Trump-liðar telja sig svikna af Taylor Swift Samúel Karl Ólason skrifar 9. október 2018 11:15 Taylor Swift hefur lengi verið dáð meðal hins hægrisins, en ekki lengur. Getty/Samir Hussein Yfirlýsing Taylor Swift um að hún ætli sér að kjósa Demókrata í þingkosningunum í Bandaríkjunum í nóvember kom stuðningsmönnum Donald Trump forseta, á spjallborðunum Reddit og 4chan, verulega á óvart. Þeir virðast sannfærðir um að hún hafi ekki skrifað yfirlýsinguna sjálf, enda hafa þeir um árabil verið sannfærðir um að Swift sjálf styðji Trump og málstað þeirra. Swift hefur oft á tíðum verið hyllt á spjallborðum Reddit og 4chan og því hefur jafnvel verið haldið fram að hún hafi sjálf tekið virkan þátt í umræðunni undir dulnefni. Ein ástæða þess að stuðningsmenn Trump á 4chan telja Taylor Swift stuðningsmann Trump snýr að nafninu á ketti hennar. Swift nefndi köttinn sinn Meredith í nóvember 2011. Um svipað leyti var virkur þráður á 4chan sem snerist um nafnakeppni hjá köttum. Nafnið Meredith bar sigur úr býtum. Síðar hefur komið í ljós að Swift nefndi kött sinn Meredith nokkrum dögum fyrir keppnina en það virðist ekki skipta stuðningsmenn Trump máli. Í kjölfarið voru fleiri og mis-gáfulegar kenningar dregnar fram í dagsljósið og hefur því meðal annars verið haldið fram að Swift sé nasisti í laumi.Hinn umdeildi Milo Yiannopoulos skrifaði grein á Breitbart þar sem hann fjallaði um aðdáun „hins-hægrisins“ á Taylor Swift. Þeir trúðu því að hún væri sammála þeim en þyrfti að fela skoðanir sínar vegna þess hve framsækinn tónlistariðnaðurinn væri.Notendur Reddit á undirsíðu stuðningsmanna Trump hafa einnig skrifað um mögulegt ástarsamband Kanye West og Taylor Swift þar sem þau eigi bæði að vera sammála um að Trump sé besti forseti Bandaríkjanna. Sá sem hóf þá umræðu bætti þó við eftir yfirlýsingu Swift að hann hefði ekki vitað að Swift hefði gengið vinstrinu á hönd.Ætlar að kjósa Demókrata Svo gerðist það að Swift tjáði sig um stjórnmálin í Bandaríkjunum og sagðist ætla að kjósa Demókrata. Í yfirlýsingu Swift sagðist hún hafa forðast það að ræða stjórnmál opinberlega á árum áður. Skoðun hennar hefði hins vegar breyst vegna atburða í hennar lífi og í heiminum á síðustu tveimur árum. „Ég hef og mun alltaf kjósa eftir því hvor frambjóðandinn mun verja og berjast fyrir þeim mannréttindum sem ég tel að allir eigi skilið í þessu landi,“ skrifaði Swift. Hún sagðist trúa á baráttunni fyrir mannréttindum LGBTQ-fólks og að hvers kyns mismunun sem byggði á kyni eða kynhneigð ætti ekki rétt á sér. Þá sagði hún að kerfisbundinn rasismi gagnvart lituðu fólki í Bandaríkjunum valdi henni ótta og hann væri ógeðslegur. „Ég get ekki kosið einhvern sem mun ekki berjast fyrir velferð allra Bandaríkjamanna, sama hvernig þeir eru á litinn.“ Swift mun kjósa í Tennessee og vék hún máli sínu að þingkonunni Marsha Blackburn sem hefur gefið kost á sér til öldungadeildar Bandaríkjaþings fyrir Repúblikanaflokkinn. Hún sagðist ávalt vilja kjósa konu í embætti en að þessu sinni gæti hún það ekki. „Mér finnst skelfilegt hvernig hún hefur kosið á þingi. Hún kaus gegn jöfnum launum kynjanna. Hún kaus gegn Reauthorization of the Violence Against Women Act sem ætlað var að vernda konur gegn heimilisofbeldi, eltihrellum og nauðgurum. Henni finnst að fyrirtæki eigi rétt á því að neita samkynhneigðum þjónustu. Hún trúir því einnig að þau eigi ekki rétt á því að kjósa,“ skrifaði Swift. Þess í stað sagðist Swift ætla að veita frambjóðendum Demókrataflokksins atkvæði sitt, bæði til fulltrúa- og öldungadeildarinnar. Þá hvatti hún ungt fólk til þess að kjósa og til þess að kynna sér frambjóðendur gaumgæfilega. View this post on InstagramI’m writing this post about the upcoming midterm elections on November 6th, in which I’ll be voting in the state of Tennessee. In the past I’ve been reluctant to publicly voice my political opinions, but due to several events in my life and in the world in the past two years, I feel very differently about that now. I always have and always will cast my vote based on which candidate will protect and fight for the human rights I believe we all deserve in this country. I believe in the fight for LGBTQ rights, and that any form of discrimination based on sexual orientation or gender is WRONG. I believe that the systemic racism we still see in this country towards people of color is terrifying, sickening and prevalent. I cannot vote for someone who will not be willing to fight for dignity for ALL Americans, no matter their skin color, gender or who they love. Running for Senate in