Tæplega þrjátíu þúsund miðar fara í sölu á Ed Sheeran Stefán Árni Pálsson skrifar 20. september 2018 09:45 Sheeran stígur á sviðið á Laugardalsvelli þann 10. ágúst 2019. „Við höfum verið að vinna í þessu í tvö ár og undanfarið ár hefur þetta verið mikil pappírsvinna,“ segir Ísleifur Þórhallsson hjá Senu Live en fyrirtækið tilkynnti í morgun að breski tónlistamaðurinn Ed Sheeran komi fram á tónleikum á Laugardalsvelli 10. ágúst næsta sumar. „Við þurftum sjá hvort að sviðið komist fyrir og allskonar smáatriði varðandi víra og græjur sem hefur verið mikil vinna. Hann er að taka 24 tónleika á þessum túr og það er mikill heiður fyrir okkur að fá að vera með í þessu. Hann kemur frá Búdapest yfir til Reykjavíkur og síðan fer hann heim til Englands.“Þrjátíu þúsund miðar Samkvæmt heimildum Vísis fara tæplega þrjátíu þúsund miðar í sölu og verða þeir allir seldir á sama tíma. Líklegt verður að teljast að uppselt verði á tónleikana þar sem Sheeran heldur nánast aldrei tónleika án þess að selja upp. Samkvæmt sömu heimildum verða 10 þúsund miðar í sæti og um tuttugu þúsund miðar í stæði.Sjá einnig: Ed Sheeran heldur tónleika á Laugardalsvelli næsta sumar „Við munum selja alla miðana í einu og þetta verður stafræn biðröð. Það er ekkert aðalatriðið fyrir okkur að selja þá alla um leið, við viljum gera þetta rétt og þessi stafræna röð mun bara hleypa fólki inn í réttri röð.“ Ísleifur segir að Ed Sheeran sé stærsti tónlistamaður samtímans, punktur.Alltaf uppselt „Það er alltaf uppselt á alla hans tónleika og hann er söluhæsti tónlistarmaður sögunnar hvað varðar tónleikahald. Það er ekki í kortunum eins og staðan er núna að við getum boðið upp á aukatónleika.“ Tónleikafyrirtækið AEG vinnur verkefnið með Senu Live en fyrirtækið kom einnig að tvennum tónleikum Justin Bieber hér á landi árið 2016. Fyrirtækið er eitt stærsta í heiminum í þessum bransa. „Fyrir okkur að vera komin í svona náið samstarf við svona risafyrirtæki er bara magnað og að Ísland nái inn dagsetningu í þessum 24 tónleika túr er einnig ótrúlegt. Hann vill bara koma til Íslands.“ Miðasalan hefst 27. september á slaginu níu á tix.is/ED Í boði verða fjögur verðsvæði: – Standandi: 15.990 kr – Sitjandi C: 19.990 kr – Sitjandi B: 24.990 kr – Sitjandi A: 29.990 kr.- Ed Sheeran á Íslandi Tengdar fréttir Ed Sheeran heldur tónleika á Laugardalsvelli næsta sumar Breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran heldur tónleika á Laugardalsvelli 10. ágúst 2019 en þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu Live. 20. september 2018 09:02 Mest lesið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Lífið Fleiri fréttir „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Sjá meira
„Við höfum verið að vinna í þessu í tvö ár og undanfarið ár hefur þetta verið mikil pappírsvinna,“ segir Ísleifur Þórhallsson hjá Senu Live en fyrirtækið tilkynnti í morgun að breski tónlistamaðurinn Ed Sheeran komi fram á tónleikum á Laugardalsvelli 10. ágúst næsta sumar. „Við þurftum sjá hvort að sviðið komist fyrir og allskonar smáatriði varðandi víra og græjur sem hefur verið mikil vinna. Hann er að taka 24 tónleika á þessum túr og það er mikill heiður fyrir okkur að fá að vera með í þessu. Hann kemur frá Búdapest yfir til Reykjavíkur og síðan fer hann heim til Englands.“Þrjátíu þúsund miðar Samkvæmt heimildum Vísis fara tæplega þrjátíu þúsund miðar í sölu og verða þeir allir seldir á sama tíma. Líklegt verður að teljast að uppselt verði á tónleikana þar sem Sheeran heldur nánast aldrei tónleika án þess að selja upp. Samkvæmt sömu heimildum verða 10 þúsund miðar í sæti og um tuttugu þúsund miðar í stæði.Sjá einnig: Ed Sheeran heldur tónleika á Laugardalsvelli næsta sumar „Við munum selja alla miðana í einu og þetta verður stafræn biðröð. Það er ekkert aðalatriðið fyrir okkur að selja þá alla um leið, við viljum gera þetta rétt og þessi stafræna röð mun bara hleypa fólki inn í réttri röð.“ Ísleifur segir að Ed Sheeran sé stærsti tónlistamaður samtímans, punktur.Alltaf uppselt „Það er alltaf uppselt á alla hans tónleika og hann er söluhæsti tónlistarmaður sögunnar hvað varðar tónleikahald. Það er ekki í kortunum eins og staðan er núna að við getum boðið upp á aukatónleika.“ Tónleikafyrirtækið AEG vinnur verkefnið með Senu Live en fyrirtækið kom einnig að tvennum tónleikum Justin Bieber hér á landi árið 2016. Fyrirtækið er eitt stærsta í heiminum í þessum bransa. „Fyrir okkur að vera komin í svona náið samstarf við svona risafyrirtæki er bara magnað og að Ísland nái inn dagsetningu í þessum 24 tónleika túr er einnig ótrúlegt. Hann vill bara koma til Íslands.“ Miðasalan hefst 27. september á slaginu níu á tix.is/ED Í boði verða fjögur verðsvæði: – Standandi: 15.990 kr – Sitjandi C: 19.990 kr – Sitjandi B: 24.990 kr – Sitjandi A: 29.990 kr.-
Ed Sheeran á Íslandi Tengdar fréttir Ed Sheeran heldur tónleika á Laugardalsvelli næsta sumar Breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran heldur tónleika á Laugardalsvelli 10. ágúst 2019 en þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu Live. 20. september 2018 09:02 Mest lesið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Lífið Fleiri fréttir „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Sjá meira
Ed Sheeran heldur tónleika á Laugardalsvelli næsta sumar Breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran heldur tónleika á Laugardalsvelli 10. ágúst 2019 en þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu Live. 20. september 2018 09:02