Engum tekist að hrifsa stig af Liverpool Hjörvar Ólafsson skrifar 24. september 2018 07:30 Hollendingurinn Joel Matip skoraði eitt marka Liverpool um helgina vísir/getty Liverpool trónir taplaust á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla þegar sex umferðir hafa verið leiknar í deildinni. Liverpool sem hafði betur gegn Southampton er nú eina taplausa liðið á leiktíðinni þar sem Chelsea gerði markalaust jafntefli við West Ham United. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, gaf svissneska landsliðsframherjanum Xherdan Shaqiri tækifæri í byrjunarliðinu í leiknum gegn Southampton og hann þakkaði traustið með því að eiga þátt í tveimur af þremur mörkum liðsins í sannfærandi 3-0 sigri. Mohamed Salah batt svo endahnút á þriggja leikja markaþurrð sína þegar hann skoraði þriðja mark Liverpool í leiknum. Manchester City rak af sér slyðruorðið eftir tap gegn franska liðinu Lyon í fyrstu umferð í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í síðustu viku með því að gjörsigra Cardiff með fimm mörkum gegn engu. Manchester City og Chelsea fylgja fast á hæla Liverpool í toppbaráttu deildarinnar. Eins og staðan er núna stefnir í þriggja liða baráttu um enska meistaratitilinn, en Manchester United mistókst að hafa betur í þriðja deildarleik sínum í röð þegar liðið gerði 1-1 jafntelfi gegn Wolves. Arsenal bar hins vegar sigur úr býtum í fjórða deildarleik sínum í röð þegar liðið vann nokkuð þægilegan 2-0 sigur gegn Everton og Tottenham Hotspur komst aftur á sigurbraut með 2-1 sigri sínum gegn Brighton. Watford er svo áfram í námunda við toppliðin eftir 1-1 jafntefli gegn Fulham. José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, sagði að leikmenn liðsins hefðu ekki sýnt nægilega löngun og ákefð til þess að fara með sigur af hólmi gegn nýliðunum í Wolves sem hafa nú náð í stig á móti bæði Manchester United og Manchester City. Manchester United er nú átta stigum á eftir toppliði deildarinnar, Liverpool, og má ekki misstíga sig mikið meira fram að jólum ætli liðið að vera með í titilbaráttunni eftir áramót. Það er huggun harmi gegn fyrir stuðningsmenn Manchester United að þrátt fyrir að ekki hafi ekki tekist að kreista fram sigur inni á vellinum vann Sir Alex Ferguson, fyrrverandi knattspyrnustjóri liðsins, persónulegan sigur með því að mæta á völlinn í fyrsta skipti eftir að hafa fengið heilablóðfall í vor. Jóhann Berg Guðmundsson lék einkar vel fyrir Burnley sem vann langþráðan sigur þegar liðið vann sannfærandi 4-0 sigur gegn Bournemouth. Þetta var fyrsti sigur liðsins í deildinni á yfirstandandi leiktíð og raunar fyrsti sigur liðsins í rúman mánuð. Síðasti sigurleikur liðsins var gegn tyrkneska liðinu Istanbul Basaksehir í seinni leik liðanna í forkeppni Evrópudeildarinnar um miðjan ágúst síðastliðinn. Jóhann Berg lagði upp annað mark Burnley í leiknum, en hann sendi þá hárnákvæma fyrirgjöf á Aaron Lennon sem kom aðvífandi á fjærstöngina og kláraði færið með góðu skoti. Þeir áttu báðir góðan leik á vængjunum hjá liðinu. Íslenski landsliðsmaðurinn átti svo skot í stöngina sem Ashley Barnes fylgdi eftir og skilaði boltanum í netið. Burnley kom sér upp úr fallsæti með þessum sigri, en liðið er með fjögur stig og er tveimur stigum á undan Huddersfield, Cardiff og Newcastle sem eru með tvö stig hvert lið í fallsætunum. Það er gleðilegt að Jóhann Berg sé kominn á fulla ferð eftir að hafa tognað aftan í læri í upphafi tímabilsins og það er mikilvægt bæði í þeirri baráttu sem fram undan er hjá Burnley við að fikra sig upp töfluna og fyrir íslenska landsliðið í komandi verkefnum. Hann var í nokkrum enskum fjölmiðlum valinn maður leiksins, en aðrir enskir fjölmiðlar heilluðust meira af frammistöðu Aarons Lennon. Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Enski boltinn Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Körfubolti Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Sjá meira
