Farið verði í markvisst forvarnarstarf gegn fíkniefnum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. september 2018 21:00 Lögreglan á Suðurlandi hvetur til þess að farið verði í markvisst forvarnarstarf á landsvísu gegn fíkniefnaneyslu eins og var gert gegn unglingadrykkju og reykingum með góðum árangri. Í því sambandi nefnir lögreglan skólana, fermingarfræðsluna, íþróttafélögin og lögregluna sjálfa.Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurlandi.Vísir/magnús hlynur hreiðarssonAukin kannabisneysla og önnur fíkniefnaneysla veldur lögreglumönnum í Lögreglunni á Suðurlandi miklum áhyggjum enda er þetta sá málaflokkur sem vex hvað hraðast hjá lögreglu, ekki síst fíkniefna- og lyfjaakstur sem er verulegt áhyggjuefni í umferðinni. Þá er neysla fíkniefna alltaf að færast neðar og neðar í aldurshópum en lögreglan segir töluvert um kannabisneyslu í grunnskólum á Suðurlandi. Lögreglan vill gera stórátak í forvarnarstarfi sem nái til alls landsins. „Við þekkjum alveg leiðina, við eigum að fara af stað og nota leiðirnar í forvarnarfræðslunni gegn reykingum og gagnvart unglingadrykkju þar sem við náðum mjög góðum árangri. Þetta er bara verkefni sem við þurfum að sameinast um, hvort sem það er lögreglan sem þarf að taka sig á því í þessu, skólarnir, fermingarfræðslan og íþróttafélögin, nefndu það bara. Við þurfum að leggjast á eitt og leysa þetta með farsælum hætti því annars erum við bara í vondum málum á örfáum árum vil ég meina,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn.En hvað veldur vaxandi fíkniefnaneyslu á meðal ungs fólks, t.d. kannabisneyslu?„Menn hafa fengið að koma fram gagnrýnislaust og haldið því fram að neysla þessara efna sé bara hættulítil eða hættulaus. Þeir fá að halda þessu fram án þess að þurfa að svara því þá af hverju það er komið svona fyrir þessum eða hinum, sem komin er í geðrof og orðin illa settur í samfélaginu. Af hverju eru brotnar fjölskyldur út af fíkniefnaneyslu barna, af hverju sitja foreldrar ráðalausir heima með áhyggjur af því hvort að barnið komi yfirleitt heim, hvort það muni lifa. Þessir aðilar sem halda fram skaðleysi efnanna þurfa ekki að svara þessum spurningum. Ég vil að menn gangi á þá og fái þá til að svara því,“ bætir Oddur við. Lögreglumál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi hvetur til þess að farið verði í markvisst forvarnarstarf á landsvísu gegn fíkniefnaneyslu eins og var gert gegn unglingadrykkju og reykingum með góðum árangri. Í því sambandi nefnir lögreglan skólana, fermingarfræðsluna, íþróttafélögin og lögregluna sjálfa.Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurlandi.Vísir/magnús hlynur hreiðarssonAukin kannabisneysla og önnur fíkniefnaneysla veldur lögreglumönnum í Lögreglunni á Suðurlandi miklum áhyggjum enda er þetta sá málaflokkur sem vex hvað hraðast hjá lögreglu, ekki síst fíkniefna- og lyfjaakstur sem er verulegt áhyggjuefni í umferðinni. Þá er neysla fíkniefna alltaf að færast neðar og neðar í aldurshópum en lögreglan segir töluvert um kannabisneyslu í grunnskólum á Suðurlandi. Lögreglan vill gera stórátak í forvarnarstarfi sem nái til alls landsins. „Við þekkjum alveg leiðina, við eigum að fara af stað og nota leiðirnar í forvarnarfræðslunni gegn reykingum og gagnvart unglingadrykkju þar sem við náðum mjög góðum árangri. Þetta er bara verkefni sem við þurfum að sameinast um, hvort sem það er lögreglan sem þarf að taka sig á því í þessu, skólarnir, fermingarfræðslan og íþróttafélögin, nefndu það bara. Við þurfum að leggjast á eitt og leysa þetta með farsælum hætti því annars erum við bara í vondum málum á örfáum árum vil ég meina,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn.En hvað veldur vaxandi fíkniefnaneyslu á meðal ungs fólks, t.d. kannabisneyslu?„Menn hafa fengið að koma fram gagnrýnislaust og haldið því fram að neysla þessara efna sé bara hættulítil eða hættulaus. Þeir fá að halda þessu fram án þess að þurfa að svara því þá af hverju það er komið svona fyrir þessum eða hinum, sem komin er í geðrof og orðin illa settur í samfélaginu. Af hverju eru brotnar fjölskyldur út af fíkniefnaneyslu barna, af hverju sitja foreldrar ráðalausir heima með áhyggjur af því hvort að barnið komi yfirleitt heim, hvort það muni lifa. Þessir aðilar sem halda fram skaðleysi efnanna þurfa ekki að svara þessum spurningum. Ég vil að menn gangi á þá og fái þá til að svara því,“ bætir Oddur við.
Lögreglumál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Sjá meira