Leggja til stofnun miðstöðvar skimunar fyrir krabbameini Sighvatur Arnmundsson skrifar 27. september 2018 06:00 Halla Þorvaldsdóttir segir umræðu um framtíðarfyrirkomulag skimunar hafa verið grunna. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Krabbameinsfélagið leggur til að komið verði á fót Skimunarmiðstöð Íslands sem yrði þekkingarsetur um alla skimun fyrir krabbameini á landinu. Miðstöðin hefði umsjón með skipulagi, stjórnun, framkvæmd og uppgjöri skimunar. „Það hefur átt sér stað töluverð umræða um framtíðarfyrirkomulag skimunar fyrir krabbameini en sú umræða hefur verið afar grunn. Hún hefur fyrst og fremst snúist um það hvar skimanir fyrir brjósta- og leghálskrabbameini eigi að fara fram. Það sem við viljum vekja athygli á er að þetta er býsna margþætt ferli,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Þjónustusamningur félagsins og Sjúkratrygginga um skipulagða leit að krabbameini í brjóstum og leghálsi hefur verið framlengdur í sjöunda sinn og mun gilda út næsta ár. Halla segir að í mörg ár hafi ekkert nema skammtímasamningar staðið til boða. „Það hefur gert rekstrarumhverfi okkar rosalega erfitt og fjárveitingar ríkisins hafa langt í frá dugað fyrir rekstri leitarstarfsins. Stjórnvöld hafa komið til móts við það að nokkru leyti með því að styrkja félagið um 50 milljónir vegna þess árs. Ég vil meina að með samningum núna séum við að sýna mikla samfélagslega ábyrgð með því að tryggja konum í landinu áframhaldandi aðgengi að þessari þjónustu.“ Krabbameinsfélagið hefur samþykkt að veita 75 milljónir króna á samningstímanum til þess að tryggja áframhaldandi gæði þjónustunnar. Frá stofnun hefur félagið unnið brautryðjendastarf í forvörnum, skráningu og skimun fyrir krabbameini. Engu að síður hefur þátttaka í skimunum farið minnkandi. Á 26 ára tímabili minnkaði hún um 13 prósent og stóð í 55 prósentum árið 2016. Það hlutfall er vel undir viðmiðunarmörkum félagsins. Um þessar mundir vinnur sérstakt skimunarráð á vegum velferðarráðuneytisins að tillögum fyrir framtíðarfyrirkomulag skimana á Íslandi. „Það skiptir mestu máli í okkar huga að passa upp á að stjórnun og skipulag skimunar, alveg frá boðun og þangað til búið er að gera upp allan árangur, sé á sömu hendi. Við erum ekki endilega að segja að skimunin þurfi að vera á okkar vegum en ábyrgðin og valdið yfir því hvernig þetta er framkvæmt og hvernig skilum á upplýsingum er háttað þarf að vera á sama stað.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mikill meirihluti ómeðvitaður um aukna krabbameinshættu Rannsókn á erfðum rúmlega fimmtíu þúsund einstaklinga leiðir í ljós að 80 prósent þeirra sem bera stökkbreytingu í BRCA-genum eru ekki meðvitaðir um hana og þar með auknar líkur á krabbameini. 22. september 2018 08:00 Mæting í leghálsskimun sú versta á Norðurlöndunum Íslenskar konur skila sér verr í skimun fyrir leghálskrabbameini en aðrar konur á Norðurlöndunum. Mæting í krabbameinsskimun hefur dregist saman á liðnum árum að sögn yfirlæknis hjá Krabbameinsfélaginu. 22. september 2018 20:00 Mikilvægt að veita fjármagn til bólusetningar gegn leghálskrabbameini Forstjóri Krabbameinsfélagsins segir mikilvægt að Alþingi hafi ákveðið að veita fjármagni til að bólusetja tólf ára stúlkur gegn leghálskrabbameini. Byrjað verður að bólusetja næsta sumar. 25. desember 2010 19:00 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Sjá meira