Liverpool trónir taplaust á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla þegar sex umferðir hafa verið leiknar í deildinni. Liverpool sem hafði betur gegn Southampton er nú eina taplausa liðið á leiktíðinni þar sem Chelsea gerði markalaust jafntefli við West Ham United. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, gaf svissneska landsliðsframherjanum Xherdan Shaqiri tækifæri í byrjunarliðinu í leiknum gegn Southampton og hann þakkaði traustið með því að eiga þátt í tveimur af þremur mörkum liðsins í sannfærandi 3-0 sigri. Mohamed Salah batt svo endahnút á þriggja leikja markaþurrð sína þegar hann skoraði þriðja mark Liverpool í leiknum. Manchester City rak af sér slyðruorðið eftir tap gegn franska liðinu Lyon í fyrstu umferð í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í síðustu viku með því að gjörsigra Cardiff með fimm mörkum gegn engu. Manchester City og Chelsea fylgja fast á hæla Liverpool í toppbaráttu deildarinnar. Eins og staðan er núna stefnir í þriggja liða baráttu um enska meistaratitilinn, en Manchester United mistókst að hafa betur í þriðja deildarleik sínum í röð þegar liðið gerði 1-1 jafntelfi gegn Wolves. Arsenal bar hins vegar sigur úr býtum í fjórða deildarleik sínum í röð þegar liðið vann nokkuð þægilegan 2-0 sigur gegn Everton og Tottenham Hotspur komst aftur á sigurbraut með 2-1 sigri sínum gegn Brighton. Watford er svo áfram í námunda við toppliðin eftir 1-1 jafntefli gegn Fulham. José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, sagði að leikmenn liðsins hefðu ekki sýnt nægilega löngun og ákefð til þess að fara með sigur af hólmi gegn nýliðunum í Wolves sem hafa nú náð í stig á móti bæði Manchester United og Manchester City. Manchester United er nú átta stigum á eftir toppliði deildarinnar, Liverpool, og má ekki misstíga sig mikið meira fram að jólum ætli liðið að vera með í titilbaráttunni eftir áramót. Það er huggun harmi gegn fyrir stuðningsmenn Manchester United að þrátt fyrir að ekki hafi ekki tekist að kreista fram sigur inni á vellinum vann Sir Alex Ferguson, fyrrverandi knattspyrnustjóri liðsins, persónulegan sigur með því að mæta á völlinn í fyrsta skipti eftir að hafa fengið heilablóðfall í vor. Jóhann Berg Guðmundsson lék einkar vel fyrir Burnley sem vann langþráðan sigur þegar liðið vann sannfærandi 4-0 sigur gegn Bournemouth. Þetta var fyrsti sigur liðsins í deildinni á yfirstandandi leiktíð og raunar fyrsti sigur liðsins í rúman mánuð. Síðasti sigurleikur liðsins var gegn tyrkneska liðinu Istanbul Basaksehir í seinni leik liðanna í forkeppni Evrópudeildarinnar um miðjan ágúst síðastliðinn. Jóhann Berg lagði upp annað mark Burnley í leiknum, en hann sendi þá hárnákvæma fyrirgjöf á Aaron Lennon sem kom aðvífandi á fjærstöngina og kláraði færið með góðu skoti. Þeir áttu báðir góðan leik á vængjunum hjá liðinu. Íslenski landsliðsmaðurinn átti svo skot í stöngina sem Ashley Barnes fylgdi eftir og skilaði boltanum í netið. Burnley kom sér upp úr fallsæti með þessum sigri, en liðið er með fjögur stig og er tveimur stigum á undan Huddersfield, Cardiff og Newcastle sem eru með tvö stig hvert lið í fallsætunum. Það er gleðilegt að Jóhann Berg sé kominn á fulla ferð eftir að hafa tognað aftan í læri í upphafi tímabilsins og það er mikilvægt bæði í þeirri baráttu sem fram undan er hjá Burnley við að fikra sig upp töfluna og fyrir íslenska landsliðið í komandi verkefnum. Hann var í nokkrum enskum fjölmiðlum valinn maður leiksins, en aðrir enskir fjölmiðlar heilluðust meira af frammistöðu Aarons Lennon.
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Enski boltinn Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Körfubolti Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Sjá meira