Michael orðinn þriðja stigs fellibylur og gengur „tröllaukinn“ á land á morgun Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. október 2018 23:15 Hér sést Michael á ferð sinni yfir Mexíkóflóa í dag. Vísir/AP Fellibyljamiðstöð Bandaríkjanna, NHC, hefur nú skilgreint fellibylinn Michael sem þriðja stigs fellibyl. Gert er ráð fyrir að Michael gangi á land á morgun við Panama City Beach á hinu svokallaða Pönnuskafti (e. Panhandle) í Flórída. Rick Scott, ríkisstjóri Flórída, varaði íbúa ríkisins við Michael á blaðamannafundi í dag og sagði hann „tröllaukinn“. Hann hvatti íbúa til að hlusta á viðvaranir yfirvalda og hika ekki við að flýja heimili sín þegar Mikael sækir í sig veðrið næstu klukkustundirnar. „Þetta er upp á líf og dauða,“ sagði Scott. „Þessi stormur getur grandað ykkur.“ Ávarp Scott má hlusta á í spilaranum hér að neðan.Viðvaranir vegna Michaels ná nú til yfir 20 milljóna manna í fimm ríkjum Bandaríkjanna, Flórída, Alabama, Georgíu, Mississippi og Suður-Karólínu. Þá hefur neyðarástandi verið lýst yfir í nær öllum sýslum Flórída, Alabama og Georgíu. 120 þúsund manns hefur jafnframt verið gert að flýja heimili sín við strendur Flórída. Vindhraði í Michael hefur mælst allt að 53 km/s og þá er búist við því að bylnum fylgi gríðarleg rigning. Áhrifa Michaels mun gæta í Karólínuríkjunum, þar sem fellibylurinn Flórens gekk nýlega á land og olli mikilli eyðileggingu. Eins og áður sagði gera spár ráð fyrir því að Michael gangi á land í grennd við Panama City Beach á Pönnuskaftinu og fikri sig svo hratt upp austurströnd Bandaríkjanna.Heavy rainfall from #Michael could produce life-threatening flashflooding from the Florida Panhandle and Big Bend region intoportions of Georgia, the Carolinas, and southeast Virginia. See the latest @NWSWPC forecast for more details. pic.twitter.com/Gj38izMHaI— National Hurricane Center (@NHC_Atlantic) October 9, 2018 Þegar hefur verið tilkynnt um þrettán dauðsföll af völdum Michaels í Mið-Ameríku yfir helgina. Sex létust í Hondúras, fjórir í Níkaragúa og þrír í El Salvador. Samkvæmt samantekt CNN er Mikael umfangsmesti fellibylurinn sem gengur á land á áðurnefndu pönnuskafti síðan fellibylurinn Dennis skall þar á árið 2005.FLORIDA - It is imperative that you heed the directions of your State and Local Officials. Please be prepared, be careful and be SAFE! #HurricaneMichael https://t.co/VP6PBXfzm9 pic.twitter.com/aKmaDNgZve— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 9, 2018 Bandaríkin Veður Tengdar fréttir Neyðarástand vegna fellibyls Fellibylurinn Michael stefnir á Flórída. Spár gera ráð fyrir því að hann gangi á land sem annars stigs fellibylur á morgun. Neyðarástandi lýst yfir og varað við hvassviðri, mikilli úrkomu, hækkandi sjávarborði og flóðum. 9. október 2018 07:00 Flórens nú flokkuð sem hitabeltisstormur Að minnsta kosti fjórir eru látnir eftir að fellibylurinn Flórens gekk yfir austurströnd Bandaríkjanna fyrr í dag. Yfir 600.000 heimili eru án rafmagns og byggingar hafa hrunið til grunna. 14. september 2018 23:46 Móðir og barn fyrstu fórnarlömb Flórens Samtals hafa nú fjórir látist vegna fellibylsins Flórens sem gengur nú yfir austurströnd Bandaríkjanna. 14. september 2018 19:51 Mest lesið Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Fleiri fréttir Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Sjá meira
