Allir krefjast sýknu í Hæstarétti á morgun Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 12. september 2018 13:00 Við upphaf málfutnings í Hæstarétti 14. janúar 1980. MYND/BRAGI GUÐMUNDSSON Endurupptaka Guðmundar- og Geirfinnsmála hefst í Hæstarétti Íslands á morgun. Endurupptaka þessa mála er fyrir margra hluta sakir óvenjuleg. Ekki síst vegna þess að ákæruvaldið krefst þess að sakborningarnir verði sýknaðir. Málin hafa fylgt íslensku þjóðinni í 44 ár, eru meðal umtöluðustu sakamála íslenskrar réttarsögu og eru tveir sakborninganna látnir, þeir Sævar Marinó Ciesielski og Tryggvi Rúnar Leifsson. Áætlað er að málflutningurinn standi yfir í tvo daga. Davíð Þór Björgvinsson, settur ríkissaksóknari í málinu hefur 90 mínútur til málflutnings. Sömuleiðis Jón Steinar Gunnlaugsson verjandi Kristjáns Viðars Júlíussonar, Ragnar Aðalsteinsson, verjandi Guðjóns Skarphéðinssonar og Oddgeir Einarsson, verjandi Sævars Marinó Ciesielski. Guðjón Ólafur Jónsson, verjandi Alberts Klahn Skaftasonar og Jón Magnússon, verjandi Tryggva Rúnars Leifssonar, hafa sextíu mínútur hvor. Sævar Marinó, Kristján Viðar og Tryggvi Rúnar voru sakfelldir í Hæstarétti árið 1980 fyrir að hafa orðið Guðmundi Einarssyni að bana í byrjun árs 1974. Albert Klahn var sakfelldur fyrir að hafa raskað ummerkjum brotsins með meintri aðstoð sinni við líkflutninga. Þá voru Sævar Marinó, Kristján Viðar og Guðjón sakfelldir fyrir að hafa orðið Geirfinni Einarssyni að bana seinna sama ár. Kristján Viðar hlaut 16 ára dóm. Sævar Marinó hlaut þyngsta dóminn eða 17 ár. Tryggvi Rúnar var dæmdur í 13 ára fangelsi og þá var Guðjón Skarphéðinsson dæmdur í tíu ára fangelsi. Albert Klahn var dæmdur í tólf mánaða fangelsi. Löng gæsluvarðhaldsvist var dregin frá refsingu allra hinna dæmdu. Lík þeirra Guðmundar og Geirfinns hafa aldrei fundist, ekkert er vitað um dánarorsök, engin ummerki hafa fundist um átök eða mannslát á meintum brotavettvangi og engin áþreifanleg sönnunargögn eru til staðar um að mönnunum hafi yfirhöfuð verið ráðinn bani. Aðal sönnunargögnin í málunum voru játningar sakborninganna, sem sakborningarnir reyndu að draga til baka, en dóminum þótti á sínum ekki mark takandi á þeim afturköllunum. Ítarlega verður fjallað um málflutninginn á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni á morgun. Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir „Hvarf hversdagsmanns veldur þjóðlífsröskun“ Hér er reynt að varpa ljósi á það hvernig Guðmundar- og Geirfinnsmálin blöstu við íslensku þjóðinni á árunum 1974 til 1980. 1. mars 2018 10:00 Óáreiðanlegar játningar og Íslandsmet í einangrunarvist 29. apríl 2018 10:00 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira
Endurupptaka Guðmundar- og Geirfinnsmála hefst í Hæstarétti Íslands á morgun. Endurupptaka þessa mála er fyrir margra hluta sakir óvenjuleg. Ekki síst vegna þess að ákæruvaldið krefst þess að sakborningarnir verði sýknaðir. Málin hafa fylgt íslensku þjóðinni í 44 ár, eru meðal umtöluðustu sakamála íslenskrar réttarsögu og eru tveir sakborninganna látnir, þeir Sævar Marinó Ciesielski og Tryggvi Rúnar Leifsson. Áætlað er að málflutningurinn standi yfir í tvo daga. Davíð Þór Björgvinsson, settur ríkissaksóknari í málinu hefur 90 mínútur til málflutnings. Sömuleiðis Jón Steinar Gunnlaugsson verjandi Kristjáns Viðars Júlíussonar, Ragnar Aðalsteinsson, verjandi Guðjóns Skarphéðinssonar og Oddgeir Einarsson, verjandi Sævars Marinó Ciesielski. Guðjón Ólafur Jónsson, verjandi Alberts Klahn Skaftasonar og Jón Magnússon, verjandi Tryggva Rúnars Leifssonar, hafa sextíu mínútur hvor. Sævar Marinó, Kristján Viðar og Tryggvi Rúnar voru sakfelldir í Hæstarétti árið 1980 fyrir að hafa orðið Guðmundi Einarssyni að bana í byrjun árs 1974. Albert Klahn var sakfelldur fyrir að hafa raskað ummerkjum brotsins með meintri aðstoð sinni við líkflutninga. Þá voru Sævar Marinó, Kristján Viðar og Guðjón sakfelldir fyrir að hafa orðið Geirfinni Einarssyni að bana seinna sama ár. Kristján Viðar hlaut 16 ára dóm. Sævar Marinó hlaut þyngsta dóminn eða 17 ár. Tryggvi Rúnar var dæmdur í 13 ára fangelsi og þá var Guðjón Skarphéðinsson dæmdur í tíu ára fangelsi. Albert Klahn var dæmdur í tólf mánaða fangelsi. Löng gæsluvarðhaldsvist var dregin frá refsingu allra hinna dæmdu. Lík þeirra Guðmundar og Geirfinns hafa aldrei fundist, ekkert er vitað um dánarorsök, engin ummerki hafa fundist um átök eða mannslát á meintum brotavettvangi og engin áþreifanleg sönnunargögn eru til staðar um að mönnunum hafi yfirhöfuð verið ráðinn bani. Aðal sönnunargögnin í málunum voru játningar sakborninganna, sem sakborningarnir reyndu að draga til baka, en dóminum þótti á sínum ekki mark takandi á þeim afturköllunum. Ítarlega verður fjallað um málflutninginn á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni á morgun.
Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir „Hvarf hversdagsmanns veldur þjóðlífsröskun“ Hér er reynt að varpa ljósi á það hvernig Guðmundar- og Geirfinnsmálin blöstu við íslensku þjóðinni á árunum 1974 til 1980. 1. mars 2018 10:00 Óáreiðanlegar játningar og Íslandsmet í einangrunarvist 29. apríl 2018 10:00 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira
„Hvarf hversdagsmanns veldur þjóðlífsröskun“ Hér er reynt að varpa ljósi á það hvernig Guðmundar- og Geirfinnsmálin blöstu við íslensku þjóðinni á árunum 1974 til 1980. 1. mars 2018 10:00