Fjórar flugfreyjur leituðu á heilbrigðisstofnun með höfuðverk og þreytueinkenni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. september 2018 18:28 Vísir/Vilhelm Fjórir starfsmenn Icelandair, sem voru í áhöfn um borð í vél flugfélagsins sem kom til landsins frá Edmonton snemma í morgun, leitaði á sjúkrahús vegna óþæginda, höfuðverks og þreytueinkenna. Þetta staðfestir Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair, í samtali við fréttastofu. „Þetta er eitthvað sem kemur öðru hverju upp og hjá flugfélögum,“ segir Jens. Hann segir uppákomur sem þessa yfirleitt tengjast lélegu loftflæði í vélinni sem rekja megi til stífla í loftræstikerfi. Áhafnarmeðlimirnir leituðu á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem þeir gengust undir blóðprufu. Aðspurður segir Jens atvikið ekki hafa verið tilkynnt til Rannsóknarnefndar samgönguslysa enda telji flugfélagið uppákomuna ekki uppfylla skilyrði til þess að þess þurfi. Hann segir uppákomuna þó ekki ósvipaða þeirri sem upp kom í sumar en að því er Mannlíf greinir frá hafa minnst þrjár flugfreyjur verið óvinnufærar eftir að þær veiktust í vinnunni. Ragnar Guðmundsson, rannsakandi á flugsviði Rannsóknarnefndar samgönguslysa, segir að aðeins sé gerð krafa um tilkynningar til nefndarinnar þegar um er að ræða flugslys eða alvarleg flugatvik. Þannig ætti að tilkynna um atvik sem þessi ef flugmaður hefði fundið fyrir samskonar einkennum, en svo var ekki í þessu tilfelli. Aftur á móti hafi sambærileg tilvik ítrekað komið upp að undanförnu að sögn Rangars sem sum hver hafi haft í för með sér langvarandi afleiðingar og hafi því verið tekin til rannsóknar hjá nefndinni. Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Fjórir starfsmenn Icelandair, sem voru í áhöfn um borð í vél flugfélagsins sem kom til landsins frá Edmonton snemma í morgun, leitaði á sjúkrahús vegna óþæginda, höfuðverks og þreytueinkenna. Þetta staðfestir Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair, í samtali við fréttastofu. „Þetta er eitthvað sem kemur öðru hverju upp og hjá flugfélögum,“ segir Jens. Hann segir uppákomur sem þessa yfirleitt tengjast lélegu loftflæði í vélinni sem rekja megi til stífla í loftræstikerfi. Áhafnarmeðlimirnir leituðu á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem þeir gengust undir blóðprufu. Aðspurður segir Jens atvikið ekki hafa verið tilkynnt til Rannsóknarnefndar samgönguslysa enda telji flugfélagið uppákomuna ekki uppfylla skilyrði til þess að þess þurfi. Hann segir uppákomuna þó ekki ósvipaða þeirri sem upp kom í sumar en að því er Mannlíf greinir frá hafa minnst þrjár flugfreyjur verið óvinnufærar eftir að þær veiktust í vinnunni. Ragnar Guðmundsson, rannsakandi á flugsviði Rannsóknarnefndar samgönguslysa, segir að aðeins sé gerð krafa um tilkynningar til nefndarinnar þegar um er að ræða flugslys eða alvarleg flugatvik. Þannig ætti að tilkynna um atvik sem þessi ef flugmaður hefði fundið fyrir samskonar einkennum, en svo var ekki í þessu tilfelli. Aftur á móti hafi sambærileg tilvik ítrekað komið upp að undanförnu að sögn Rangars sem sum hver hafi haft í för með sér langvarandi afleiðingar og hafi því verið tekin til rannsóknar hjá nefndinni.
Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira