Jón Þór verður næsti landsliðsþjálfari kvenna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. október 2018 16:07 Jón Þór tekur við kvennalandsliðinu en framundan er undankeppni EM 2020. vísir Skagamaðurinn Jón Þór Hauksson verður næsti landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu. Þetta herma heimildir fréttastofu en fótbolti.net greindi frá því í gær að Jón Þór ætti í viðræðum við Knattspyrnusamband Íslands um að taka við stöðu landsliðsþjálfara. Þar kom fram að Ásthildur Helgadóttir, fyrrum landsliðsmaður, yrði aðstoðarmaður Jóns Þórs. Jón Þór var aðstoðarþjálfari karlaliðs Stjörnunnar í sumar. Stjarnan tilkynnti á Twitter í dag að Jón Þór væri hættur. „Stjarnan og Jón Þór Hauksson hafa komist að samkomulagi um starfslok og hefur hann þegar látið af störfum. Jón sem var einn af aðstoðarþjálfurum mfl. karla kom til okkar frá ÍA í janúar síðastliðnum en hann var einkar snöggur að vinna sér hug og hjörtu Stjörnumanna og hefur hann sett skemmtilegan svip á liðið og starfið hjá Stjörnunni á skömmum tíma. Stjarnan þakkar Jóni fyrir sitt framlag til félagsins,“ segir í tilkynningunni og minnt á að hann kveður liðið sem bikarmeistari.Stjarnan og Jón Þór Hauksson hafa komist að samkomulagi um starfslok. Jón var einkar snöggur að vinna sér hug og hjörtu Stjörnumanna og hefur sett skemmtilegan svip á liðið á skömmum tíma. Stjarnan þakkar Jóni fyrir sitt framlag til liðsins. Jón kveður félagið sem bikarmeistari pic.twitter.com/nDBl685FLv — Stjarnan FC (@FCStjarnan) October 9, 2018 Jón Þór og Stjarnan virðast skilja í góðu en Garðabæjarfélagið er þó allt annað en sátt við framgöngu Knattspyrnusambandsins í málinu. Magnús Viðar Heimisson, formaður meistaraflokksráðs Stjörnunnar, segir vinnubrögð sambandsins fyrir neðan allar hellur. Jón Þór hafi komið til Stjörnunar eftir að KSÍ nálgaðist hann og beðið um leyfi til að ræða við KSÍ. „Það er erfitt að keppa við KSÍ,“ segir Magnús Viðar og vísar til þess að þegar félög vilji nálgast leikmenn eigi þau að ræða sín á milli áður en félögin séu nálgust. Það sé skýrt af hálfu KSÍ sem nálgist svo þjálfara íslensku félaganna án leyfis frá félögunum. „Þetta er fyrir neðan allar hellur,“ segir Magnús Viðar. Félagið fordæmi svona vinnubrögð. Stjarnan missti Davíð Snorra Jónsson í fyrra en hann tók við þjálfun 17 ára landsliðs karla. Nú er Jón Þór horfinn á braut. Jón Þór er Skagamaður í húð og hár, fæddur árið 1978 og fagnaði því fertugsafmæli fyrr á árinu. Hann hefur mikla reynslu af þjálfun yngri flokka á Akranesi og stýrði Skagamönnum í sex leikjum í Pepsi-deild karla sumarið 2017 eftir að aðalþjálfarinn Gunnlaugur Jónsson var rekinn. Jón Þór hafði áður verið aðstoðarmaður hans. Jón Þór tekur við starfinu af Frey Alexanderssyni sem hefur verið þjálfari landsliðsins í síðustu tveimur undankeppnum. Liðið komst á EM í Hollandi sumarið 2017 en tókst ekki að komast á HM í Frakklandi í sumar þrátt fyrir að hafa verið í lykilstöðu í undankeppninni þegar tveimur leikjum var ólokið. Tap gegn Þýskalandi og jafntefli gegn Tékklandi gerðu HM-drauminn að engu. Reikna má með tilkynningu frá KSÍ vegna ráðningarinnar innan tíðar. Íslenski boltinn Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira
