Örin Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 8. október 2018 07:00 Erfið áföll í æsku setja mark sitt á þann sem fyrir þeim verður, iðulega svo mikil að einstaklingurinn verður aldrei aftur sá sami og hann var. Jafnvel þótt hann beri sig vel er hann ætíð með ör á sálinni. En örið kann líka að vera annars staðar. Stutt er síðan sjá mátti litla frétt á netinu, sem ekki vakti mikla athygli. Hún var eins og neðanmálsgrein innan um stóru fréttirnar. Samt er þetta ansi merkileg frétt sem fjallar einmitt um ör. Hún snýst um rannsókn vísindamanna við háskólann í Bresku-Kólumbíu en niðurstöður hennar sýna að áföll sem börn verða fyrir af völdum misnotkunar geta skilið eftir sig ör í frumum líkamans. Þannig virðist sem áföll geti breytt erfðavísum. Í lok fréttarinnar kom fram að áframhaldandi rannsóknir gætu sýnt fram á hvort áhrif áfalla erfist á milli kynslóða, og tekið var fram að margar kenningar væru til um slíkt. Víst er að áföll í æsku setja mark sitt á sálarlíf þeirra sem fyrir þeim verða og líklegt er að þau komi einnig niður á líkamlegri heilsu. Kenningar um að áhrif slíkra áfalla geti fylgt næstu kynslóð eru ansi sláandi. Í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem sannarlega er göfugt plagg, segir á einum stað að börn eigi rétt á vernd gegn hvers kyns líkamlegu, andlegu og kynferðislegu ofbeldi og misnotkun. Þar er einnig getið um þá skyldu stjórnvalda að veita börnum sem sætt hafa illri meðferð viðeigandi stuðning. Að eiga rétt á einhverju jafngildir ekki því að sá réttur sé virtur. Því jafnheitt og við óskum þess að börn fái að njóta æskunnar og séu ekki rænd henni, þá blasir sú staðreynd við að á hverjum tíma ganga níðingar lausir og eitra umhverfi sitt. Það er skylda allra siðaðra manna að veita illskunni mótspyrnu. Ein leið til þess er að sýna börnum umhyggju, hlúa að þeim og vera vakandi yfir velferð þeirra, þannig að þau viti af stað þar sem þau eiga alltaf öruggt athvarf. Börn verða að vera viss um að þau geti leitað til fullorðinna, sagt þeim frá grimmdinni sem þau hafa verið beitt og fengið hjálp. Þau eiga ekki að þurfa að lifa lífinu þannig að þau byrgi inni tilfinningar sínar og þegi um ofbeldið sem skapar þeim svo mikla þjáningu. Hin sára staðreynd er síðan sú að ekki komast allir lifandi frá þessum áföllum heldur svipta sig lífi. Þeim barst ekki hjálp í tíma. Hinn dáði listamaður Bubbi Morthens hefur tjáð sig um kynferðisofbeldi sem hann varð fyrir í æsku og hefur markað allt hans líf. Hann segist loks vera orðinn frjáls, rúmlega sextugur. Skilaboð hans eru þau að til sé lausn við áföllum eins og þessum og að hægt sé að vinna sig út úr þeim með hjálp fagaðila. Bubbi er dæmi um einstakling sem fékk hjálp, gat brotið hlekki og orðið frjáls. Þetta eru mikilvæg skilaboð til þeirra sem hafa verið eða eru í sömu sporum og Bubbi var þegar níðingur eitraði framtíð hans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Erfið áföll í æsku setja mark sitt á þann sem fyrir þeim verður, iðulega svo mikil að einstaklingurinn verður aldrei aftur sá sami og hann var. Jafnvel þótt hann beri sig vel er hann ætíð með ör á sálinni. En örið kann líka að vera annars staðar. Stutt er síðan sjá mátti litla frétt á netinu, sem ekki vakti mikla athygli. Hún var eins og neðanmálsgrein innan um stóru fréttirnar. Samt er þetta ansi merkileg frétt sem fjallar einmitt um ör. Hún snýst um rannsókn vísindamanna við háskólann í Bresku-Kólumbíu en niðurstöður hennar sýna að áföll sem börn verða fyrir af völdum misnotkunar geta skilið eftir sig ör í frumum líkamans. Þannig virðist sem áföll geti breytt erfðavísum. Í lok fréttarinnar kom fram að áframhaldandi rannsóknir gætu sýnt fram á hvort áhrif áfalla erfist á milli kynslóða, og tekið var fram að margar kenningar væru til um slíkt. Víst er að áföll í æsku setja mark sitt á sálarlíf þeirra sem fyrir þeim verða og líklegt er að þau komi einnig niður á líkamlegri heilsu. Kenningar um að áhrif slíkra áfalla geti fylgt næstu kynslóð eru ansi sláandi. Í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem sannarlega er göfugt plagg, segir á einum stað að börn eigi rétt á vernd gegn hvers kyns líkamlegu, andlegu og kynferðislegu ofbeldi og misnotkun. Þar er einnig getið um þá skyldu stjórnvalda að veita börnum sem sætt hafa illri meðferð viðeigandi stuðning. Að eiga rétt á einhverju jafngildir ekki því að sá réttur sé virtur. Því jafnheitt og við óskum þess að börn fái að njóta æskunnar og séu ekki rænd henni, þá blasir sú staðreynd við að á hverjum tíma ganga níðingar lausir og eitra umhverfi sitt. Það er skylda allra siðaðra manna að veita illskunni mótspyrnu. Ein leið til þess er að sýna börnum umhyggju, hlúa að þeim og vera vakandi yfir velferð þeirra, þannig að þau viti af stað þar sem þau eiga alltaf öruggt athvarf. Börn verða að vera viss um að þau geti leitað til fullorðinna, sagt þeim frá grimmdinni sem þau hafa verið beitt og fengið hjálp. Þau eiga ekki að þurfa að lifa lífinu þannig að þau byrgi inni tilfinningar sínar og þegi um ofbeldið sem skapar þeim svo mikla þjáningu. Hin sára staðreynd er síðan sú að ekki komast allir lifandi frá þessum áföllum heldur svipta sig lífi. Þeim barst ekki hjálp í tíma. Hinn dáði listamaður Bubbi Morthens hefur tjáð sig um kynferðisofbeldi sem hann varð fyrir í æsku og hefur markað allt hans líf. Hann segist loks vera orðinn frjáls, rúmlega sextugur. Skilaboð hans eru þau að til sé lausn við áföllum eins og þessum og að hægt sé að vinna sig út úr þeim með hjálp fagaðila. Bubbi er dæmi um einstakling sem fékk hjálp, gat brotið hlekki og orðið frjáls. Þetta eru mikilvæg skilaboð til þeirra sem hafa verið eða eru í sömu sporum og Bubbi var þegar níðingur eitraði framtíð hans.
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun