Alríkislögreglan hefur samband við Ramirez vegna Kavanaugh-rannsóknarinnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. september 2018 23:30 Deborah Ramirez er bekkjarsystir Kavanaugh úr Yale-háskóla. Vísir/AP Rannsókn Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, á ásökunum gegn Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, um kynferðisofbeldi er hafin. Þegar hefur verið haft samband við Deboruh Ramirez en hún er ein þriggja kvenna sem sakað hefur Kavanaugh um kynferðisbrot.Óvæntar vendingar urðu í dómsmálanefnd öldungadeild Bandaríkjaþings í gær að loknum vitnisburði Kavanaugh og Christine Blasey Ford, sem steig fram fyrst kvennanna þriggja. Tilnefning Kavanaugh til Hæstaréttar var samþykkt af nefndinni en þó var ákveðið að fara fram á rannsókn FBI á málinu. Rannsóknin má aðeins taka viku og verður „takmörkuð að umfangi“, að beiðni Bandaríkjaforseta.Washington Post greinir frá því í dag að FBI hafi nú byrjað að hafa samband við málsaðila, þar á meðal Deboruh Ramirez. Hún var skólasystir Kavanaugh í Yale-háskóla og sakar hann um að hafa þrýst kynfærum sínum að andliti hennar í gleðskap skólaárið 1983-1984.Brett Kavanaugh var mikið niðri fyrir við vitnaleiðslur í dómsmálanefnd í gær.Getty/Andrew Harnik - PoolÍ yfirlýsingu frá lögmanni Ramirez segir að hún muni svara spurningum FBI. Þá mun alríkislögreglan einnig falast eftir frekari upplýsingum frá Ford, sem bar vitni frammi fyrir dómsmálanefnd í gær. FBI mun hins vegar ekki óska eftir vitnisburði þriðju konunnar, Julie Swetnick, sem sakar Kavanaugh einnig um kynferðisbrot á níunda áratugnum. Öldungadeildin mun greiða atkvæði um það næsta föstudag hvort Kavanaugh verði hæstaréttardómari eða ekki. Repúblikanar eru með 51 atkvæði gegn 49 atkvæðum Demókrata en Mike Pence varaforseti hefur úrslitaatkvæðið ef atkvæði falla jöfn. Bandaríkin MeToo Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Ætlar ekki að láta „þvinga sig“ til að hætta Brett Kavanaugh grét þegar hann varði sig gagnvart ásökunum um kynferðisbrot. 27. september 2018 22:45 Miklar og óvæntar vendingar varðandi tilnefningu Kavanaugh Miklar vendingar urðu í dómsmálanefnd öldungadeild Bandaríkjaþings þegar tilnefning Brett Kavanaugh til Hæstaréttar var samþykkt af nefndinni. 28. september 2018 18:08 Mikilvægur þingmaður lýsir yfir stuðningi við Kavanaugh Líklegt þykir að dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings muni samþykja tilnefningu Brett Kavanaugh til Hæstaréttar Bandaríkjanna. 28. september 2018 17:06 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira
Rannsókn Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, á ásökunum gegn Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, um kynferðisofbeldi er hafin. Þegar hefur verið haft samband við Deboruh Ramirez en hún er ein þriggja kvenna sem sakað hefur Kavanaugh um kynferðisbrot.Óvæntar vendingar urðu í dómsmálanefnd öldungadeild Bandaríkjaþings í gær að loknum vitnisburði Kavanaugh og Christine Blasey Ford, sem steig fram fyrst kvennanna þriggja. Tilnefning Kavanaugh til Hæstaréttar var samþykkt af nefndinni en þó var ákveðið að fara fram á rannsókn FBI á málinu. Rannsóknin má aðeins taka viku og verður „takmörkuð að umfangi“, að beiðni Bandaríkjaforseta.Washington Post greinir frá því í dag að FBI hafi nú byrjað að hafa samband við málsaðila, þar á meðal Deboruh Ramirez. Hún var skólasystir Kavanaugh í Yale-háskóla og sakar hann um að hafa þrýst kynfærum sínum að andliti hennar í gleðskap skólaárið 1983-1984.Brett Kavanaugh var mikið niðri fyrir við vitnaleiðslur í dómsmálanefnd í gær.Getty/Andrew Harnik - PoolÍ yfirlýsingu frá lögmanni Ramirez segir að hún muni svara spurningum FBI. Þá mun alríkislögreglan einnig falast eftir frekari upplýsingum frá Ford, sem bar vitni frammi fyrir dómsmálanefnd í gær. FBI mun hins vegar ekki óska eftir vitnisburði þriðju konunnar, Julie Swetnick, sem sakar Kavanaugh einnig um kynferðisbrot á níunda áratugnum. Öldungadeildin mun greiða atkvæði um það næsta föstudag hvort Kavanaugh verði hæstaréttardómari eða ekki. Repúblikanar eru með 51 atkvæði gegn 49 atkvæðum Demókrata en Mike Pence varaforseti hefur úrslitaatkvæðið ef atkvæði falla jöfn.
Bandaríkin MeToo Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Ætlar ekki að láta „þvinga sig“ til að hætta Brett Kavanaugh grét þegar hann varði sig gagnvart ásökunum um kynferðisbrot. 27. september 2018 22:45 Miklar og óvæntar vendingar varðandi tilnefningu Kavanaugh Miklar vendingar urðu í dómsmálanefnd öldungadeild Bandaríkjaþings þegar tilnefning Brett Kavanaugh til Hæstaréttar var samþykkt af nefndinni. 28. september 2018 18:08 Mikilvægur þingmaður lýsir yfir stuðningi við Kavanaugh Líklegt þykir að dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings muni samþykja tilnefningu Brett Kavanaugh til Hæstaréttar Bandaríkjanna. 28. september 2018 17:06 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira
Ætlar ekki að láta „þvinga sig“ til að hætta Brett Kavanaugh grét þegar hann varði sig gagnvart ásökunum um kynferðisbrot. 27. september 2018 22:45
Miklar og óvæntar vendingar varðandi tilnefningu Kavanaugh Miklar vendingar urðu í dómsmálanefnd öldungadeild Bandaríkjaþings þegar tilnefning Brett Kavanaugh til Hæstaréttar var samþykkt af nefndinni. 28. september 2018 18:08
Mikilvægur þingmaður lýsir yfir stuðningi við Kavanaugh Líklegt þykir að dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings muni samþykja tilnefningu Brett Kavanaugh til Hæstaréttar Bandaríkjanna. 28. september 2018 17:06