Krabbameinsfélagið leggur til að komið verði á fót Skimunarmiðstöð Íslands sem yrði þekkingarsetur um alla skimun fyrir krabbameini á landinu. Miðstöðin hefði umsjón með skipulagi, stjórnun, framkvæmd og uppgjöri skimunar. „Það hefur átt sér stað töluverð umræða um framtíðarfyrirkomulag skimunar fyrir krabbameini en sú umræða hefur verið afar grunn. Hún hefur fyrst og fremst snúist um það hvar skimanir fyrir brjósta- og leghálskrabbameini eigi að fara fram. Það sem við viljum vekja athygli á er að þetta er býsna margþætt ferli,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Þjónustusamningur félagsins og Sjúkratrygginga um skipulagða leit að krabbameini í brjóstum og leghálsi hefur verið framlengdur í sjöunda sinn og mun gilda út næsta ár. Halla segir að í mörg ár hafi ekkert nema skammtímasamningar staðið til boða. „Það hefur gert rekstrarumhverfi okkar rosalega erfitt og fjárveitingar ríkisins hafa langt í frá dugað fyrir rekstri leitarstarfsins. Stjórnvöld hafa komið til móts við það að nokkru leyti með því að styrkja félagið um 50 milljónir vegna þess árs. Ég vil meina að með samningum núna séum við að sýna mikla samfélagslega ábyrgð með því að tryggja konum í landinu áframhaldandi aðgengi að þessari þjónustu.“ Krabbameinsfélagið hefur samþykkt að veita 75 milljónir króna á samningstímanum til þess að tryggja áframhaldandi gæði þjónustunnar. Frá stofnun hefur félagið unnið brautryðjendastarf í forvörnum, skráningu og skimun fyrir krabbameini. Engu að síður hefur þátttaka í skimunum farið minnkandi. Á 26 ára tímabili minnkaði hún um 13 prósent og stóð í 55 prósentum árið 2016. Það hlutfall er vel undir viðmiðunarmörkum félagsins. Um þessar mundir vinnur sérstakt skimunarráð á vegum velferðarráðuneytisins að tillögum fyrir framtíðarfyrirkomulag skimana á Íslandi. „Það skiptir mestu máli í okkar huga að passa upp á að stjórnun og skipulag skimunar, alveg frá boðun og þangað til búið er að gera upp allan árangur, sé á sömu hendi. Við erum ekki endilega að segja að skimunin þurfi að vera á okkar vegum en ábyrgðin og valdið yfir því hvernig þetta er framkvæmt og hvernig skilum á upplýsingum er háttað þarf að vera á sama stað.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mikill meirihluti ómeðvitaður um aukna krabbameinshættu Rannsókn á erfðum rúmlega fimmtíu þúsund einstaklinga leiðir í ljós að 80 prósent þeirra sem bera stökkbreytingu í BRCA-genum eru ekki meðvitaðir um hana og þar með auknar líkur á krabbameini. 22. september 2018 08:00 Mæting í leghálsskimun sú versta á Norðurlöndunum Íslenskar konur skila sér verr í skimun fyrir leghálskrabbameini en aðrar konur á Norðurlöndunum. Mæting í krabbameinsskimun hefur dregist saman á liðnum árum að sögn yfirlæknis hjá Krabbameinsfélaginu. 22. september 2018 20:00 Mikilvægt að veita fjármagn til bólusetningar gegn leghálskrabbameini Forstjóri Krabbameinsfélagsins segir mikilvægt að Alþingi hafi ákveðið að veita fjármagni til að bólusetja tólf ára stúlkur gegn leghálskrabbameini. Byrjað verður að bólusetja næsta sumar. 25. desember 2010 19:00 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Sjá meira
Mikill meirihluti ómeðvitaður um aukna krabbameinshættu Rannsókn á erfðum rúmlega fimmtíu þúsund einstaklinga leiðir í ljós að 80 prósent þeirra sem bera stökkbreytingu í BRCA-genum eru ekki meðvitaðir um hana og þar með auknar líkur á krabbameini. 22. september 2018 08:00
Mæting í leghálsskimun sú versta á Norðurlöndunum Íslenskar konur skila sér verr í skimun fyrir leghálskrabbameini en aðrar konur á Norðurlöndunum. Mæting í krabbameinsskimun hefur dregist saman á liðnum árum að sögn yfirlæknis hjá Krabbameinsfélaginu. 22. september 2018 20:00
Mikilvægt að veita fjármagn til bólusetningar gegn leghálskrabbameini Forstjóri Krabbameinsfélagsins segir mikilvægt að Alþingi hafi ákveðið að veita fjármagni til að bólusetja tólf ára stúlkur gegn leghálskrabbameini. Byrjað verður að bólusetja næsta sumar. 25. desember 2010 19:00