the state of Tennessee is a woman named Marsha Blackburn. As much as I have in the past and would like to continue voting for women in office, I cannot support Marsha Blackburn. Her voting record in Congress appalls and terrifies me. She voted against equal pay for women. She voted against the Reauthorization of the Violence Against Women Act, which attempts to protect women from domestic violence, stalking, and date rape. She believes businesses have a right to refuse service to gay couples. She also believes they should not have the right to marry. These are not MY Tennessee values. I will be voting for Phil Bredesen for Senate and Jim Cooper for House of Representatives. Please, please educate yourself on the candidates running in your state and vote based on who most closely represents your values. For a lot of us, we may never find a candidate or party with whom we agree 100% on every issue, but we have to vote anyway. So many intelligent, thoughtful, self-possessed people have turned 18 in the past two years and now have the right and privilege to make their vote count. But first you need to register, which is quick and easy to do. October 9th is the LAST DAY to register to vote in the state of TN. Go to vote.org and you can find all the info. Happy Voting! A post shared by Taylor Swift (@taylorswift) on Oct 7, 2018 at 4:33pm PDTSamkvæmt Washington Post hafa vangaveltur um hin meintu svik Swift tekið umræðuna yfir á spjallborðum hægri sinnaðra netverja í Bandaríkjunum. Margir lýstu því yfir að þeir væru ekki lengur aðdáendur hennar. Einn notandi Reddit sagði að um 90 prósent stuðningsmanna Trump hefðu talið Swift vera „stúlkuna þeirra“, eins og hann orðaði það, en svo væri ekki lengur.Fleiri slógu á svipaða strengi og einhverir gripu jafnvel til hótana. Swift myndi sjá eftir því að reita 4chan til reiði. Blaðamaður Washington Post bendir á að ein mynd, svokallað meme, hafi fangað stemninguna hvað best. Sú mynd var af grátandi froski, sem kallast Pepe, þar sem hann var við það að skjóta sig í höfuðið. Trump sagði við blaðamenn í gær að hann væri viss um að Taylor Swift vissi ekkert um Marsha Blackburn og að honum væri um 25 prósentum minna vel við Swift í kjölfar yfirlýsingar hennar. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Fleiri fréttir Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Sjá meira
Yfirlýsing Taylor Swift um að hún ætli sér að kjósa Demókrata í þingkosningunum í Bandaríkjunum í nóvember kom stuðningsmönnum Donald Trump forseta, á spjallborðunum Reddit og 4chan, verulega á óvart. Þeir virðast sannfærðir um að hún hafi ekki skrifað yfirlýsinguna sjálf, enda hafa þeir um árabil verið sannfærðir um að Swift sjálf styðji Trump og málstað þeirra. Swift hefur oft á tíðum verið hyllt á spjallborðum Reddit og 4chan og því hefur jafnvel verið haldið fram að hún hafi sjálf tekið virkan þátt í umræðunni undir dulnefni. Ein ástæða þess að stuðningsmenn Trump á 4chan telja Taylor Swift stuðningsmann Trump snýr að nafninu á ketti hennar. Swift nefndi köttinn sinn Meredith í nóvember 2011. Um svipað leyti var virkur þráður á 4chan sem snerist um nafnakeppni hjá köttum. Nafnið Meredith bar sigur úr býtum. Síðar hefur komið í ljós að Swift nefndi kött sinn Meredith nokkrum dögum fyrir keppnina en það virðist ekki skipta stuðningsmenn Trump máli. Í kjölfarið voru fleiri og mis-gáfulegar kenningar dregnar fram í dagsljósið og hefur því meðal annars verið haldið fram að Swift sé nasisti í laumi.Hinn umdeildi Milo Yiannopoulos skrifaði grein á Breitbart þar sem hann fjallaði um aðdáun „hins-hægrisins“ á Taylor Swift. Þeir trúðu því að hún væri sammála þeim en þyrfti að fela skoðanir sínar vegna þess hve framsækinn tónlistariðnaðurinn væri.Notendur Reddit á undirsíðu stuðningsmanna Trump hafa einnig skrifað um mögulegt ástarsamband Kanye West og Taylor Swift þar sem þau eigi bæði að vera sammála um að Trump sé besti forseti Bandaríkjanna. Sá sem hóf þá umræðu bætti þó við eftir yfirlýsingu Swift að hann hefði ekki vitað að Swift hefði gengið vinstrinu á hönd.Ætlar að kjósa Demókrata Svo gerðist það að Swift tjáði sig um stjórnmálin í Bandaríkjunum og sagðist ætla að kjósa Demókrata. Í yfirlýsingu Swift sagðist hún hafa forðast það að ræða stjórnmál opinberlega á árum áður. Skoðun hennar hefði hins vegar breyst vegna atburða í hennar lífi og í heiminum á síðustu tveimur árum. „Ég hef og mun alltaf kjósa eftir því hvor frambjóðandinn mun verja og berjast fyrir þeim mannréttindum sem ég tel að allir eigi skilið í þessu landi,“ skrifaði Swift. Hún sagðist trúa á baráttunni fyrir mannréttindum LGBTQ-fólks og að hvers kyns mismunun sem byggði á kyni eða kynhneigð ætti ekki rétt á sér. Þá sagði hún að kerfisbundinn rasismi gagnvart lituðu fólki í Bandaríkjunum valdi henni ótta og hann væri ógeðslegur. „Ég get ekki kosið einhvern sem mun ekki berjast fyrir velferð allra Bandaríkjamanna, sama hvernig þeir eru á litinn.