Innlent

Í beinni: Guðmundar- og Geirfinnsmál aftur fyrir Hæstarétt eftir 38 ár

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Sævar Ciesielski heldur ræðu fyrir Hæstarétti árið 1980.
Sævar Ciesielski heldur ræðu fyrir Hæstarétti árið 1980. Ljósmyndasafn Reykjavíkur/Bjarnleifur Bjarnleifsson
Endurupptaka Guðmundar- og Geirfinnsmála hefst í Hæstarétti Íslands klukkan 9 í dag. Sakborningar í málinu voru dæmdir til fangelsisvistar vegna aðildar að dauða Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar þann 22. febrúar 1980.

Endurupptaka þessa mála er fyrir margra hluta sakir óvenjuleg. Ekki síst vegna þess að ákæruvaldið krefst þess að sakborningarnir verði sýknaðir. Málin hafa fylgt íslensku þjóðinni í 44 ár, eru meðal umtöluðustu sakamála íslenskrar réttarsögu og eru tveir sakborninganna látnir, þeir Sævar Marinó Ciesielski og Tryggvi Rúnar Leifsson.

Áætlað er að málflutningurinn standi yfir í tvo daga.

Davíð Þór Björgvinsson, settur ríkissaksóknari í málinu hefur 90 mínútur til málflutnings. Sömuleiðis Jón Steinar Gunnlaugsson verjandi Kristjáns Viðars Júlíussonar, Ragnar Aðalsteinsson verjandi Guðjóns Skarphéðinssonar og Oddgeir Einarsson, verjandi Sævars Marinó Ciesielski. Guðjón Ólafur Jónsson, verjandi Alberts Klahn Skaftasonar og Jón Magnússon, verjandi Tryggva Rúnars Leifssonar, hafa sextíu mínútur hvor.

Hægt er að fylgjast með gangi mála í dómsal í beinni textalýsingu hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×