Nýju þjálfararnir í NFL-deildinni töpuðu allir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. september 2018 11:30 Derek Carr, leikstjórnandi Oakland Raiders talar við þjálfara sinn Jon Gruden. Vísir/Getty Fyrstu umferð NFL-tímabilsins lauk í gær með sannfærandi sigrum hjá liðum New York Jets og Los Angeles Rams. Tapliðin mættu bæði með nýja þjálfara inn í þetta tímabil en þetta var svo sannarlega ekki helgi nýju þjálfarana í NFL. Sjö lið skiptu um þjálfara í sumar og öll sjö þurftu að sætta sig við tap í fyrsta leik. Jon Gruden tók við liði Oakland Raiders eftir að hafa verið sjónvarpsmaður í sjö ár á ESPN. Byrjun var ekki sannfærandi því liðið steinlá 33-13 á móti Los Angeles Rams í gær.FINAL: @RamsNFL WIN in Oakland! #LARvsOAK#LARams (by @Lexus) pic.twitter.com/pYPyiM7p7k — NFL (@NFL) September 11, 2018Jon Gruden var mjög vinsæll sjónvarpsmaður í Monday Night Football og fyrsti leikur hans féll einmitt á það kvöld. Eftir jafnan fyrri hálfleik þá keyrði Los Angeles Rams liðið yfir Oakland í seinni hálfleiks sem Hrútarnir unnu 23-0 og þar með leikinn 33-13. Matt Patricia hafði í leiknum á undan þurft að sætta sig við slæmt tap á móti New York Jets liðinu á heimavelli. Patricia var varnarþjálfari New England Patriots í mörg sigursæl ár en tók við liði Detroit Lions fyrir þetta tímabil. Detroit Lions tapaði 48-17 í hans fyrsta leik þar sem Ljónin köstuðu boltanum hvað eftir annað frá sér. Detroit-vörnin var búin að stela sendingu og skora eftir aðeins tíu sekúndur en nýliðinn Sam Darnold hjá New York Jets kastaði boltanum frá sér í fyrstu sendingu. Sam Darnold hristi þá martraðarbyrjun af sér og leiddi lið sitt til sannfærandi sigurs. Darnold er aðeins 21 árs og yngsti byrjunarliðsleikstjórnandi sögunnar.17 undefeated teams remain after Week 1! pic.twitter.com/QjhGhQyIVk — NFL (@NFL) September 11, 2018Hinir fimm þjálfararnir sem þurftu að sætta sig við tap í frumraun sinni voru Pat Shurmur hjá New York Giants, Matt Nagy hjá Chicago Bears, Steve Wilks hjá Arizona Cardinals, Frank Reich hjá Indianapolis Colts og Mike Vrabel hjá Tennessee Titans. 32 lið eru í NFL-deildinni þannig að 25 lið héldu tryggð við þjálfara sinn frá því í fyrra. NFL Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Enski boltinn Meistararnir unnu annan leikinn í röð Enski boltinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Enski boltinn Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Enski boltinn Fleiri fréttir Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Karlalið Vals er lið ársins 2024 Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sigurbjörn Bárðarson tekinn inn í Heiðurshöll ÍSÍ Díana Dögg öflug í sigri Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Við eigum okkur allir drauma“ KA fær lykilmann úr Eyjum „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Sjá meira
Fyrstu umferð NFL-tímabilsins lauk í gær með sannfærandi sigrum hjá liðum New York Jets og Los Angeles Rams. Tapliðin mættu bæði með nýja þjálfara inn í þetta tímabil en þetta var svo sannarlega ekki helgi nýju þjálfarana í NFL. Sjö lið skiptu um þjálfara í sumar og öll sjö þurftu að sætta sig við tap í fyrsta leik. Jon Gruden tók við liði Oakland Raiders eftir að hafa verið sjónvarpsmaður í sjö ár á ESPN. Byrjun var ekki sannfærandi því liðið steinlá 33-13 á móti Los Angeles Rams í gær.FINAL: @RamsNFL WIN in Oakland! #LARvsOAK#LARams (by @Lexus) pic.twitter.com/pYPyiM7p7k — NFL (@NFL) September 11, 2018Jon Gruden var mjög vinsæll sjónvarpsmaður í Monday Night Football og fyrsti leikur hans féll einmitt á það kvöld. Eftir jafnan fyrri hálfleik þá keyrði Los Angeles Rams liðið yfir Oakland í seinni hálfleiks sem Hrútarnir unnu 23-0 og þar með leikinn 33-13. Matt Patricia hafði í leiknum á undan þurft að sætta sig við slæmt tap á móti New York Jets liðinu á heimavelli. Patricia var varnarþjálfari New England Patriots í mörg sigursæl ár en tók við liði Detroit Lions fyrir þetta tímabil. Detroit Lions tapaði 48-17 í hans fyrsta leik þar sem Ljónin köstuðu boltanum hvað eftir annað frá sér. Detroit-vörnin var búin að stela sendingu og skora eftir aðeins tíu sekúndur en nýliðinn Sam Darnold hjá New York Jets kastaði boltanum frá sér í fyrstu sendingu. Sam Darnold hristi þá martraðarbyrjun af sér og leiddi lið sitt til sannfærandi sigurs. Darnold er aðeins 21 árs og yngsti byrjunarliðsleikstjórnandi sögunnar.17 undefeated teams remain after Week 1! pic.twitter.com/QjhGhQyIVk — NFL (@NFL) September 11, 2018Hinir fimm þjálfararnir sem þurftu að sætta sig við tap í frumraun sinni voru Pat Shurmur hjá New York Giants, Matt Nagy hjá Chicago Bears, Steve Wilks hjá Arizona Cardinals, Frank Reich hjá Indianapolis Colts og Mike Vrabel hjá Tennessee Titans. 32 lið eru í NFL-deildinni þannig að 25 lið héldu tryggð við þjálfara sinn frá því í fyrra.
NFL Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Enski boltinn Meistararnir unnu annan leikinn í röð Enski boltinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Enski boltinn Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Enski boltinn Fleiri fréttir Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Karlalið Vals er lið ársins 2024 Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sigurbjörn Bárðarson tekinn inn í Heiðurshöll ÍSÍ Díana Dögg öflug í sigri Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Við eigum okkur allir drauma“ KA fær lykilmann úr Eyjum „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Sjá meira