Fellibyljamiðstöð Bandaríkjanna, NHC, hefur nú skilgreint fellibylinn Michael sem þriðja stigs fellibyl. Gert er ráð fyrir að Michael gangi á land á morgun við Panama City Beach á hinu svokallaða Pönnuskafti (e. Panhandle) í Flórída. Rick Scott, ríkisstjóri Flórída, varaði íbúa ríkisins við Michael á blaðamannafundi í dag og sagði hann „tröllaukinn“. Hann hvatti íbúa til að hlusta á viðvaranir yfirvalda og hika ekki við að flýja heimili sín þegar Mikael sækir í sig veðrið næstu klukkustundirnar. „Þetta er upp á líf og dauða,“ sagði Scott. „Þessi stormur getur grandað ykkur.“ Ávarp Scott má hlusta á í spilaranum hér að neðan.Viðvaranir vegna Michaels ná nú til yfir 20 milljóna manna í fimm ríkjum Bandaríkjanna, Flórída, Alabama, Georgíu, Mississippi og Suður-Karólínu. Þá hefur neyðarástandi verið lýst yfir í nær öllum sýslum Flórída, Alabama og Georgíu. 120 þúsund manns hefur jafnframt verið gert að flýja heimili sín við strendur Flórída. Vindhraði í Michael hefur mælst allt að 53 km/s og þá er búist við því að bylnum fylgi gríðarleg rigning. Áhrifa Michaels mun gæta í Karólínuríkjunum, þar sem fellibylurinn Flórens gekk nýlega á land og olli mikilli eyðileggingu. Eins og áður sagði gera spár ráð fyrir því að Michael gangi á land í grennd við Panama City Beach á Pönnuskaftinu og fikri sig svo hratt upp austurströnd Bandaríkjanna.Heavy rainfall from #Michael could produce life-threatening flashflooding from the Florida Panhandle and Big Bend region intoportions of Georgia, the Carolinas, and southeast Virginia. See the latest @NWSWPC forecast for more details. pic.twitter.com/Gj38izMHaI— National Hurricane Center (@NHC_Atlantic) October 9, 2018 Þegar hefur verið tilkynnt um þrettán dauðsföll af völdum Michaels í Mið-Ameríku yfir helgina. Sex létust í Hondúras, fjórir í Níkaragúa og þrír í El Salvador. Samkvæmt samantekt CNN er Mikael umfangsmesti fellibylurinn sem gengur á land á áðurnefndu pönnuskafti síðan fellibylurinn Dennis skall þar á árið 2005.FLORIDA - It is imperative that you heed the directions of your State and Local Officials. Please be prepared, be careful and be SAFE! #HurricaneMichael https://t.co/VP6PBXfzm9 pic.twitter.com/aKmaDNgZve— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 9, 2018
Bandaríkin Veður Tengdar fréttir Neyðarástand vegna fellibyls Fellibylurinn Michael stefnir á Flórída. Spár gera ráð fyrir því að hann gangi á land sem annars stigs fellibylur á morgun. Neyðarástandi lýst yfir og varað við hvassviðri, mikilli úrkomu, hækkandi sjávarborði og flóðum. 9. október 2018 07:00 Flórens nú flokkuð sem hitabeltisstormur Að minnsta kosti fjórir eru látnir eftir að fellibylurinn Flórens gekk yfir austurströnd Bandaríkjanna fyrr í dag. Yfir 600.000 heimili eru án rafmagns og byggingar hafa hrunið til grunna. 14. september 2018 23:46 Móðir og barn fyrstu fórnarlömb Flórens Samtals hafa nú fjórir látist vegna fellibylsins Flórens sem gengur nú yfir austurströnd Bandaríkjanna. 14. september 2018 19:51 Mest lesið Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Fleiri fréttir Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Sjá meira
Neyðarástand vegna fellibyls Fellibylurinn Michael stefnir á Flórída. Spár gera ráð fyrir því að hann gangi á land sem annars stigs fellibylur á morgun. Neyðarástandi lýst yfir og varað við hvassviðri, mikilli úrkomu, hækkandi sjávarborði og flóðum. 9. október 2018 07:00
Flórens nú flokkuð sem hitabeltisstormur Að minnsta kosti fjórir eru látnir eftir að fellibylurinn Flórens gekk yfir austurströnd Bandaríkjanna fyrr í dag. Yfir 600.000 heimili eru án rafmagns og byggingar hafa hrunið til grunna. 14. september 2018 23:46
Móðir og barn fyrstu fórnarlömb Flórens Samtals hafa nú fjórir látist vegna fellibylsins Flórens sem gengur nú yfir austurströnd Bandaríkjanna. 14. september 2018 19:51