“ Swift mun kjósa í Tennessee og vék hún máli sínu að þingkonunni Marsha Blackburn sem hefur gefið kost á sér til öldungadeildar Bandaríkjaþings fyrir Repúblikanaflokkinn. Hún sagðist ávalt vilja kjósa konu í embætti en að þessu sinni gæti hún það ekki. „Mér finnst skelfilegt hvernig hún hefur kosið á þingi. Hún kaus gegn jöfnum launum kynjanna. Hún kaus gegn Reauthorization of the Violence Against Women Act sem ætlað var að vernda konur gegn heimilisofbeldi, eltihrellum og nauðgurum. Henni finnst að fyrirtæki eigi rétt á því að neita samkynhneigðum þjónustu. Hún trúir því einnig að þau eigi ekki rétt á því að kjósa,“ skrifaði Swift. Þess í stað sagðist Swift ætla að veita frambjóðendum Demókrataflokksins atkvæði sitt, bæði til fulltrúa- og öldungadeildarinnar. Þá hvatti hún ungt fólk til þess að kjósa og til þess að kynna sér frambjóðendur gaumgæfilega. View this post on InstagramI’m writing this post about the upcoming midterm elections on November 6th, in which I’ll be voting in the state of Tennessee. In the past I’ve been reluctant to publicly voice my political opinions, but due to several events in my life and in the world in the past two years, I feel very differently about that now. I always have and always will cast my vote based on which candidate will protect and fight for the human rights I believe we all deserve in this country. I believe in the fight for LGBTQ rights, and that any form of discrimination based on sexual orientation or gender is WRONG. I believe that the systemic racism we still see in this country towards people of color is terrifying, sickening and prevalent. I cannot vote for someone who will not be willing to fight for dignity for ALL Americans, no matter their skin color, gender or who they love. Running for Senate in the state of Tennessee is a woman named Marsha Blackburn. As much as I have in the past and would like to continue voting for women in office, I cannot support Marsha Blackburn. Her voting record in Congress appalls and terrifies me. She voted against equal pay for women. She voted against the Reauthorization of the Violence Against Women Act, which attempts to protect women from domestic violence, stalking, and date rape. She believes businesses have a right to refuse service to gay couples. She also believes they should not have the right to marry. These are not MY Tennessee values. I will be voting for Phil Bredesen for Senate and Jim Cooper for House of Representatives. Please, please educate yourself on the candidates running in your state and vote based on who most closely represents your values. For a lot of us, we may never find a candidate or party with whom we agree 100% on every issue, but we have to vote anyway. So many intelligent, thoughtful, self-possessed people have turned 18 in the past two years and now have the right and privilege to make their vote count. But first you need to register, which is quick and easy to do. October 9th is the LAST DAY to register to vote in the state of TN. Go to vote.org and you can find all the info. Happy Voting! A post shared by Taylor Swift (@taylorswift) on Oct 7, 2018 at 4:33pm PDTSamkvæmt Washington Post hafa vangaveltur um hin meintu svik Swift tekið umræðuna yfir á spjallborðum hægri sinnaðra netverja í Bandaríkjunum. Margir lýstu því yfir að þeir væru ekki lengur aðdáendur hennar. Einn notandi Reddit sagði að um 90 prósent stuðningsmanna Trump hefðu talið Swift vera „stúlkuna þeirra“, eins og hann orðaði það, en svo væri ekki lengur.Fleiri slógu á svipaða strengi og einhverir gripu jafnvel til hótana. Swift myndi sjá eftir því að reita 4chan til reiði. Blaðamaður Washington Post bendir á að ein mynd, svokallað meme, hafi fangað stemninguna hvað best. Sú mynd var af grátandi froski, sem kallast Pepe, þar sem hann var við það að skjóta sig í höfuðið. Trump sagði við blaðamenn í gær að hann væri viss um að Taylor Swift vissi ekkert um Marsha Blackburn og að honum væri um 25 prósentum minna vel við Swift í kjölfar yfirlýsingar hennar.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Fleiri fréttir Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Sjá meira