Konu í Sviss stefnt fyrir meiðyrði vegna Hlíðamálsins Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. september 2018 11:37 Konunni hefur verið stefnt fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur vegna ummælanna sem hún birti á samfélagsmiðlum. vísir/hanna Mennirnir tveir, sem sakaðir voru um kynferðisbrot í Hlíðunum árið 2015, hafa stefnt íslenskri konu búsettri í Sviss fyrir meiðyrði. Mennirnir krefjast þess að ummæli sem konan birti á Twitter og Facebook í nóvember 2015 verði dæmd dauð og ómerk. Þeir krefja konuna einnig um 2 milljónir hvor í skaðabætur. Stefna á hendur konunni birtist í Lögbirtingablaðinu í dag. RÚV greindi fyrst frá.Varaði við stefnendum og kallaði þá raðnauðgara Ummælin sem konunni er stefnt fyrir eru öll á ensku og voru birt þann 9. nóvember 2015. Fyrstu ummælin birti konan á Twitter þar sem hún varaði fólk við stefnendum og kallaði þá raðnauðgara („serial rapists“). Með færslunni fylgdi mynd með upplýsingum um nöfn stefnenda og Facebook svæði þeirra, að því er segir í stefnu. Þá kemur einnig fram að sama dag hafi hún skrifað og birt svipaða færslu á Facebook, en auk þess að vara við stefnendum þá bætti hún því við að þeir væru raðnauðgarar, sem dópuðu konur og nauðguðu þeim svo í íbúð sérstaklega útbúinni til nauðgana. Þá kallaði hún stefnendur skrímsli („monsters“). Með henni fylgdu hlekkir á fréttir um meint kynferðisbrot stefnenda auk upplýsinga um nöfn þeirra og Facebook svæði. Þá hafi færslan verið opin og á ensku til þess að hún næði til sem flestra. Þá birti konan tvær færslur á Facebook til viðbótar en þar sagðist hún m.a. vera búin að vara tvo vini sína við mönnunum, sem hefðu fjarlægt þá af vinalista sínum á Facebook. Í stefnu mannanna í Lögbirtingablaðinu kemur fram að konunni hafi verið boðið að ljúka málinu utan réttar með kröfubréfi dagsettu 27. apríl 2016. Hún hafi kosið að svara því bréfi ekki og þannig sé stefnendum nauðugur einn sá kostur að höfða dómsmál „til þess að verja æru sína og friðhelgi einkalífs”.Segjast hafa óttast um líf sitt vegna múgæsings Forsögu Hlíðamálsins má rekja til þess að Fréttablaðið greindi frá rannsókn lögreglu á nauðgun í íbúð í Hlíðunum. Vakti sérstaklega athygli að íbúðin var sögð útbúin til nauðgana. Fréttirnar vöktu mikla reiði og leiddu meðal annars til mótmæla fyrir utan lögreglustöðina á Hverfisgötu. Öllum kærum á hendur mönnunum tveimur var vísað frá og töldu þeir sig hafa orðið fyrir töluverðum miska vegna umfjöllunar um málið. Í stefnunni í dag segir jafnramt að mennirnir hafi óttast um líf sitt vegna múgæsingsins sem umfjöllun um málið hafi skapað og hrökklast úr landi. Ljóst sé að virðing, æra og persóna þeirra hafi beðið hnekki vegna ummæla konunnar. Stundin greindi frá því í síðustu viku að fjórum einstaklingum hefði verið stefnt vegna ummæla sem þeir viðhöfðu í tengslum við Hlíðamálið og að þar á meðal væri einn búsettur erlendis. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður mannanna vildi ekki tjá sig frekar um málið í samtali við Stundina. Ekki náðist í Vilhjálm við vinnslu fréttarinnar í dag. Dómsmál Hlíðamálið Tengdar fréttir Hæstiréttur staðfestir dóm yfir fréttamönnum vegna Hlíðamálsins Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli tveggja manna gegn 365 Miðlum ehf. og fjórum fréttamönnum vegna umfjöllunar um Hlíðamálið svonefnda. 26. júní 2018 16:18 Dómsorð í Hlíðamálinu Hæstiréttur staðfesti nýlega dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli tveggja manna gegn 365 miðlum ehf. og fjórum fréttamönnum vegna umfjöllunar um Hlíðamálið svonefnda. Vísi er gert að birta forsendur og dómsorð dómsins. 6. júlí 2018 12:00 Ríkissaksóknari fellir Hlíðamálið niður Málið komst í hámæli í upphafi nóvembermánaðar á síðasta ári en það þótti eigi líklegt til sakfellingar. 6. júní 2016 19:22 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Erlent Fleiri fréttir Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Sjá meira
