Viðskipti erlent

Oculus gefur út ný sýndarveruleikagleraugu

Samúel Karl Ólason skrifar
Þegar Quest kemur út verða rúmlega 50 sýndarveruleikaleikir í boði en Hugo Barra, einn af yfirmönnum Oculus, segir Quest hannað með leiki í huga.
Þegar Quest kemur út verða rúmlega 50 sýndarveruleikaleikir í boði en Hugo Barra, einn af yfirmönnum Oculus, segir Quest hannað með leiki í huga.
Fyrirtækið Oculus, sem er í eigu Facebook, ætlar að gefa út sýndarveruleikagleraugun Oculus Quest næsta vor. Mar Zuckerberg, forstjóri Facebook, segir Quest marka endalok fyrstu kynslóðar vara Oculus.

Zuckerberg segir Quest sameina allt það besta við sýndarveruleikann. Gleraugun og stýripinnarnir tveir sem fylgja þeim eru þráðlaus og kerfið fylgist með spilurum með nákvæmum hætti með myndavélum.

Þegar Quest kemur út verða rúmlega 50 sýndarveruleikaleikir í boði en Hugo Barra, einn af yfirmönnum Oculus, segir Quest hannað með leiki í huga. Til standi að fjárfesta í þróun fleiri leikja.

Samhliða tilkynningunni birti Oculus auglýsingu og útskýringarmyndband fyrir nýju gleraugun sem sjá má hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×