Dómsmál í vegi uppbyggingar hjúkrunarrýma í Kópavogi Sveinn Arnarsson skrifar 10. september 2018 06:30 Miklar tafir hafa orðið á uppbyggingu rúmlega sextíu hjúkrunarrýma við Boðaþing í Kópavogi. Vísir/Pjetur Bæjarráð Kópavogs gagnrýnir heilbrigðisráðherra harðlega vegna neitunar ráðuneytisins um stækkun hjúkrunarheimilisins við Boðaþing 11 og 13 í bænum. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, segir málið eina allsherjar sorgarsögu. Tvö ár eru nú síðan skrifað var undir samkomulag um stækkun hjúkrunarheimilis í Boðaþingi. Síðan þá hefur hins vegar ekkert gerst í málinu og eru forsvarsmenn Kópavogsbæjar afar ósáttir við framgang þess.Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi.„Það var skrifað undir með pompi og prakt en síðan hefur sáralítið gerst og þetta er orðið ein sorgarsaga. Staðan er þá núna að Kópavogur er í óásættanlegri stöðu hvað varðar fjölda hjúkrunarrýma miðað við þau sveitarfélög sem við berum okkur saman við,“ segir Ármann. Hönnunarsamkeppni var haldin fyrir um tveimur árum um hús sem átti að tengjast eldra heimilinu með tengibyggingu. Arkitektar að eldri byggingunni fóru fram á lögbannskröfu á samkeppnina og töldu sig vera í rétti til að teikna hið nýja hús. „Það verður að taka þetta úr þessum hjólförum að okkar mati og við höfum sagt að við séum tilbúin til að taka þetta verkefni yfir og keyra þetta verkefni í höfn. Við höfum skrifað ráðuneytinu þess efnis og fengum svar nú þar sem beðið er dóms í Landsrétti vegna málsins,“ bætir Ármann við. Stækkun hjúkrunarheimilisins í Boðaþingi gæti tafist til 2020 vegna dómsmálsins um hver eigi rétt á að teikna bygginguna sem á að hýsa 64 hjúkrunarrými. „Það ófremdarástand sem ríkir í bið eftir hjúkrunarrýmum á höfuðborgarsvæðinu verður að leysa. Hægt væri að hefja framkvæmdir innan 6 mánaða við byggingu hjúkrunarheimilis við Boðaþing ef Kópavogur fengi heimild ráðuneytisins til að taka verkið yfir,“ segir í bókun bæjarráðs Kópavogs um málið. Í bókuninni segir einnig: „Vegna mikilla tafa við stækkun Boðaþings er nauðsynlegt að grípa strax til aðgerða. Kópavogsbær er tilbúinn, í samstarfi við hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð, að fjölga dagvistunarrýmum fyrir aldraða um 10 sem mun nýtast allt að 25 manns sem eru á biðlista sem telur 135 manns.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Bíl ekið inn í þvögu í Vancouver og nokkrir látnir Erlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Fleiri fréttir Björn plokkar í stað Höllu Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Sjá meira
Bæjarráð Kópavogs gagnrýnir heilbrigðisráðherra harðlega vegna neitunar ráðuneytisins um stækkun hjúkrunarheimilisins við Boðaþing 11 og 13 í bænum. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, segir málið eina allsherjar sorgarsögu. Tvö ár eru nú síðan skrifað var undir samkomulag um stækkun hjúkrunarheimilis í Boðaþingi. Síðan þá hefur hins vegar ekkert gerst í málinu og eru forsvarsmenn Kópavogsbæjar afar ósáttir við framgang þess.Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi.„Það var skrifað undir með pompi og prakt en síðan hefur sáralítið gerst og þetta er orðið ein sorgarsaga. Staðan er þá núna að Kópavogur er í óásættanlegri stöðu hvað varðar fjölda hjúkrunarrýma miðað við þau sveitarfélög sem við berum okkur saman við,“ segir Ármann. Hönnunarsamkeppni var haldin fyrir um tveimur árum um hús sem átti að tengjast eldra heimilinu með tengibyggingu. Arkitektar að eldri byggingunni fóru fram á lögbannskröfu á samkeppnina og töldu sig vera í rétti til að teikna hið nýja hús. „Það verður að taka þetta úr þessum hjólförum að okkar mati og við höfum sagt að við séum tilbúin til að taka þetta verkefni yfir og keyra þetta verkefni í höfn. Við höfum skrifað ráðuneytinu þess efnis og fengum svar nú þar sem beðið er dóms í Landsrétti vegna málsins,“ bætir Ármann við. Stækkun hjúkrunarheimilisins í Boðaþingi gæti tafist til 2020 vegna dómsmálsins um hver eigi rétt á að teikna bygginguna sem á að hýsa 64 hjúkrunarrými. „Það ófremdarástand sem ríkir í bið eftir hjúkrunarrýmum á höfuðborgarsvæðinu verður að leysa. Hægt væri að hefja framkvæmdir innan 6 mánaða við byggingu hjúkrunarheimilis við Boðaþing ef Kópavogur fengi heimild ráðuneytisins til að taka verkið yfir,“ segir í bókun bæjarráðs Kópavogs um málið. Í bókuninni segir einnig: „Vegna mikilla tafa við stækkun Boðaþings er nauðsynlegt að grípa strax til aðgerða. Kópavogsbær er tilbúinn, í samstarfi við hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð, að fjölga dagvistunarrýmum fyrir aldraða um 10 sem mun nýtast allt að 25 manns sem eru á biðlista sem telur 135 manns.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Bíl ekið inn í þvögu í Vancouver og nokkrir látnir Erlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Fleiri fréttir Björn plokkar í stað Höllu Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Sjá meira