AGS segir alþjóðlegt viðskiptastríð, olíuverð og miklar launahækkanir ógna stöðugleika Heimir Már Pétursson skrifar 25. september 2018 20:21 Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur nauðsynlegt að efla Fjármálaeftirlitið og að allt eftirlit með fjármálastarfsemi verði sameinað í Seðlabanka Íslands. Almennt er sjóðurinn ánægður með þróun efnahagsmála á Íslandi. Það sé jákvætt að dregið hafi úr hagvexti og fjölgun ferðamanna. Talsmenn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, AGS, kynntu niðurstöður sínar um stöðu íslensks efnahagslífs að lokinni árlegri tíu daga heimsókn sinni til landsins í dag. Sjóðurinn stendur við fyrri spár um mjúka lendingu eftir þensluskeið liðinna ára. Minni hagvöxtur hafi dregið úr hættu á ofhitnun og styrking krónunnar á árunum 2015 til 16 hafi hægt og bítandi dregið úr ósjálfbærri fjölgun ferðamanna. Aukið framboð á nýju húsnæði hægi á verðhækkunum á fasteignamarkaði og það sé eftirtektarverður árangur að verðbólga hafi í fimm ár verið nálægt markmiðum Seðlabankans. Ashok Bhatia aðstoðaryfirmaður AGS í Evrópu segir að engu að síður séu áhættuþættir til staðar. Það séu til að mynda áskoranir í flutningi á ferðamönnum með hækkandi eldsneytisverði og aukinni samkeppni í flugi frá miðju síðasta ári og sterk staða krónunnar. „Og það er raunveruleg áhætta, kannski lítil enn sem komið er, en enn til staðar á allsherjar alþjóðlegu viðskiptastríði. Það gæti haft áhrif á útflutningsvörum eins og áli og öðrum vörum sem Íslendingar flytja út. Þannig að það er áhyggjuefni,” segir Bhatia. Þá skapi útganga Breta úr Evrópusambandinu óvissu fyrir íslenskt efnahagslífi vegna útflutnings og fjölda ferðamanna frá Bretlandi. Niðurstaða komandi kjarasamninga ráði einnig miklu um framhaldið. „Ef sagan frá 2015 með miklum launahækkunum endurtekur sig. Hærri en framleiðsluaukningin. Mun það skaða samkeppnishæfni Íslands,” segir Bhatia. Sjóðurinn telur fjárfestingu í innviðum eins og menntun og heilbrigðisþjónustu ásamt niðurgreiðslu skulda til góða en telur að bæta þurfi eftirlit með allri fjármálastarfsemi. „Það var fjármálalífið sem ýtti Íslandi út í kreppu fyrir áratug,” minnir Bhatia á. Nú tíu árum eftir hrun ætti rökræðum um fyrirkomulag fjármálaeftirlits að ljúka og aðgerðir taka við. „Við teljum að það megi einfalda skipulag fjármálaeftirlitsins. Þá teljum við líkur á að með því að færa allt eftirlitið undir þak Seðlabankans sé góð hugmynd. Það muni straumlínulaga eftirlitið og taka meira tillit til hagfræðilegra stærða á víðum og breiðum grunni,” segir Ashik Bhatia. Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Fleiri fréttir Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Sjá meira
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur nauðsynlegt að efla Fjármálaeftirlitið og að allt eftirlit með fjármálastarfsemi verði sameinað í Seðlabanka Íslands. Almennt er sjóðurinn ánægður með þróun efnahagsmála á Íslandi. Það sé jákvætt að dregið hafi úr hagvexti og fjölgun ferðamanna. Talsmenn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, AGS, kynntu niðurstöður sínar um stöðu íslensks efnahagslífs að lokinni árlegri tíu daga heimsókn sinni til landsins í dag. Sjóðurinn stendur við fyrri spár um mjúka lendingu eftir þensluskeið liðinna ára. Minni hagvöxtur hafi dregið úr hættu á ofhitnun og styrking krónunnar á árunum 2015 til 16 hafi hægt og bítandi dregið úr ósjálfbærri fjölgun ferðamanna. Aukið framboð á nýju húsnæði hægi á verðhækkunum á fasteignamarkaði og það sé eftirtektarverður árangur að verðbólga hafi í fimm ár verið nálægt markmiðum Seðlabankans. Ashok Bhatia aðstoðaryfirmaður AGS í Evrópu segir að engu að síður séu áhættuþættir til staðar. Það séu til að mynda áskoranir í flutningi á ferðamönnum með hækkandi eldsneytisverði og aukinni samkeppni í flugi frá miðju síðasta ári og sterk staða krónunnar. „Og það er raunveruleg áhætta, kannski lítil enn sem komið er, en enn til staðar á allsherjar alþjóðlegu viðskiptastríði. Það gæti haft áhrif á útflutningsvörum eins og áli og öðrum vörum sem Íslendingar flytja út. Þannig að það er áhyggjuefni,” segir Bhatia. Þá skapi útganga Breta úr Evrópusambandinu óvissu fyrir íslenskt efnahagslífi vegna útflutnings og fjölda ferðamanna frá Bretlandi. Niðurstaða komandi kjarasamninga ráði einnig miklu um framhaldið. „Ef sagan frá 2015 með miklum launahækkunum endurtekur sig. Hærri en framleiðsluaukningin. Mun það skaða samkeppnishæfni Íslands,” segir Bhatia. Sjóðurinn telur fjárfestingu í innviðum eins og menntun og heilbrigðisþjónustu ásamt niðurgreiðslu skulda til góða en telur að bæta þurfi eftirlit með allri fjármálastarfsemi. „Það var fjármálalífið sem ýtti Íslandi út í kreppu fyrir áratug,” minnir Bhatia á. Nú tíu árum eftir hrun ætti rökræðum um fyrirkomulag fjármálaeftirlits að ljúka og aðgerðir taka við. „Við teljum að það megi einfalda skipulag fjármálaeftirlitsins. Þá teljum við líkur á að með því að færa allt eftirlitið undir þak Seðlabankans sé góð hugmynd. Það muni straumlínulaga eftirlitið og taka meira tillit til hagfræðilegra stærða á víðum og breiðum grunni,” segir Ashik Bhatia.
Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Fleiri fréttir Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Sjá meira