Skagamaðurinn Jón Þór Hauksson verður næsti landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu. Þetta herma heimildir fréttastofu en fótbolti.net greindi frá því í gær að Jón Þór ætti í viðræðum við Knattspyrnusamband Íslands um að taka við stöðu landsliðsþjálfara. Þar kom fram að Ásthildur Helgadóttir, fyrrum landsliðsmaður, yrði aðstoðarmaður Jóns Þórs. Jón Þór var aðstoðarþjálfari karlaliðs Stjörnunnar í sumar. Stjarnan tilkynnti á Twitter í dag að Jón Þór væri hættur. „Stjarnan og Jón Þór Hauksson hafa komist að samkomulagi um starfslok og hefur hann þegar látið af störfum. Jón sem var einn af aðstoðarþjálfurum mfl. karla kom til okkar frá ÍA í janúar síðastliðnum en hann var einkar snöggur að vinna sér hug og hjörtu Stjörnumanna og hefur hann sett skemmtilegan svip á liðið og starfið hjá Stjörnunni á skömmum tíma. Stjarnan þakkar Jóni fyrir sitt framlag til félagsins,“ segir í tilkynningunni og minnt á að hann kveður liðið sem bikarmeistari.Stjarnan og Jón Þór Hauksson hafa komist að samkomulagi um starfslok. Jón var einkar snöggur að vinna sér hug og hjörtu Stjörnumanna og hefur sett skemmtilegan svip á liðið á skömmum tíma. Stjarnan þakkar Jóni fyrir sitt framlag til liðsins. Jón kveður félagið sem bikarmeistari pic.twitter.com/nDBl685FLv — Stjarnan FC (@FCStjarnan) October 9, 2018 Jón Þór og Stjarnan virðast skilja í góðu en Garðabæjarfélagið er þó allt annað en sátt við framgöngu Knattspyrnusambandsins í málinu. Magnús Viðar Heimisson, formaður meistaraflokksráðs Stjörnunnar, segir vinnubrögð sambandsins fyrir neðan allar hellur. Jón Þór hafi komið til Stjörnunar eftir að KSÍ nálgaðist hann og beðið um leyfi til að ræða við KSÍ. „Það er erfitt að keppa við KSÍ,“ segir Magnús Viðar og vísar til þess að þegar félög vilji nálgast leikmenn eigi þau að ræða sín á milli áður en félögin séu nálgust. Það sé skýrt af hálfu KSÍ sem nálgist svo þjálfara íslensku félaganna án leyfis frá félögunum. „Þetta er fyrir neðan allar hellur,“ segir Magnús Viðar. Félagið fordæmi svona vinnubrögð. Stjarnan missti Davíð Snorra Jónsson í fyrra en hann tók við þjálfun 17 ára landsliðs karla. Nú er Jón Þór horfinn á braut. Jón Þór er Skagamaður í húð og hár, fæddur árið 1978 og fagnaði því fertugsafmæli fyrr á árinu. Hann hefur mikla reynslu af þjálfun yngri flokka á Akranesi og stýrði Skagamönnum í sex leikjum í Pepsi-deild karla sumarið 2017 eftir að aðalþjálfarinn Gunnlaugur Jónsson var rekinn. Jón Þór hafði áður verið aðstoðarmaður hans. Jón Þór tekur við starfinu af Frey Alexanderssyni sem hefur verið þjálfari landsliðsins í síðustu tveimur undankeppnum. Liðið komst á EM í Hollandi sumarið 2017 en tókst ekki að komast á HM í Frakklandi í sumar þrátt fyrir að hafa verið í lykilstöðu í undankeppninni þegar tveimur leikjum var ólokið. Tap gegn Þýskalandi og jafntefli gegn Tékklandi gerðu HM-drauminn að engu. Reikna má með tilkynningu frá KSÍ vegna ráðningarinnar innan tíðar.
Íslenski boltinn Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira