Fólk fær einn séns með nýju stöðumælana Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. september 2018 06:00 Nýju stöðumælarnir hafa ruglað nokkra ökumenn. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Nýir gjaldmælar Bílastæðasjóðs hafa ruglað ökumenn nokkuð í ríminu. Framkvæmdastjóri sjóðsins segir að fólk fái eitt tækifæri til að aðlagast nýja kerfinu. Fyrstu nýju mælarnir voru teknir í notkun fyrir mánuði. „Við erum að vinna í því að skipta síðustu gömlu mælunum út og það ætti að takast öðrum hvorum megin við helgina. Í raun eru þetta gömlu mælarnir nema búið er að uppfæra innvolsið og setja lyklaborð á þá,“ segir Kolbrún Jónatansdóttir, framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs. Verkefnið var boðið út en tilboðið sem fallist var á var nokkuð yfir kostnaðaráætlun. Kostnaður sjóðsins vegna breytinganna hleypur á tugum milljóna. Gömlu mælarnir voru seldir og gjaldmælum fækkað nokkuð. „Við vorum hálfpartinn neydd í þessa breytingu þar sem gömlu mælarnir ná ekki að uppfylla núverandi kortaöryggiskröfur. Sem stendur er unnið að því að fækka mælum jafnt og þétt og færa þetta yfir í símana,“ segir Kolbrún. Sumt við nýju mælana er áþekkt þeim gömlu en þó eru þar nokkrar grundvallarbreytingar. Á þeim er skjár sem sýnir stöðuna í ferlinu og að auki er þar að finna lyklaborð. Það er notað til þess að slá inn bílnúmer en með því móti verður óþarft að setja útprentaðan miða ofan á mælaborð bílsins. „Þú hefur val um að setja inn bílnúmerið. Ef það er ekki gert þá er hægt að fara með miðann í bílinn og gera þetta á gamla mátann,“ segir Kolbrún. Nokkuð hefur verið um það að notendur lendi í klandri með nýju mælana og nokkuð stofnast af sektum af þeim sökum. Dæmi eru um að fólk álíti að mælarnir séu að heimta alltof langan tíma ásamt fleiri hnökrum. „Það er í raun klaufaskapur ökumanns. Við höfum fengið slík mál til okkar en þá höfum við verið að gefa séns í eitt skipti og þannig verður það sennilega fram að jólum,“ segir Kolbrún. „Ef fólk er ítrekað að gera sömu mistök þá er það auðvitað ekki trúverðugt og stutt í sektina. En það ættu allir að vera búnir að læra þetta fyrir jól.“Leiðbeiningar fyrir nýju gjaldmælana:Hægt er að greiða með klinki og korti.Kjósi fólk að slá ekki inn bílnúmer er hægt að slá inn bullnúmer (t.d. XXX-XXX eða 000-000).+ takkinn bætir við 100 kr. ++ takkinn bætir við 500 kr. Upphæðin birtist á skjánum. Ráðlagt er að fylgjast með skjánum allt ferlið.Hægt er að ýta á X til að stöðva ferlið og byrja upp á nýtt. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Smápeningar í stöðumæla liðin tíð í borginni Reykvískir ökumenn geta frá og með deginum í dag lagt þeim sið að aka um með öskubakka og aðrar hirslur bifreiða sinna fullar af smápeningum ætluðum stöðumælum. 27. mars 2008 10:56 Stöðumælar settir upp á ferðamannastöðum í sumar Gestir á Þingvöllum og í Reynisfjöru munu þurfa að greiða bifreiðastæðagjald frá og með í sumar. 12. apríl 2016 17:50 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Sjá meira
Nýir gjaldmælar Bílastæðasjóðs hafa ruglað ökumenn nokkuð í ríminu. Framkvæmdastjóri sjóðsins segir að fólk fái eitt tækifæri til að aðlagast nýja kerfinu. Fyrstu nýju mælarnir voru teknir í notkun fyrir mánuði. „Við erum að vinna í því að skipta síðustu gömlu mælunum út og það ætti að takast öðrum hvorum megin við helgina. Í raun eru þetta gömlu mælarnir nema búið er að uppfæra innvolsið og setja lyklaborð á þá,“ segir Kolbrún Jónatansdóttir, framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs. Verkefnið var boðið út en tilboðið sem fallist var á var nokkuð yfir kostnaðaráætlun. Kostnaður sjóðsins vegna breytinganna hleypur á tugum milljóna. Gömlu mælarnir voru seldir og gjaldmælum fækkað nokkuð. „Við vorum hálfpartinn neydd í þessa breytingu þar sem gömlu mælarnir ná ekki að uppfylla núverandi kortaöryggiskröfur. Sem stendur er unnið að því að fækka mælum jafnt og þétt og færa þetta yfir í símana,“ segir Kolbrún. Sumt við nýju mælana er áþekkt þeim gömlu en þó eru þar nokkrar grundvallarbreytingar. Á þeim er skjár sem sýnir stöðuna í ferlinu og að auki er þar að finna lyklaborð. Það er notað til þess að slá inn bílnúmer en með því móti verður óþarft að setja útprentaðan miða ofan á mælaborð bílsins. „Þú hefur val um að setja inn bílnúmerið. Ef það er ekki gert þá er hægt að fara með miðann í bílinn og gera þetta á gamla mátann,“ segir Kolbrún. Nokkuð hefur verið um það að notendur lendi í klandri með nýju mælana og nokkuð stofnast af sektum af þeim sökum. Dæmi eru um að fólk álíti að mælarnir séu að heimta alltof langan tíma ásamt fleiri hnökrum. „Það er í raun klaufaskapur ökumanns. Við höfum fengið slík mál til okkar en þá höfum við verið að gefa séns í eitt skipti og þannig verður það sennilega fram að jólum,“ segir Kolbrún. „Ef fólk er ítrekað að gera sömu mistök þá er það auðvitað ekki trúverðugt og stutt í sektina. En það ættu allir að vera búnir að læra þetta fyrir jól.“Leiðbeiningar fyrir nýju gjaldmælana:Hægt er að greiða með klinki og korti.Kjósi fólk að slá ekki inn bílnúmer er hægt að slá inn bullnúmer (t.d. XXX-XXX eða 000-000).+ takkinn bætir við 100 kr. ++ takkinn bætir við 500 kr. Upphæðin birtist á skjánum. Ráðlagt er að fylgjast með skjánum allt ferlið.Hægt er að ýta á X til að stöðva ferlið og byrja upp á nýtt.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Smápeningar í stöðumæla liðin tíð í borginni Reykvískir ökumenn geta frá og með deginum í dag lagt þeim sið að aka um með öskubakka og aðrar hirslur bifreiða sinna fullar af smápeningum ætluðum stöðumælum. 27. mars 2008 10:56 Stöðumælar settir upp á ferðamannastöðum í sumar Gestir á Þingvöllum og í Reynisfjöru munu þurfa að greiða bifreiðastæðagjald frá og með í sumar. 12. apríl 2016 17:50 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Sjá meira
Smápeningar í stöðumæla liðin tíð í borginni Reykvískir ökumenn geta frá og með deginum í dag lagt þeim sið að aka um með öskubakka og aðrar hirslur bifreiða sinna fullar af smápeningum ætluðum stöðumælum. 27. mars 2008 10:56
Stöðumælar settir upp á ferðamannastöðum í sumar Gestir á Þingvöllum og í Reynisfjöru munu þurfa að greiða bifreiðastæðagjald frá og með í sumar. 12. apríl 2016 17:50