Áfengisgjöldin þungur baggi á litlum brugghúsum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. september 2018 20:00 Fjöldi bjórgerða á Íslandi hefur ríflega þrefaldast á liðnum árum en bjórgerðarmenn segja lítil fyrirtæki eiga erfitt uppdráttar þar sem stór hluti veltunnar fari í áfengisgjöld. Þeir telja að lækka megi álögur á nýsköpunarfyrirtæki. Mikil gróska hefur verið í bjórgerð á Íslandi á síðustu árum en samkvæmt tölum frá Hagstofunni hefur fjöldi skráðra fyrirtækja í bjórgerð ríflega þrefaldast frá árinu 2008. Fjöldi skráðra bjórtegunda á Íslandi undanfarinn áratug.VísirÞau voru sex árið 2008 en nítján í fyrra. Ljóst er að fyrirtækin eru þó fleiri þar sem stærstu framleiðendurnir sem eru einnig í annarri framleiðslu eru ekki meðtaldir og ekki heldur allra minnstu einingarnar. Eigandi Reykjavík Brewing Co. og formaður samtaka handverksbrugghúsa segir brugghúsum á landsbyggðinni fjölga hratt. Sigurður Pétur Snorrason, eigandi RVK Brewing Co.Vísir„Þau eru að þjóna sínu sveitarfélagi, eru að skapa atvinnu á svæðinu og laða til sín fólk. Ekki síst erlenda ferðamenn sem koma kannski gagngert í heimsókn í lítil sveitarfélög úti á landi til þess að upplifa stemninguna og fara í lítil brugghús," segir Sigurður Pétur Snorrason, eigandi RVK Brewing Co. Hann segir rekstrarumhverfi lítilla fyrirtækja í bjórgerð erfitt þar sem stór hluti veltunnar fari í áfengisgjöld sem geti talið allt að 75% af framleiðslukostnaðinum við einn bjór hjá sér. „Það er heimild til þess í tilskipun frá Evrópusambandinu að lítil brugghús sem okkar fái allt að 50% niðurfellingu á áfengisgjöldum. Það eru dæmi um að þetta sé gert í öðrum Evrópulöndum þar sem eru há áfengisgjöld, líkt og í Noregi."Þórey Björk Halldórsdóttir og Ragnheiður Axel, eigendur Lady Brewery.VísirVinkonur sem stofnuðu örbrugghúsið Lady Brewery taka undir þetta og segja áfengisgjöldin þungan bagga á litlum fyrirtækjum. „Við erum að vinna með vöru sem er skattlögð áður en hún fer út úr húsi og áður en hún er jafnvel seld. Þetta eru fyrirfram greiddir skattar og þegar það er 300 til 400 króna skattur á hverjum seldum bjór skilar það sér í ótrúlega háu vöruverði," segir Ragnheiður Axel, annar eigenda Lady Brewery. Áfengi og tóbak Íslenskur bjór Viðskipti Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira
Fjöldi bjórgerða á Íslandi hefur ríflega þrefaldast á liðnum árum en bjórgerðarmenn segja lítil fyrirtæki eiga erfitt uppdráttar þar sem stór hluti veltunnar fari í áfengisgjöld. Þeir telja að lækka megi álögur á nýsköpunarfyrirtæki. Mikil gróska hefur verið í bjórgerð á Íslandi á síðustu árum en samkvæmt tölum frá Hagstofunni hefur fjöldi skráðra fyrirtækja í bjórgerð ríflega þrefaldast frá árinu 2008. Fjöldi skráðra bjórtegunda á Íslandi undanfarinn áratug.VísirÞau voru sex árið 2008 en nítján í fyrra. Ljóst er að fyrirtækin eru þó fleiri þar sem stærstu framleiðendurnir sem eru einnig í annarri framleiðslu eru ekki meðtaldir og ekki heldur allra minnstu einingarnar. Eigandi Reykjavík Brewing Co. og formaður samtaka handverksbrugghúsa segir brugghúsum á landsbyggðinni fjölga hratt. Sigurður Pétur Snorrason, eigandi RVK Brewing Co.Vísir„Þau eru að þjóna sínu sveitarfélagi, eru að skapa atvinnu á svæðinu og laða til sín fólk. Ekki síst erlenda ferðamenn sem koma kannski gagngert í heimsókn í lítil sveitarfélög úti á landi til þess að upplifa stemninguna og fara í lítil brugghús," segir Sigurður Pétur Snorrason, eigandi RVK Brewing Co. Hann segir rekstrarumhverfi lítilla fyrirtækja í bjórgerð erfitt þar sem stór hluti veltunnar fari í áfengisgjöld sem geti talið allt að 75% af framleiðslukostnaðinum við einn bjór hjá sér. „Það er heimild til þess í tilskipun frá Evrópusambandinu að lítil brugghús sem okkar fái allt að 50% niðurfellingu á áfengisgjöldum. Það eru dæmi um að þetta sé gert í öðrum Evrópulöndum þar sem eru há áfengisgjöld, líkt og í Noregi."Þórey Björk Halldórsdóttir og Ragnheiður Axel, eigendur Lady Brewery.VísirVinkonur sem stofnuðu örbrugghúsið Lady Brewery taka undir þetta og segja áfengisgjöldin þungan bagga á litlum fyrirtækjum. „Við erum að vinna með vöru sem er skattlögð áður en hún fer út úr húsi og áður en hún er jafnvel seld. Þetta eru fyrirfram greiddir skattar og þegar það er 300 til 400 króna skattur á hverjum seldum bjór skilar það sér í ótrúlega háu vöruverði," segir Ragnheiður Axel, annar eigenda Lady Brewery.
Áfengi og tóbak Íslenskur bjór Viðskipti Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira