Æi, mig langar að komast heim! Ásrún Matthíasdóttir skrifar 26. september 2018 14:45 Mér finnst ekki boðlegt að vera allt að klukkutíma að keyra um 10 kílómetra á höfuðborgarsvæðinu til að komast í og úr vinnu. Ef ég legg af stað úr Hafnarfirði á tímabilinu 7.45–9.00 þá er þetta oft ferðatíminn, það þarf ekki að hafa orðið slys á leiðinni til að tefja, þetta er venjan núna. Það er jafnvel verra að komast heim seinnipartinn, biðröðin byrjar á bílastæðinu hér í Háskólanum í Reykjavík (HR) og nefni ég sem dæmi að um daginn þegar ég var búin að bíða í nærri 10 mínútur eftir að komast út af stæðinu lagði ég aftur og fór inn og beið þar í nærri 2 klukkutíma eftir að komast heim. Í annað skipti var ég 40 mínútur að komast frá HR út að Bústaðavegi sem er líklega um 2 kílómetra leið. Oft er bent á að það sé líka hægt að labba, hjóla eða taka strætó en það hentar einfaldlega ekki öllum af margvíslegum ástæðum. Mér datt í hug að skoða hvernig væri að taka strætó og fór á góðan vef fyrirtækisins. Niðurstöðurnar eru að ef ég vil fara að heiman 8.30 á virkum degi þá tekur ferðin 47 til 52 mínútur eftir því hvort ég næði vagni 8.40 eða 8.50 og þar af væri ég á gangi í 15 mínútur. Líklega er ekki gert ráð fyrir að strætó sé fastur í röð eins og aðrir á þessum tíma og því gæti tíminn verið enn lengri. Ekki fýsilegur kostur finnst mér því miður. Það er eflaust gott og gaman að hjóla í vinnuna en einhvern veginn hugnast mér það ekki, líst ekki á að koma veðurbarin og sveitt í vinnuna fyrir utan að önnur verkefni í morgunsárið gera það næstum ómögulegt að fara nógu snemma af stað til að mæta um kl. 9.00. Ég veit að það eru til rafmagnshjól og alls konar hlífðarfatnaður en einhvern veginn leiðist mér veðrið hér á landi og langar ekkert að hjóla svona langa vegalengd í íslensku veðri. Kannski eru einhverjir sem geta farið fyrr af stað bæði í og úr vinnu eða mætt seinna og farið seinna heim en flestir hafa ekki þann sveigjanleika og þurfa að fara af stað á svipuðum tíma. Einhverjir geta líka unnið heima oft eða stundum og kannski er það lausnin að fleiri fengju tækifæri til að gera það. En eitt er þó gott við þetta ástand, þetta getur sparað mér pening. Mér dettur ekki í hug að fara að versla í Reykjavík eftir vinnu nema lífið liggi við. Ef mig vantar eitthvað þá athuga ég fyrst á netinu og í minni heimabyggð hvort það fæst þar. Ef ekki þá bíð ég eftir næstu utanlandsferð eða bara sleppi að kaupa það sem vantar. Vona að aukinn bensín/rafmagnskostnaður við að bíða og bíða vegi ekki upp á móti sparnaðinum við að sleppa að kaupa.Gengur ekki lengur Í könnun sem Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Vegagerðin létu gera 2017 má sjá þessar niðurstöður: „Samkvæmt könnuninni voru 76% allra ferða á höfuðborgarsvæðinu farnar með einkabíl og 4% með strætisvögnum, breytist lítið frá 2011 og 2014. Áhugavert er að sjá að skv. könnuninni haustið 2017 jókst hlutdeild hjólreiða úr 4% í 6% frá könnun 2014.“ Það eru greinilegar flestir sem velja að nota bílinn og þarf þá ekki reyna að liðka fyrir umferðinni? Þegar ég er að skrifa þennan pistil þá les ég á netinu að það hafi því miður orðið árekstur á gatnamótum Bústaðavegar og Flugvallarvegar í Reykjavík og út um gluggann sést að biðröðin er strax komin frá bílastæðunum í HR klukkan rúmlega tvö. Ekki bætir úr skák að það kviknar í bíl á Miklubrautinni skömmu seinna. Og ég sem ætlaði snemma heim til að losna við biðröðina, það endar með að ég verð hér til kl. 18 einu sinni enn. Kannski ég ætti að hringja í Vinnueftirlitið eða neyðarlínuna því ég er föst á vinnustað. Það er ósköp gott að það skuli vera fjölbreyttar samgöngur til umræðu og einhver stefna til 2030 en þegar ég sit og bíð og bíð í bílnum tvisvar á dag þá hjálpar það mér lítið. Ég hef ekki lausn á þessum vanda en ætlast til að þeir sem eru kosnir til að stýra bæjum, borgum og þjóðinni allri finni lausnina fljótt og vel, þetta gengur ekki lengur.Höfundur er lektor við Háskólann