Valdabaráttan nú fyrir opnum tjöldum þegar sænska þingið kemur saman Atli Ísleifsson skrifar 24. september 2018 08:45 Stefan Löfven, leiðtogi sænskra Jafnaðarmanna, hefur stýrt Svíþjóð frá árinu 2014. Vísir/Getty Sænska þingið kemur saman í fyrsta sinn í dag eftir kosningar sem fram fóru þann 9. september síðastliðinn. Fyrsta mál á dagskrá þingsins verður að kjósa nýjan þingforseta, en sá mun ráða miklu um framhaldið þegar kemur að myndun nýrrar stjórnar. Snúin staða er uppi í sænskum stjórnmálum eftir kosningarnar þar sem hvorug hefðbundnu blokkanna náði meirihluta. Rauðgræna blokkinn tryggði sér 144 þingsæti, bandalag borgaralegu flokkanna 143 og Svíþjóðardemókratar 62.Valdamikið embætti Valdabaráttan og þreifingar fulltrúa flokkanna hafa að mestu farið fram á bakvið tjöldin eftir kosningar, en nú verður breyting á. Embætti þingforseta er valdamikið í Svíþjóð, en auk þess að stýra dagskrá þingsins tilnefnir hann forsætisráðherra sem þingið greiðir svo atkvæði um. Þingforsetanum er ætlað að vera hafinn yfir flokkapólitík, en stóru flokkarnir líta á það sem kost að hafa sinn mann í stóli þingforseta við stjórnarmyndun. Aðrir flokkar hafa hafnað því að starfa með Svíþjóðardemókrötum, en flokkurinn hefur sagst ætla að greiða atkvæða með þingforsetaefni borgaralegu flokkanna. Má því teljast líklegt að Andreas Norlén, þingmaður hægriflokksins Moderaterna, verði fyrir valinu sem næsti þingforseti.Kosið um framtíð Löfven Fyrsta mál á dagskrá nýs þingforseta verður að ákvarða dagsetningu um hvenær þingið skuli greiða atkvæði um forsætisráðherra landsins. Slík atkvæðagreiðsla skal fara fram hafi forsætisráðherrann, í þessu tilviki Stefan Löfven, ekki sagt af sér embætti eftir kosningar. Borgaralegu flokkarnir hafa þegar lýst yfir að þeir vilji greiða atkvæði um framtíð Löfven í embætti þegar á morgun. Greiði meirihluti 349 þingmanna þingsins atkvæði gegn Löfven verður hann að víkja. Þar sem borgaralegu flokkarnir eru með einum þingmanni færri en rauðgrænu flokkarnir eru þeir háðir Svíþjóðardemókrötum að koma Löfven frá.Ræðir við leiðtoga Verði Löfven látinn víkja þarf nýr þingforseti að ræða við leiðtoga flokkanna á þingi til að komast að því hvernig landið liggur. Hann tilnefnir svo forsætisráðherra, mann sem hann telur líklegan til að þingið samþykki sem næsta forsætisráðherra. Þingið greiðir svo atkvæði um viðkomandi, en takist ekki að ná meirihluta ræðir þingforsetinn við leiðtoga flokkanna á ný. Takist þinginu ekki að ná saman um forsætisráðherra í fjórum tilraunum, skal boða til nýrra kosninga. Ljóst er að nokkrar vikur gætu liðið áður en niðurstaða fæst hver muni stýra Svíþjóð næstu fjögur árin. Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Svíar opnir fyrir því að kasta gömlu blokkapólitíkinni Niðurstaða kosninganna í Svíþjóð kann að leiða til mikilla breytinga í sænskum stjórnmálum. 11. september 2018 14:03 Framhaldið er óljóst í Svíþjóð Hvorki vinstri- né hægriblokkin í Svíþjóð fékk meirihluta þingsæta vegna velgengni Svíþjóðardemókrata. Boði Svíþjóðardemókrata um viðræður var hafnað. 11. september 2018 05:30 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Sjá meira
