Þolinmæðin mun á endanum bresta Hjörvar Ólafsson skrifar 21. september 2018 11:00 Þjálfari landsliðsins, Craig Pedersen, og Hannes, formaður KKÍ, á blaðamannafundi fyrir verkefni landsliðsins á dögunum. Fréttablaðið/anton brink Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, KKÍ, er vakinn og sofinn yfir framgangi körfuboltans hér á landi. Álitaefnin sem valda honum mestu hugarangri þessa dagana eru eins og svo oft áður fjárhagsstaða sambandsins og málefni Laugardalshallarinnar. Hann segir að núverandi styrkir þess opinbera og fyrirtækja í landinu dugi ekki til þess að halda afreksstarfinu áfram í núverandi mynd og þá áréttar hann að skortur á æfingaaðstöðu standi sambandinu fyrir þrifum. Alþjóðakörfuboltasambandið, FIBA, hefur svo gert alvarlegar athugasemdir við Laugardalshöll sem keppnishöll A-landsliðanna. „Við erum vissulega verulega ánægð með hvað afrekssjóðurinn hefur aukist mikið undanfarin ár. Það er hins vegar ekki nóg, en sá sjóður nægir til þess að standa undir rúmlega þriðjungi af þeim kostnaði sem afreksstarfið kostar í núverandi mynd. Mér finnst ekki hægt að skera niður á nokkurn hátt og krafan í körfuboltasamfélaginu er frekar að það þurfi að gefa í,“ sagði Hannes um landslagið í körfuboltanum. „Við erum með stöðuga og góða bakhjarla sem hafa reynst okkur tryggir í gegnum árin. Það gengur hins vegar illa að laða að nýja styrktaraðila á sama tíma og þess er krafist að fagmennskan og umgjörðin verði meiri í kringum landsliðin okkar. Við viljum taka skrefið lengra, en til þess að þarf meira fjármagn og ég biðla til velunnara körfuboltans að hafa það í huga,“ segir formaðurinn enn fremur um stöðu mála. „Það hjálpar svo ekki til að málefni Laugardalshallarinnar séu eins og þau eru. Það er alkunna að höllin er barn síns tíma og FIBA hefur gert alvarlegar athugasemdir við hana í gegnum tíðina. Ég óttast það að eftir tvö til þrjú ár mun FIBA bresta þolinmæðina og við stöndum uppi án löglegrar keppnishallar,“ segir hann um aðbúnað landsliðanna. „Það má heldur ekki gleyma því að við erum að deila höllinni með Þrótti, landsliðum í handbolta og blaki og útleigu á salnum. Landsliðin okkar hafa verið að æfa á sex til sjö mismunandi stöðum í kringum landsliðsverkefni sín og það gefur augaleið að það er ekki þægilegt vinnuumhverfi. Þá erum við upp á félögin komin með æfingatíma með tilheyrandi raski fyrir alla sem að því koma. Mér finnst lítið þokast hjá stjórnvöldum hvað þetta málefni varðar og úrbætur búnar að vera of lengi í spjallfasa. Nú finnst mér vera kominn tími á aðgerðir áður en það verður um seinan,“ segir Hannes í ákalli sínu um að stjórnvöld vakni til lífsins. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Fótbolti Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Körfubolti Fleiri fréttir Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Sjá meira
Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, KKÍ, er vakinn og sofinn yfir framgangi körfuboltans hér á landi. Álitaefnin sem valda honum mestu hugarangri þessa dagana eru eins og svo oft áður fjárhagsstaða sambandsins og málefni Laugardalshallarinnar. Hann segir að núverandi styrkir þess opinbera og fyrirtækja í landinu dugi ekki til þess að halda afreksstarfinu áfram í núverandi mynd og þá áréttar hann að skortur á æfingaaðstöðu standi sambandinu fyrir þrifum. Alþjóðakörfuboltasambandið, FIBA, hefur svo gert alvarlegar athugasemdir við Laugardalshöll sem keppnishöll A-landsliðanna. „Við erum vissulega verulega ánægð með hvað afrekssjóðurinn hefur aukist mikið undanfarin ár. Það er hins vegar ekki nóg, en sá sjóður nægir til þess að standa undir rúmlega þriðjungi af þeim kostnaði sem afreksstarfið kostar í núverandi mynd. Mér finnst ekki hægt að skera niður á nokkurn hátt og krafan í körfuboltasamfélaginu er frekar að það þurfi að gefa í,“ sagði Hannes um landslagið í körfuboltanum. „Við erum með stöðuga og góða bakhjarla sem hafa reynst okkur tryggir í gegnum árin. Það gengur hins vegar illa að laða að nýja styrktaraðila á sama tíma og þess er krafist að fagmennskan og umgjörðin verði meiri í kringum landsliðin okkar. Við viljum taka skrefið lengra, en til þess að þarf meira fjármagn og ég biðla til velunnara körfuboltans að hafa það í huga,“ segir formaðurinn enn fremur um stöðu mála. „Það hjálpar svo ekki til að málefni Laugardalshallarinnar séu eins og þau eru. Það er alkunna að höllin er barn síns tíma og FIBA hefur gert alvarlegar athugasemdir við hana í gegnum tíðina. Ég óttast það að eftir tvö til þrjú ár mun FIBA bresta þolinmæðina og við stöndum uppi án löglegrar keppnishallar,“ segir hann um aðbúnað landsliðanna. „Það má heldur ekki gleyma því að við erum að deila höllinni með Þrótti, landsliðum í handbolta og blaki og útleigu á salnum. Landsliðin okkar hafa verið að æfa á sex til sjö mismunandi stöðum í kringum landsliðsverkefni sín og það gefur augaleið að það er ekki þægilegt vinnuumhverfi. Þá erum við upp á félögin komin með æfingatíma með tilheyrandi raski fyrir alla sem að því koma. Mér finnst lítið þokast hjá stjórnvöldum hvað þetta málefni varðar og úrbætur búnar að vera of lengi í spjallfasa. Nú finnst mér vera kominn tími á aðgerðir áður en það verður um seinan,“ segir Hannes í ákalli sínu um að stjórnvöld vakni til lífsins.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Fótbolti Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Körfubolti Fleiri fréttir Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Sjá meira