Lítil dæmisaga Davíð Gíslason skrifar 28. september 2018 07:00 Af ákveðnu tilefni hafa gömul atvik komið upp í huga minn, frá því ég var ungur drengur vestur í Dýrafirði. Ég er yngstur níu systkina og á heimili mínu var afar gestkvæmt. Móðir mín hafði því í mörg horn að líta. Þrátt fyrir það var hún beðin að taka að sér miðaldra, þroskaheftan mann frá Þingeyri, sem orðið hafði fyrir einelti af unglingum og einstaka fullorðnum í þorpinu. Okkur systkinunum brá illa í brún þegar hann birtist eitt kvöldið með móður minni. Þetta breyttist þó fljótt og brátt var þessi nýi heimilismaður öllum hugljúfi og gleðigjafi. Hann gekk alltaf undir gælunafninu Dúddi. Hann var á óræðum aldri, hávaxinn og afar feitlaginn. Hann talaði tungumál, sem enginn annar talaði, og sem við vorum nokkrar vikur að tileinka okkur. Öll æðri tölfræði var honum ókunn og hann kunni skil á aðeins tveimur tölum. Því var hann að eigin sögn níu ára gamall og fimm pund að þyngd. Dúddi varð eins konar lukkutröll á bænum, sem allir sveitungarnir þekktu og umgengust eins og vin og félaga. Einn góður fjölskylduvinur, sem Dúddi hafði miklar mætur á, gerði það eitt sinn að gamni sínu að leggja á borðið fyrir framan hann tveggja krónu pening og fimm hundruð króna seðil og láta Dúdda velja hvort hann vildi heldur. Dúddi var fljótur að velja og hann tók túkallinn. Nokkru seinna, þegar nokkuð margmennt var á heimilinu, lagði sami maður tveggja krónu pening og fimm hundruð krónu seðil á borðið fyrir Dúdda og sagði að hann mætti eiga hvort tveggja. En svo dró hann stóran brjóstsykurspoka upp úr vasa sínum og sagði að Dúddi gæti fengið hann með því að borga hann, annaðhvort með peningnum eða seðlinum. Dúddi var skjótur til og rétti fram seðilinn og tók til sín sælgætispokann og peninginn og ljómaði af gleði, en viðstaddir hlógu hjartanlega, allir nema móðir mín, sem sagði að það væri ljótt að spila með aumingjann. Þetta tiltölulega lítilvæga atvik kom upp í huga minn eftir 65 ár, þegar ég las um þá ákvörðun heilbrigðisráðherra að senda sjúklinga með ónýta mjaðmaliði til útlanda í aðgerðir, þrátt fyrir þær þjáningar, sem það hlýtur að valda þeim, nýkomnum úr erfiðum aðgerðum, að þurfa að ferðast með flugvélum milli landa. Þetta gerir ráðherrann þótt kostnaður við aðgerðirnar sé þrisvar sinnum meiri erlendis, en ef þær væru gerðar á Íslandi, og ríkissjóður verður af skatttekjum, sem myndi svara til þriðjungs kostnaðarins væru aðgerðirnar gerðar hér heima. Þegar ráðherrann var spurður um þetta háttalag í Kastljósi útvarpsins þann 5. september síðastliðinn svaraði hann þáttarstjórnandanum: „Þú talar eins og ég sé með rassvasann fullan af peningum.“ Þarna virðist ráðherrann bera svipað skynbragð á peninga og Dúddi sem lagði ekkert verðgildi á þá peninga, sem honum áskotnuðust, en fannst túkallinn fallegri og fara betur í hendi. Þeir sem hafa vondan málstað að verja reyna oft að breiða yfir það með mælgi. Dúddi höndlaði með eigin peninga, en ráðherrann er að sólunda skattfé okkar borgaranna. Þar í liggur munurinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Sjá meira
Af ákveðnu tilefni hafa gömul atvik komið upp í huga minn, frá því ég var ungur drengur vestur í Dýrafirði. Ég er yngstur níu systkina og á heimili mínu var afar gestkvæmt. Móðir mín hafði því í mörg horn að líta. Þrátt fyrir það var hún beðin að taka að sér miðaldra, þroskaheftan mann frá Þingeyri, sem orðið hafði fyrir einelti af unglingum og einstaka fullorðnum í þorpinu. Okkur systkinunum brá illa í brún þegar hann birtist eitt kvöldið með móður minni. Þetta breyttist þó fljótt og brátt var þessi nýi heimilismaður öllum hugljúfi og gleðigjafi. Hann gekk alltaf undir gælunafninu Dúddi. Hann var á óræðum aldri, hávaxinn og afar feitlaginn. Hann talaði tungumál, sem enginn annar talaði, og sem við vorum nokkrar vikur að tileinka okkur. Öll æðri tölfræði var honum ókunn og hann kunni skil á aðeins tveimur tölum. Því var hann að eigin sögn níu ára gamall og fimm pund að þyngd. Dúddi varð eins konar lukkutröll á bænum, sem allir sveitungarnir þekktu og umgengust eins og vin og félaga. Einn góður fjölskylduvinur, sem Dúddi hafði miklar mætur á, gerði það eitt sinn að gamni sínu að leggja á borðið fyrir framan hann tveggja krónu pening og fimm hundruð króna seðil og láta Dúdda velja hvort hann vildi heldur. Dúddi var fljótur að velja og hann tók túkallinn. Nokkru seinna, þegar nokkuð margmennt var á heimilinu, lagði sami maður tveggja krónu pening og fimm hundruð krónu seðil á borðið fyrir Dúdda og sagði að hann mætti eiga hvort tveggja. En svo dró hann stóran brjóstsykurspoka upp úr vasa sínum og sagði að Dúddi gæti fengið hann með því að borga hann, annaðhvort með peningnum eða seðlinum. Dúddi var skjótur til og rétti fram seðilinn og tók til sín sælgætispokann og peninginn og ljómaði af gleði, en viðstaddir hlógu hjartanlega, allir nema móðir mín, sem sagði að það væri ljótt að spila með aumingjann. Þetta tiltölulega lítilvæga atvik kom upp í huga minn eftir 65 ár, þegar ég las um þá ákvörðun heilbrigðisráðherra að senda sjúklinga með ónýta mjaðmaliði til útlanda í aðgerðir, þrátt fyrir þær þjáningar, sem það hlýtur að valda þeim, nýkomnum úr erfiðum aðgerðum, að þurfa að ferðast með flugvélum milli landa. Þetta gerir ráðherrann þótt kostnaður við aðgerðirnar sé þrisvar sinnum meiri erlendis, en ef þær væru gerðar á Íslandi, og ríkissjóður verður af skatttekjum, sem myndi svara til þriðjungs kostnaðarins væru aðgerðirnar gerðar hér heima. Þegar ráðherrann var spurður um þetta háttalag í Kastljósi útvarpsins þann 5. september síðastliðinn svaraði hann þáttarstjórnandanum: „Þú talar eins og ég sé með rassvasann fullan af peningum.“ Þarna virðist ráðherrann bera svipað skynbragð á peninga og Dúddi sem lagði ekkert verðgildi á þá peninga, sem honum áskotnuðust, en fannst túkallinn fallegri og fara betur í hendi. Þeir sem hafa vondan málstað að verja reyna oft að breiða yfir það með mælgi. Dúddi höndlaði með eigin peninga, en ráðherrann er að sólunda skattfé okkar borgaranna. Þar í liggur munurinn.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar