðla. Á dögunum kom út bók um mál Catherine Oxenberg. Endalokin eru hamingjurík: Catherine og dóttir hennar eru sameinaðar á ný. Áslaug hefur hins vegar ekki fengið lok sinna mála. Áhorfendur bíða óþreyjufullir lokaþáttar sápuóperunnar Skömm Orkuveitunnar.
Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun