Samþjöppun í ferðaþjónustu framundan Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 11. september 2018 20:00 Búast má við samþjöppun í ferðaþjónustu á næstu misserum að mati sérfræðinga í greininni. Prófessor við Háskóla Íslands veltir fyrir sér hvort ferðaþjónusta verði fórnarlamb eigin velgengni eða takist að laga sig að breyttum aðstæðum. Framkvæmdastjóri Meet in Reykjavík sér tækifæri í stöðunni. Samtök ferðaþjónustunnar héldu fund um stöðu greinarinnar í dag, með tilliti til lífskúrfu og efnahagsmála. Gylfi Zoega prófessor við Háskóla Íslands einn framsögumanna þar segir að gengi ferðaþjónustu hafi gríðarmikil áhrif á gengi krónunnar. Gylfi Zoega prófessor við Háskóla Íslands einn framsögumanna þar segir að gengi ferðaþjónustu hafi gríðarmikil áhrif á gengi krónunnar.Mynd/Egill Aðalsteinsson„Stóra myndin er sú að þessi grein hefur lyft lífskörum hér á landi á undanförnum árum og svo er bara spurning um hvort að hún verði fórnalamb eigin velgengni með því að gera landið svona dýrt, hvernig greinin sjálf muni bregðast við,“ segir hann. Gylfi segir samdrátt í greininni hafa margvísleg áhrif. „Ef greinin gefur eftir þá mun krónan og landið verða ódýrara sem mun eitthvað draga úr fallinu. Þetta er hins vegar mjög erfitt umhverfi að vera í sérstaklega fyrir fyrirtæki úr öðrum útflutningsgreinum. Þau horfa upp á að landið verða dýrara af því ferðaþjónustan þenst út og svo skreppur hún saman og þá verður það ódýrara, segir Gylfi. Hann segir að á fundinum hafi verið rætt um hvað breytt staða þýði fyrir ferðaþjónustuna og menn talið að þar verði samþjöppun. Þorsteinn Örn Guðmundsson framkvæmdastjóri Meet in Reykjavík tekur undir það en sér margvísleg tækifæri í stöðunni. „Það verður einhver samþjöppun og endurskipulagning í greininni. Það er hægt að líta á það sem slæmt en það er líka hægt að sjá í því tækifæri sem ég held við ættum að gera og einblína á betur borgandi ferðamenn eins og t.d. ráðstefnugesti“ segir Þorsteinn. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Sunnlensk sveitarfélög vilja stöðva skipulagðar ferðir einkafyrirtækja Sveitarfélögin hafa krafið Samgöngustofu um að svipta nokkur hópferðafyrirtæki almennu rekstrarleyfi. 10. september 2018 06:00 Þjóðverjum fækkar verulega en Bandaríkjamönnum fjölgar Brottfarir erlendra farþega frá Íslandi um Keflavíkurflugvöll í ágúst síðastliðnum voru um átta þúsund færri en í ágúst í fyrra. 7. september 2018 11:06 Hæpið krepputal þegar tölur sýna metfjölda ferðamanna Aldrei í sögunni hafa jafnmargir ferðamenn heimsótt Ísland eins og í sumar og árið í heild stefnir sömuleiðis í að verða metár; með 3,4 prósenta fjölgun ferðamanna frá áramótum. 10. september 2018 21:15 Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira
Búast má við samþjöppun í ferðaþjónustu á næstu misserum að mati sérfræðinga í greininni. Prófessor við Háskóla Íslands veltir fyrir sér hvort ferðaþjónusta verði fórnarlamb eigin velgengni eða takist að laga sig að breyttum aðstæðum. Framkvæmdastjóri Meet in Reykjavík sér tækifæri í stöðunni. Samtök ferðaþjónustunnar héldu fund um stöðu greinarinnar í dag, með tilliti til lífskúrfu og efnahagsmála. Gylfi Zoega prófessor við Háskóla Íslands einn framsögumanna þar segir að gengi ferðaþjónustu hafi gríðarmikil áhrif á gengi krónunnar. Gylfi Zoega prófessor við Háskóla Íslands einn framsögumanna þar segir að gengi ferðaþjónustu hafi gríðarmikil áhrif á gengi krónunnar.Mynd/Egill Aðalsteinsson„Stóra myndin er sú að þessi grein hefur lyft lífskörum hér á landi á undanförnum árum og svo er bara spurning um hvort að hún verði fórnalamb eigin velgengni með því að gera landið svona dýrt, hvernig greinin sjálf muni bregðast við,“ segir hann. Gylfi segir samdrátt í greininni hafa margvísleg áhrif. „Ef greinin gefur eftir þá mun krónan og landið verða ódýrara sem mun eitthvað draga úr fallinu. Þetta er hins vegar mjög erfitt umhverfi að vera í sérstaklega fyrir fyrirtæki úr öðrum útflutningsgreinum. Þau horfa upp á að landið verða dýrara af því ferðaþjónustan þenst út og svo skreppur hún saman og þá verður það ódýrara, segir Gylfi. Hann segir að á fundinum hafi verið rætt um hvað breytt staða þýði fyrir ferðaþjónustuna og menn talið að þar verði samþjöppun. Þorsteinn Örn Guðmundsson framkvæmdastjóri Meet in Reykjavík tekur undir það en sér margvísleg tækifæri í stöðunni. „Það verður einhver samþjöppun og endurskipulagning í greininni. Það er hægt að líta á það sem slæmt en það er líka hægt að sjá í því tækifæri sem ég held við ættum að gera og einblína á betur borgandi ferðamenn eins og t.d. ráðstefnugesti“ segir Þorsteinn.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Sunnlensk sveitarfélög vilja stöðva skipulagðar ferðir einkafyrirtækja Sveitarfélögin hafa krafið Samgöngustofu um að svipta nokkur hópferðafyrirtæki almennu rekstrarleyfi. 10. september 2018 06:00 Þjóðverjum fækkar verulega en Bandaríkjamönnum fjölgar Brottfarir erlendra farþega frá Íslandi um Keflavíkurflugvöll í ágúst síðastliðnum voru um átta þúsund færri en í ágúst í fyrra. 7. september 2018 11:06 Hæpið krepputal þegar tölur sýna metfjölda ferðamanna Aldrei í sögunni hafa jafnmargir ferðamenn heimsótt Ísland eins og í sumar og árið í heild stefnir sömuleiðis í að verða metár; með 3,4 prósenta fjölgun ferðamanna frá áramótum. 10. september 2018 21:15 Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira
Sunnlensk sveitarfélög vilja stöðva skipulagðar ferðir einkafyrirtækja Sveitarfélögin hafa krafið Samgöngustofu um að svipta nokkur hópferðafyrirtæki almennu rekstrarleyfi. 10. september 2018 06:00
Þjóðverjum fækkar verulega en Bandaríkjamönnum fjölgar Brottfarir erlendra farþega frá Íslandi um Keflavíkurflugvöll í ágúst síðastliðnum voru um átta þúsund færri en í ágúst í fyrra. 7. september 2018 11:06
Hæpið krepputal þegar tölur sýna metfjölda ferðamanna Aldrei í sögunni hafa jafnmargir ferðamenn heimsótt Ísland eins og í sumar og árið í heild stefnir sömuleiðis í að verða metár; með 3,4 prósenta fjölgun ferðamanna frá áramótum. 10. september 2018 21:15