Mennirnir tveir, sem sakaðir voru um kynferðisbrot í Hlíðunum árið 2015, hafa stefnt íslenskri konu búsettri í Sviss fyrir meiðyrði. Mennirnir krefjast þess að ummæli sem konan birti á Twitter og Facebook í nóvember 2015 verði dæmd dauð og ómerk. Þeir krefja konuna einnig um 2 milljónir hvor í skaðabætur. Stefna á hendur konunni birtist í Lögbirtingablaðinu í dag. RÚV greindi fyrst frá.Varaði við stefnendum og kallaði þá raðnauðgara Ummælin sem konunni er stefnt fyrir eru öll á ensku og voru birt þann 9. nóvember 2015. Fyrstu ummælin birti konan á Twitter þar sem hún varaði fólk við stefnendum og kallaði þá raðnauðgara („serial rapists“). Með færslunni fylgdi mynd með upplýsingum um nöfn stefnenda og Facebook svæði þeirra, að því er segir í stefnu. Þá kemur einnig fram að sama dag hafi hún skrifað og birt svipaða færslu á Facebook, en auk þess að vara við stefnendum þá bætti hún því við að þeir væru raðnauðgarar, sem dópuðu konur og nauðguðu þeim svo í íbúð sérstaklega útbúinni til nauðgana. Þá kallaði hún stefnendur skrímsli („monsters“). Með henni fylgdu hlekkir á fréttir um meint kynferðisbrot stefnenda auk upplýsinga um nöfn þeirra og Facebook svæði. Þá hafi færslan verið opin og á ensku til þess að hún næði til sem flestra. Þá birti konan tvær færslur á Facebook til viðbótar en þar sagðist hún m.a. vera búin að vara tvo vini sína við mönnunum, sem hefðu fjarlægt þá af vinalista sínum á Facebook. Í stefnu mannanna í Lögbirtingablaðinu kemur fram að konunni hafi verið boðið að ljúka málinu utan réttar með kröfubréfi dagsettu 27. apríl 2016. Hún hafi kosið að svara því bréfi ekki og þannig sé stefnendum nauðugur einn sá kostur að höfða dómsmál „til þess að verja æru sína og friðhelgi einkalífs”.Segjast hafa óttast um líf sitt vegna múgæsings Forsögu Hlíðamálsins má rekja til þess að Fréttablaðið greindi frá rannsókn lögreglu á nauðgun í íbúð í Hlíðunum. Vakti sérstaklega athygli að íbúðin var sögð útbúin til nauðgana. Fréttirnar vöktu mikla reiði og leiddu meðal annars til mótmæla fyrir utan lögreglustöðina á Hverfisgötu. Öllum kærum á hendur mönnunum tveimur var vísað frá og töldu þeir sig hafa orðið fyrir töluverðum miska vegna umfjöllunar um málið. Í stefnunni í dag segir jafnramt að mennirnir hafi óttast um líf sitt vegna múgæsingsins sem umfjöllun um málið hafi skapað og hrökklast úr landi. Ljóst sé að virðing, æra og persóna þeirra hafi beðið hnekki vegna ummæla konunnar. Stundin greindi frá því í síðustu viku að fjórum einstaklingum hefði verið stefnt vegna ummæla sem þeir viðhöfðu í tengslum við Hlíðamálið og að þar á meðal væri einn búsettur erlendis. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður mannanna vildi ekki tjá sig frekar um málið í samtali við Stundina. Ekki náðist í Vilhjálm við vinnslu fréttarinnar í dag.
Dómsmál Hlíðamálið Tengdar fréttir Hæstiréttur staðfestir dóm yfir fréttamönnum vegna Hlíðamálsins Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli tveggja manna gegn 365 Miðlum ehf. og fjórum fréttamönnum vegna umfjöllunar um Hlíðamálið svonefnda. 26. júní 2018 16:18 Dómsorð í Hlíðamálinu Hæstiréttur staðfesti nýlega dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli tveggja manna gegn 365 miðlum ehf. og fjórum fréttamönnum vegna umfjöllunar um Hlíðamálið svonefnda. Vísi er gert að birta forsendur og dómsorð dómsins. 6. júlí 2018 12:00 Ríkissaksóknari fellir Hlíðamálið niður Málið komst í hámæli í upphafi nóvembermánaðar á síðasta ári en það þótti eigi líklegt til sakfellingar. 6. júní 2016 19:22 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Erlent Fleiri fréttir Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Sjá meira
Hæstiréttur staðfestir dóm yfir fréttamönnum vegna Hlíðamálsins Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli tveggja manna gegn 365 Miðlum ehf. og fjórum fréttamönnum vegna umfjöllunar um Hlíðamálið svonefnda. 26. júní 2018 16:18
Dómsorð í Hlíðamálinu Hæstiréttur staðfesti nýlega dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli tveggja manna gegn 365 miðlum ehf. og fjórum fréttamönnum vegna umfjöllunar um Hlíðamálið svonefnda. Vísi er gert að birta forsendur og dómsorð dómsins. 6. júlí 2018 12:00
Ríkissaksóknari fellir Hlíðamálið niður Málið komst í hámæli í upphafi nóvembermánaðar á síðasta ári en það þótti eigi líklegt til sakfellingar. 6. júní 2016 19:22