Skipan Bretts Kavanaugh staðfest Margrét Helga Erlingsdóttir og Sylvía Hall skrifa 6. október 2018 20:07 Tilnefning Kavanaugh hefur verið afar umdeild og stigu fram þrjár konur sem sökuðu hann um kynferðislegt misferli, þar á meðal sálfræðiprófessorinn Christine Blasey Ford sem gaf vitnisburð sinn fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings fyrir rúmri viku. Vísir/EPA Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti rétt í þessu skipun Bretts Kavanaugh í embætti dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna en 50 greiddu atvæði með skipun hans gegn 48. Á annað þúsund mótmælenda komu saman fyrir utan þinghúsið í Washington. Á meðan á atkvæðagreiðslunni stóð mátti heyra ítrekað kallað „skömm“ af þingpöllunum með þeim afleiðingum að Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, fann sig knúinn til að reyna á koma á friði í þingsal að því er breska ríkisútvarpið greinir frá. Atkvæðagreiðslan fór nokkurn veginn eins og gert hafði verið ráð fyrir en nær allir kusu eftir flokkslínunum fyrir utan þau Lisu Murkowski, repúblikana, sem sat hjá og Joe Manchin, demókrata, sem greiddi atkvæði með staðfestingu Kavanaughs. Steve Daines, öldungadeildarþingmaður Repúblikana frá Montanafylki, var fjarverandi sökum þess að dóttir gifti sig á sama degi og atkvæðagreiðslan fór fram. Tilnefning Kavanaugh hefur verið afar umdeild og stigu fram þrjár konur sem sökuðu hann um kynferðislegt misferli, þar á meðal sálfræðiprófessorinn Christine Blasey Ford sem gaf vitnisburð sinn fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings fyrir rúmri viku. Þá hafa meðal annars brotist út mótmæli eftir að fréttir þess efnis tóku að spyrjast út en greint var frá því í gær að hundruð mótmælenda voru handteknir fyrir framan þinghúsið.Á annað þúsund mótmæltu við þinghúsið.vísir/apAlríkislögreglan í Bandaríkjunum hefur rannsakað ásakanir á hendur Kavanaugh en alvarlegasta ásökunin er vafalítið frásögn Fords. Síðast þegar dómari var staðfestur með svo litlum mun var þegar George W. Bush tilnefndi Clarence Thomas árið 1991. Í kjölfarið komu fram ásakanir á hendur honum vegna kynferðislegrar áreitni í garð lögfræðingsins Anitu Hill. Atkvæðagreiðslan fór 52-48 og hefur hann verið dómari við Hæstarétt í 27 ár. Donald Trump fagnar niðurstöðu öldungadeildar á Twitter-síðu sinni og lofar Kavanaugh, en dómarinn verður svarinn í embætti nú á næstu klukkutímum. I applaud and congratulate the U.S. Senate for confirming our GREAT NOMINEE, Judge Brett Kavanaugh, to the United States Supreme Court. Later today, I will sign his Commission of Appointment, and he will be officially sworn in. Very exciting! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) 6 October 2018 Tengdar fréttir Skipan Kavanaugh svo gott sem í höfn Þingkona repúblikana og þingmaður demókrata lýstu því yfir að þau myndu greiða Brett Kavanaugh atkvæði sitt. Búist er við því að öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti skipan hans sem hæstaréttardómara á morgun. 5. október 2018 20:15 Kosið um Kavanaugh á morgun Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti rétt í þessu að setja tímamörk á umræður fyrir atkvæðagreiðsluna um dómaraefnið Brett Kavanaugh. 5. október 2018 15:14 Hundruð mótmælenda handteknir í mótmælum gegn Kavanaugh Hundruð mótmælenda voru færðir í varðhald lögreglu fyrir utan byggingu Hæstaréttar Bandaríkjanna í nótt þar sem þeir mótmæltu Brett Kavanaugh, sem tilnefndur er af Bandaríkjaforseta til að taka sæti í Hæstarétti landsins. 5. október 2018 07:13 Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti rétt í þessu skipun Bretts Kavanaugh í embætti dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna en 50 greiddu atvæði með skipun hans gegn 48. Á annað þúsund mótmælenda komu saman fyrir utan þinghúsið í Washington. Á meðan á atkvæðagreiðslunni stóð mátti heyra ítrekað kallað „skömm“ af þingpöllunum með þeim afleiðingum að Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, fann sig knúinn til að reyna á koma á friði í þingsal að því er breska ríkisútvarpið greinir frá. Atkvæðagreiðslan fór nokkurn veginn eins og gert hafði verið ráð fyrir en nær allir kusu eftir flokkslínunum fyrir utan þau Lisu Murkowski, repúblikana, sem sat hjá og Joe Manchin, demókrata, sem greiddi atkvæði með staðfestingu Kavanaughs. Steve Daines, öldungadeildarþingmaður Repúblikana frá Montanafylki, var fjarverandi sökum þess að dóttir gifti sig á sama degi og atkvæðagreiðslan fór fram. Tilnefning Kavanaugh hefur verið afar umdeild og stigu fram þrjár konur sem sökuðu hann um kynferðislegt misferli, þar á meðal sálfræðiprófessorinn Christine Blasey Ford sem gaf vitnisburð sinn fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings fyrir rúmri viku. Þá hafa meðal annars brotist út mótmæli eftir að fréttir þess efnis tóku að spyrjast út en greint var frá því í gær að hundruð mótmælenda voru handteknir fyrir framan þinghúsið.Á annað þúsund mótmæltu við þinghúsið.vísir/apAlríkislögreglan í Bandaríkjunum hefur rannsakað ásakanir á hendur Kavanaugh en alvarlegasta ásökunin er vafalítið frásögn Fords. Síðast þegar dómari var staðfestur með svo litlum mun var þegar George W. Bush tilnefndi Clarence Thomas árið 1991. Í kjölfarið komu fram ásakanir á hendur honum vegna kynferðislegrar áreitni í garð lögfræðingsins Anitu Hill. Atkvæðagreiðslan fór 52-48 og hefur hann verið dómari við Hæstarétt í 27 ár. Donald Trump fagnar niðurstöðu öldungadeildar á Twitter-síðu sinni og lofar Kavanaugh, en dómarinn verður svarinn í embætti nú á næstu klukkutímum. I applaud and congratulate the U.S. Senate for confirming our GREAT NOMINEE, Judge Brett Kavanaugh, to the United States Supreme Court. Later today, I will sign his Commission of Appointment, and he will be officially sworn in. Very exciting! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) 6 October 2018
Tengdar fréttir Skipan Kavanaugh svo gott sem í höfn Þingkona repúblikana og þingmaður demókrata lýstu því yfir að þau myndu greiða Brett Kavanaugh atkvæði sitt. Búist er við því að öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti skipan hans sem hæstaréttardómara á morgun. 5. október 2018 20:15 Kosið um Kavanaugh á morgun Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti rétt í þessu að setja tímamörk á umræður fyrir atkvæðagreiðsluna um dómaraefnið Brett Kavanaugh. 5. október 2018 15:14 Hundruð mótmælenda handteknir í mótmælum gegn Kavanaugh Hundruð mótmælenda voru færðir í varðhald lögreglu fyrir utan byggingu Hæstaréttar Bandaríkjanna í nótt þar sem þeir mótmæltu Brett Kavanaugh, sem tilnefndur er af Bandaríkjaforseta til að taka sæti í Hæstarétti landsins. 5. október 2018 07:13 Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Skipan Kavanaugh svo gott sem í höfn Þingkona repúblikana og þingmaður demókrata lýstu því yfir að þau myndu greiða Brett Kavanaugh atkvæði sitt. Búist er við því að öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti skipan hans sem hæstaréttardómara á morgun. 5. október 2018 20:15
Kosið um Kavanaugh á morgun Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti rétt í þessu að setja tímamörk á umræður fyrir atkvæðagreiðsluna um dómaraefnið Brett Kavanaugh. 5. október 2018 15:14
Hundruð mótmælenda handteknir í mótmælum gegn Kavanaugh Hundruð mótmælenda voru færðir í varðhald lögreglu fyrir utan byggingu Hæstaréttar Bandaríkjanna í nótt þar sem þeir mótmæltu Brett Kavanaugh, sem tilnefndur er af Bandaríkjaforseta til að taka sæti í Hæstarétti landsins. 5. október 2018 07:13