Sænska þingið kemur saman í fyrsta sinn í dag eftir kosningar sem fram fóru þann 9. september síðastliðinn. Fyrsta mál á dagskrá þingsins verður að kjósa nýjan þingforseta, en sá mun ráða miklu um framhaldið þegar kemur að myndun nýrrar stjórnar. Snúin staða er uppi í sænskum stjórnmálum eftir kosningarnar þar sem hvorug hefðbundnu blokkanna náði meirihluta. Rauðgræna blokkinn tryggði sér 144 þingsæti, bandalag borgaralegu flokkanna 143 og Svíþjóðardemókratar 62.Valdamikið embætti Valdabaráttan og þreifingar fulltrúa flokkanna hafa að mestu farið fram á bakvið tjöldin eftir kosningar, en nú verður breyting á. Embætti þingforseta er valdamikið í Svíþjóð, en auk þess að stýra dagskrá þingsins tilnefnir hann forsætisráðherra sem þingið greiðir svo atkvæði um. Þingforsetanum er ætlað að vera hafinn yfir flokkapólitík, en stóru flokkarnir líta á það sem kost að hafa sinn mann í stóli þingforseta við stjórnarmyndun. Aðrir flokkar hafa hafnað því að starfa með Svíþjóðardemókrötum, en flokkurinn hefur sagst ætla að greiða atkvæða með þingforsetaefni borgaralegu flokkanna. Má því teljast líklegt að Andreas Norlén, þingmaður hægriflokksins Moderaterna, verði fyrir valinu sem næsti þingforseti.Kosið um framtíð Löfven Fyrsta mál á dagskrá nýs þingforseta verður að ákvarða dagsetningu um hvenær þingið skuli greiða atkvæði um forsætisráðherra landsins. Slík atkvæðagreiðsla skal fara fram hafi forsætisráðherrann, í þessu tilviki Stefan Löfven, ekki sagt af sér embætti eftir kosningar. Borgaralegu flokkarnir hafa þegar lýst yfir að þeir vilji greiða atkvæði um framtíð Löfven í embætti þegar á morgun. Greiði meirihluti 349 þingmanna þingsins atkvæði gegn Löfven verður hann að víkja. Þar sem borgaralegu flokkarnir eru með einum þingmanni færri en rauðgrænu flokkarnir eru þeir háðir Svíþjóðardemókrötum að koma Löfven frá.Ræðir við leiðtoga Verði Löfven látinn víkja þarf nýr þingforseti að ræða við leiðtoga flokkanna á þingi til að komast að því hvernig landið liggur. Hann tilnefnir svo forsætisráðherra, mann sem hann telur líklegan til að þingið samþykki sem næsta forsætisráðherra. Þingið greiðir svo atkvæði um viðkomandi, en takist ekki að ná meirihluta ræðir þingforsetinn við leiðtoga flokkanna á ný. Takist þinginu ekki að ná saman um forsætisráðherra í fjórum tilraunum, skal boða til nýrra kosninga. Ljóst er að nokkrar vikur gætu liðið áður en niðurstaða fæst hver muni stýra Svíþjóð næstu fjögur árin.
Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Svíar opnir fyrir því að kasta gömlu blokkapólitíkinni Niðurstaða kosninganna í Svíþjóð kann að leiða til mikilla breytinga í sænskum stjórnmálum. 11. september 2018 14:03 Framhaldið er óljóst í Svíþjóð Hvorki vinstri- né hægriblokkin í Svíþjóð fékk meirihluta þingsæta vegna velgengni Svíþjóðardemókrata. Boði Svíþjóðardemókrata um viðræður var hafnað. 11. september 2018 05:30 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Sjá meira
Svíar opnir fyrir því að kasta gömlu blokkapólitíkinni Niðurstaða kosninganna í Svíþjóð kann að leiða til mikilla breytinga í sænskum stjórnmálum. 11. september 2018 14:03
Framhaldið er óljóst í Svíþjóð Hvorki vinstri- né hægriblokkin í Svíþjóð fékk meirihluta þingsæta vegna velgengni Svíþjóðardemókrata. Boði Svíþjóðardemókrata um viðræður var hafnað. 11. september 2018 05:30