Innlent

Hvalfjarðargöng formlega afhent ríkinu

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Opnað var fyrir umferð um Hvalfjarðargöng í júlí árið 1998.
Opnað var fyrir umferð um Hvalfjarðargöng í júlí árið 1998. Vísir/Pjetur
Hvalfjarðargöng voru formlega afhent ríkinu í dag en það var staðfest með undirritun á samningi milli Eignarhaldsfélagsins Spalar hf. og ríkisins.

Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngumálaráðherra og Gísli Gíslason undirrituðu samninginn við athöfn sem haldin var við norðurmunna gangnanna í dag. Gjaldtöku í Hvalfjarðargöng var hætt á föstudaginn síðastliðinn.


Tengdar fréttir

Hefur starfað í gjaldskýlinu frá fyrsta degi

Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær ríkið tekur við rekstri Hvalfjarðarganga en fundað var um málið í morgun þar sem ræddar voru útfærslur á því hvernig göngin verða afhent.

Hætta að rukka í göngin 28. september

Spölur stefnir að því að afhenda Vegagerðinni Hvalfjarðargöng til eignar og rekstrar sunnudaginn 30. september 2018. Innheimtu veggjalds yrði þá hætt föstudaginn 28. september.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×