í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Mér finnst ekki boðlegt að vera allt að klukkutíma að keyra um 10 kílómetra á höfuðborgarsvæðinu til að komast í og úr vinnu. Ef ég legg af stað úr Hafnarfirði á tímabilinu 7.45–9.00 þá er þetta oft ferðatíminn, það þarf ekki að hafa orðið slys á leiðinni til að tefja, þetta er venjan núna. Það er jafnvel verra að komast heim seinnipartinn, biðröðin byrjar á bílastæðinu hér í Háskólanum í Reykjavík (HR) og nefni ég sem dæmi að um daginn þegar ég var búin að bíða í nærri 10 mínútur eftir að komast út af stæðinu lagði ég aftur og fór inn og beið þar í nærri 2 klukkutíma eftir að komast heim. Í annað skipti var ég 40 mínútur að komast frá HR út að Bústaðavegi sem er líklega um 2 kílómetra leið. Oft er bent á að það sé líka hægt að labba, hjóla eða taka strætó en það hentar einfaldlega ekki öllum af margvíslegum ástæðum. Mér datt í hug að skoða hvernig væri að taka strætó og fór á góðan vef fyrirtækisins. Niðurstöðurnar eru að ef ég vil fara að heiman 8.30 á virkum degi þá tekur ferðin 47 til 52 mínútur eftir því hvort ég næði vagni 8.40 eða 8.50 og þar af væri ég á gangi í 15 mínútur. Líklega er ekki gert ráð fyrir að strætó sé fastur í röð eins og aðrir á þessum tíma og því gæti tíminn verið enn lengri. Ekki fýsilegur kostur finnst mér því miður. Það er eflaust gott og gaman að hjóla í vinnuna en einhvern veginn hugnast mér það ekki, líst ekki á að koma veðurbarin og sveitt í vinnuna fyrir utan að önnur verkefni í morgunsárið gera það næstum ómögulegt að fara nógu snemma af stað til að mæta um kl. 9.00. Ég veit að það eru til rafmagnshjól og alls konar hlífðarfatnaður en einhvern veginn leiðist mér veðrið hér á landi og langar ekkert að hjóla svona langa vegalengd í íslensku veðri. Kannski eru einhverjir sem geta farið fyrr af stað bæði í og úr vinnu eða mætt seinna og farið seinna heim en flestir hafa ekki þann sveigjanleika og þurfa að fara af stað á svipuðum tíma. Einhverjir geta líka unnið heima oft eða stundum og kannski er það lausnin að fleiri fengju tækifæri til að gera það. En eitt er þó gott við þetta ástand, þetta getur sparað mér pening. Mér dettur ekki í hug að fara að versla í Reykjavík eftir vinnu nema lífið liggi við. Ef mig vantar eitthvað þá athuga ég fyrst á netinu og í minni heimabyggð hvort það fæst þar. Ef ekki þá bíð ég eftir næstu utanlandsferð eða bara sleppi að kaupa það sem vantar. Vona að aukinn bensín/rafmagnskostnaður við að bíða og bíða vegi ekki upp á móti sparnaðinum við að sleppa að kaupa.Gengur ekki lengur Í könnun sem Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Vegagerðin létu gera 2017 má sjá þessar niðurstöður: „Samkvæmt könnuninni voru 76% allra ferða á höfuðborgarsvæðinu farnar með einkabíl og 4% með strætisvögnum, breytist lítið frá 2011 og 2014. Áhugavert er að sjá að skv. könnuninni haustið 2017 jókst hlutdeild hjólreiða úr 4% í 6% frá könnun 2014.“ Það eru greinilegar flestir sem velja að nota bílinn og þarf þá ekki reyna að liðka fyrir umferðinni? Þegar ég er að skrifa þennan pistil þá les ég á netinu að það hafi því miður orðið árekstur á gatnamótum Bústaðavegar og Flugvallarvegar í Reykjavík og út um gluggann sést að biðröðin er strax komin frá bílastæðunum í HR klukkan rúmlega tvö. Ekki bætir úr skák að það kviknar í bíl á Miklubrautinni skömmu seinna. Og ég sem ætlaði snemma heim til að losna við biðröðina, það endar með að ég verð hér til kl. 18 einu sinni enn. Kannski ég ætti að hringja í Vinnueftirlitið eða neyðarlínuna því ég er föst á vinnustað. Það er ósköp gott að það skuli vera fjölbreyttar samgöngur til umræðu og einhver stefna til 2030 en þegar ég sit og bíð og bíð í bílnum tvisvar á dag þá hjálpar það mér lítið. Ég hef ekki lausn á þessum vanda en ætlast til að þeir sem eru kosnir til að stýra bæjum, borgum og þjóðinni allri finni lausnina fljótt og vel, þetta gengur ekki lengur.Höfundur er lektor við Háskólann í Reykjavík.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar