Jón Þór verður næsti landsliðsþjálfari kvenna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. október 2018 16:07 Jón Þór tekur við kvennalandsliðinu en framundan er undankeppni EM 2020. vísir Skagamaðurinn Jón Þór Hauksson verður næsti landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu. Þetta herma heimildir fréttastofu en fótbolti.net greindi frá því í gær að Jón Þór ætti í viðræðum við Knattspyrnusamband Íslands um að taka við stöðu landsliðsþjálfara. Þar kom fram að Ásthildur Helgadóttir, fyrrum landsliðsmaður, yrði aðstoðarmaður Jóns Þórs. Jón Þór var aðstoðarþjálfari karlaliðs Stjörnunnar í sumar. Stjarnan tilkynnti á Twitter í dag að Jón Þór væri hættur. „Stjarnan og Jón Þór Hauksson hafa komist að samkomulagi um starfslok og hefur hann þegar látið af störfum. Jón sem var einn af aðstoðarþjálfurum mfl. karla kom til okkar frá ÍA í janúar síðastliðnum en hann var einkar snöggur að vinna sér hug og hjörtu Stjörnumanna og hefur hann sett skemmtilegan svip á liðið og starfið hjá Stjörnunni á skömmum tíma. Stjarnan þakkar Jóni fyrir sitt framlag til félagsins,“ segir í tilkynningunni og minnt á að hann kveður liðið sem bikarmeistari.Stjarnan og Jón Þór Hauksson hafa komist að samkomulagi um starfslok. Jón var einkar snöggur að vinna sér hug og hjörtu Stjörnumanna og hefur sett skemmtilegan svip á liðið á skömmum tíma. Stjarnan þakkar Jóni fyrir sitt framlag til liðsins. Jón kveður félagið sem bikarmeistari pic.twitter.com/nDBl685FLv — Stjarnan FC (@FCStjarnan) October 9, 2018 Jón Þór og Stjarnan virðast skilja í góðu en Garðabæjarfélagið er þó allt annað en sátt við framgöngu Knattspyrnusambandsins í málinu. Magnús Viðar Heimisson, formaður meistaraflokksráðs Stjörnunnar, segir vinnubrögð sambandsins fyrir neðan allar hellur. Jón Þór hafi komið til Stjörnunar eftir að KSÍ nálgaðist hann og beðið um leyfi til að ræða við KSÍ. „Það er erfitt að keppa við KSÍ,“ segir Magnús Viðar og vísar til þess að þegar félög vilji nálgast leikmenn eigi þau að ræða sín á milli áður en félögin séu nálgust. Það sé skýrt af hálfu KSÍ sem nálgist svo þjálfara íslensku félaganna án leyfis frá félögunum. „Þetta er fyrir neðan allar hellur,“ segir Magnús Viðar. Félagið fordæmi svona vinnubrögð. Stjarnan missti Davíð Snorra Jónsson í fyrra en hann tók við þjálfun 17 ára landsliðs karla. Nú er Jón Þór horfinn á braut. Jón Þór er Skagamaður í húð og hár, fæddur árið 1978 og fagnaði því fertugsafmæli fyrr á árinu. Hann hefur mikla reynslu af þjálfun yngri flokka á Akranesi og stýrði Skagamönnum í sex leikjum í Pepsi-deild karla sumarið 2017 eftir að aðalþjálfarinn Gunnlaugur Jónsson var rekinn. Jón Þór hafði áður verið aðstoðarmaður hans. Jón Þór tekur við starfinu af Frey Alexanderssyni sem hefur verið þjálfari landsliðsins í síðustu tveimur undankeppnum. Liðið komst á EM í Hollandi sumarið 2017 en tókst ekki að komast á HM í Frakklandi í sumar þrátt fyrir að hafa verið í lykilstöðu í undankeppninni þegar tveimur leikjum var ólokið. Tap gegn Þýskalandi og jafntefli gegn Tékklandi gerðu HM-drauminn að engu. Reikna má með tilkynningu frá KSÍ vegna ráðningarinnar innan tíðar. Íslenski boltinn Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Meiddist við að máta boli Sport Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann Fótbolti „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Sjá meira
Skagamaðurinn Jón Þór Hauksson verður næsti landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu. Þetta herma heimildir fréttastofu en fótbolti.net greindi frá því í gær að Jón Þór ætti í viðræðum við Knattspyrnusamband Íslands um að taka við stöðu landsliðsþjálfara. Þar kom fram að Ásthildur Helgadóttir, fyrrum landsliðsmaður, yrði aðstoðarmaður Jóns Þórs. Jón Þór var aðstoðarþjálfari karlaliðs Stjörnunnar í sumar. Stjarnan tilkynnti á Twitter í dag að Jón Þór væri hættur. „Stjarnan og Jón Þór Hauksson hafa komist að samkomulagi um starfslok og hefur hann þegar látið af störfum. Jón sem var einn af aðstoðarþjálfurum mfl. karla kom til okkar frá ÍA í janúar síðastliðnum en hann var einkar snöggur að vinna sér hug og hjörtu Stjörnumanna og hefur hann sett skemmtilegan svip á liðið og starfið hjá Stjörnunni á skömmum tíma. Stjarnan þakkar Jóni fyrir sitt framlag til félagsins,“ segir í tilkynningunni og minnt á að hann kveður liðið sem bikarmeistari.Stjarnan og Jón Þór Hauksson hafa komist að samkomulagi um starfslok. Jón var einkar snöggur að vinna sér hug og hjörtu Stjörnumanna og hefur sett skemmtilegan svip á liðið á skömmum tíma. Stjarnan þakkar Jóni fyrir sitt framlag til liðsins. Jón kveður félagið sem bikarmeistari pic.twitter.com/nDBl685FLv — Stjarnan FC (@FCStjarnan) October 9, 2018 Jón Þór og Stjarnan virðast skilja í góðu en Garðabæjarfélagið er þó allt annað en sátt við framgöngu Knattspyrnusambandsins í málinu. Magnús Viðar Heimisson, formaður meistaraflokksráðs Stjörnunnar, segir vinnubrögð sambandsins fyrir neðan allar hellur. Jón Þór hafi komið til Stjörnunar eftir að KSÍ nálgaðist hann og beðið um leyfi til að ræða við KSÍ. „Það er erfitt að keppa við KSÍ,“ segir Magnús Viðar og vísar til þess að þegar félög vilji nálgast leikmenn eigi þau að ræða sín á milli áður en félögin séu nálgust. Það sé skýrt af hálfu KSÍ sem nálgist svo þjálfara íslensku félaganna án leyfis frá félögunum. „Þetta er fyrir neðan allar hellur,“ segir Magnús Viðar. Félagið fordæmi svona vinnubrögð. Stjarnan missti Davíð Snorra Jónsson í fyrra en hann tók við þjálfun 17 ára landsliðs karla. Nú er Jón Þór horfinn á braut. Jón Þór er Skagamaður í húð og hár, fæddur árið 1978 og fagnaði því fertugsafmæli fyrr á árinu. Hann hefur mikla reynslu af þjálfun yngri flokka á Akranesi og stýrði Skagamönnum í sex leikjum í Pepsi-deild karla sumarið 2017 eftir að aðalþjálfarinn Gunnlaugur Jónsson var rekinn. Jón Þór hafði áður verið aðstoðarmaður hans. Jón Þór tekur við starfinu af Frey Alexanderssyni sem hefur verið þjálfari landsliðsins í síðustu tveimur undankeppnum. Liðið komst á EM í Hollandi sumarið 2017 en tókst ekki að komast á HM í Frakklandi í sumar þrátt fyrir að hafa verið í lykilstöðu í undankeppninni þegar tveimur leikjum var ólokið. Tap gegn Þýskalandi og jafntefli gegn Tékklandi gerðu HM-drauminn að engu. Reikna má með tilkynningu frá KSÍ vegna ráðningarinnar innan tíðar.
Íslenski boltinn Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Meiddist við að máta boli Sport Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann Fótbolti „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Sjá meira