Óttast ekki að allt fari á hliðina með nýju áfengisfrumvarpi Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. september 2018 20:00 Niðurstöður umfangsmikillar rannsóknar bera með sér að einn af hverjum tuttugu láti lífið vegna áfengisneyslu. Flutningsmaður nýs áfengisfrumvarps segir að þrátt fyrir stóraukið aðgengi á síðustu árum hafi ekki orðið merkjanleg aukning í áfengisneyslu Íslendinga. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin sendi á dögunum frá sér nýja skýrslu um umfang og áhrif áfengisneyslu á lýðheilsu í heiminum. Meðal helstu niðurstaðna skýrslunnar er að um 5 prósent af öllum dauðsföllum í heiminum árið 2016 megi rekja beint til drykkju áfengis og að Þrír af hverjum fjórum sem létu lífið vegna áfengisneyslu voru karlmenn. Um fjórðungur dauðsfallanna var tilkominn vegna ýmissa líkamlegra meiðsla, til að mynda eftir umferðarslys, ofbeldi eða sjálfsskaðandi hegðun. Um 40 prósent dauðsfallanna vegna áfengisneyslu eru rakinn til meltinga- og hjartasjúkdóma og rúmlega 22 prósent létust vegna annarra meina, líkamlegra jafnt sem andlegra, sem rakin eru beint til áfengisdrykkju. Fyrir Alþingi liggur nú lagafrumvarp um breytingar á sölu með áfengi á Íslandi, en þetta er í fimmta sinn sambærilegt mál er lagt fyrir þingheim. Frumvarpið gerir ráð fyrir að áfram verði hægt verði að fá áfengi í Vínbúðum landsins, sem og í sérverslunum með mat- og drykk en ekki stórmörkuðum og matvöruverslunum. Þá verða heimildir til að auglýsa áfengi einnig rýmkaðar, það er að segja verði frumvarpi samþykkt.Aðgengi stóraukist en neyslan ekki Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, Þorsteinn Víglundsson, segir að þrátt fyrir aukið aðgengi að áfengi feli nýja frumvarpið ekki í sér stórtækar breytingar í lýðheilsumálum þjóðarinnar. „Meginmarkmið okkar í lýðheilsu eru eftir sem áður áfengisgjaldið - það er óbreytt - og hins vegar þá forvarnir og fræðsla. Í þessu frumvarpi erum við að leggja til að það verði lögð enn meiri áhersla á þann þátt,“ segir Þorsteinn. Hann segist því ekki óttast að aukið aðgengi að áfengi muni skila sér í stóraukinni áfengisneyslu þjóðarinnar. „Ég held að það sé alveg óhætt að fullyrða að í fyrsta lagi þá höfum við ekkert stýrt aðgengi að áfenginu. Við höfum fjölgað vínverslunum verulega sem og vínveitingarleyfum. Það hefur ekki haft þau áhrif að áfengisneysla sé hér eitthvað meira en gengur og gerist í nágrannalöndum okkar,“ segir Þorsteinn. Neyslan sé á pari við það sem minnst gerist á hinum Norðurlöndunum - „að teknu tilliti til hins mikla fjölda ferðamanna sem er hér á hverju ári. Þannig að nei, ég óttaðist það ekki. Það óttuðust allir að hér færi allt á hliðina þegar bjórinn var leyfður. Það þvert á móti gerðist ekki,“ segir Þorsteinn. Heilbrigðismál Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Niðurstöður umfangsmikillar rannsóknar bera með sér að einn af hverjum tuttugu láti lífið vegna áfengisneyslu. Flutningsmaður nýs áfengisfrumvarps segir að þrátt fyrir stóraukið aðgengi á síðustu árum hafi ekki orðið merkjanleg aukning í áfengisneyslu Íslendinga. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin sendi á dögunum frá sér nýja skýrslu um umfang og áhrif áfengisneyslu á lýðheilsu í heiminum. Meðal helstu niðurstaðna skýrslunnar er að um 5 prósent af öllum dauðsföllum í heiminum árið 2016 megi rekja beint til drykkju áfengis og að Þrír af hverjum fjórum sem létu lífið vegna áfengisneyslu voru karlmenn. Um fjórðungur dauðsfallanna var tilkominn vegna ýmissa líkamlegra meiðsla, til að mynda eftir umferðarslys, ofbeldi eða sjálfsskaðandi hegðun. Um 40 prósent dauðsfallanna vegna áfengisneyslu eru rakinn til meltinga- og hjartasjúkdóma og rúmlega 22 prósent létust vegna annarra meina, líkamlegra jafnt sem andlegra, sem rakin eru beint til áfengisdrykkju. Fyrir Alþingi liggur nú lagafrumvarp um breytingar á sölu með áfengi á Íslandi, en þetta er í fimmta sinn sambærilegt mál er lagt fyrir þingheim. Frumvarpið gerir ráð fyrir að áfram verði hægt verði að fá áfengi í Vínbúðum landsins, sem og í sérverslunum með mat- og drykk en ekki stórmörkuðum og matvöruverslunum. Þá verða heimildir til að auglýsa áfengi einnig rýmkaðar, það er að segja verði frumvarpi samþykkt.Aðgengi stóraukist en neyslan ekki Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, Þorsteinn Víglundsson, segir að þrátt fyrir aukið aðgengi að áfengi feli nýja frumvarpið ekki í sér stórtækar breytingar í lýðheilsumálum þjóðarinnar. „Meginmarkmið okkar í lýðheilsu eru eftir sem áður áfengisgjaldið - það er óbreytt - og hins vegar þá forvarnir og fræðsla. Í þessu frumvarpi erum við að leggja til að það verði lögð enn meiri áhersla á þann þátt,“ segir Þorsteinn. Hann segist því ekki óttast að aukið aðgengi að áfengi muni skila sér í stóraukinni áfengisneyslu þjóðarinnar. „Ég held að það sé alveg óhætt að fullyrða að í fyrsta lagi þá höfum við ekkert stýrt aðgengi að áfenginu. Við höfum fjölgað vínverslunum verulega sem og vínveitingarleyfum. Það hefur ekki haft þau áhrif að áfengisneysla sé hér eitthvað meira en gengur og gerist í nágrannalöndum okkar,“ segir Þorsteinn. Neyslan sé á pari við það sem minnst gerist á hinum Norðurlöndunum - „að teknu tilliti til hins mikla fjölda ferðamanna sem er hér á hverju ári. Þannig að nei, ég óttaðist það ekki. Það óttuðust allir að hér færi allt á hliðina þegar bjórinn var leyfður. Það þvert á móti gerðist ekki,“ segir Þorsteinn.
Heilbrigðismál Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira