Segir engar viðræður hjá Íslandsbanka og WOW Air Birgir Olgeirsson skrifar 12. september 2018 16:11 Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka fyrir að hafa átt í viðræðum við WOW Air. Vísir Bankastjóri Íslandsbanka hefur ekki átt í neinum viðræðum við WOW Air. Greint var frá því í Fréttablaðinu í morgun að stjórnendur og ráðgjafar WOW Air hefðu rætt við forsvarsmenn Íslandsbanka, Arion og Landsbankans um mögulega aðkomu þeirra að fjármögnun flugfélagsins. Vísir náði tali af Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, sem neitaði að hafa átt í viðræðum við WOW Air. Þegar rætt var við Eddu Hermannsdóttur, samskiptastjóra Íslandsbanka, segir hún bankann ekki hafa tekið þátt í neinum viðræðum. Spurð hvort Íslandsbanki hefði rætt við aðra banka um hugsanlega aðkomu að fjármögnun að WOW Air sagðist hún hvorki geta staðfest það né neitað. Ekki hefur náðst í bankastjóra Arion eða Landsbankans en fjölmiðlafulltrúar þeirra banka hafa varist fregna í dag.Vinna flugfélagsins WOW Air við skuldabréfaútboð er í fullum gangi. Skúli Mogensen sagði í samtali við Bloomberg í síðustu viku að tíðinda af útboðinu væri að vænta öðru hvoru megin við helgina. Í svari WOW við fyrirspurn Vísis í gær sagðist Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi flugfélagsins, geta skýrt nánar frá því í vikulok.Skúli Mogesen frá borðaklippingu við upphaf áætlunarflugs Wow Air til Miami.WOWFréttablaðið sagði WOW Air skoða þann möguleika af alvöru að leita liðsinnis bankanna til að tryggja að lágmarksstærð yfirstandandi skuldabréfaútboðs félagsins, sem er jafnvirði um 5,5 milljarða króna, verði náð. Landsbankinn og Íslandsbanki eru í eigu íslenska ríkisins en rætt hefur verið um aðkomu ríkisins vegna rekstrarvanda WOW Air.Greint var frá því í júlí síðastliðnum að fjögur ráðuneyti hefðu unnið að viðbragðsáætlun vegna hugsanlegra áfalla í rekstri mikilvægra atvinnufyrirtækja sem gætu kallað á viðbrögð af hálfu stjórnvalda. Sú vinna stendur enn yfir.Morgunblaðið greindi frá því í gær að stjórnvöld hefðu fundað um liðna helgi vegna málefna flugfélagsins WOW air. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra iðnaðar- og ferðamála, sagði í Morgunútvarpinu á Rás 2 á mánudag að það væru engin sérstök tíðindi þó að hópurinn hefði komið saman til fundar um liðna helgi. Bætti hún við að það standi ekki til að ríkið hlaupi undir bagga með WOW Air. Þórdís vinnu stjórnvalda ekki einblína á ytri aðstæður nú heldur sé horft til framtíðar varðandi mikilvægi ferðaþjónustunnar fyrir Ísland. WOW Air Tengdar fréttir Segir erfiða daga krónunnar mögulega vegna WOW Air Krónan hefur lækkað á hverjum einasta degi frá mánaðamótum en veikingin nemur 5,3 prósentum gagnvart evru. 11. september 2018 16:05 Tíðinda að vænta frá WOW Air í vikulok Vinna flugfélagsins WOW Air við skuldabréfaútboð er í fullum gangi. Forsvarsmenn félagsins vænta þess að geta skýrt nánar frá því í vikulok. 11. september 2018 10:57 Telur ólíklegt að viðskipti með Icelandair verði stöðvuð vegna WOW Í mjög sérstökum tilvikum hafa viðskipti verið stöðvuð í skamman tíma og nefnir forstjóri Kauphallarinnar sem dæmi dagana eftir efnahagshrunið árið 2008 12. september 2018 13:05 Biðla til bankanna Stjórnendur og ráðgjafar WOW air ræða nú við forsvarsmenn stóru bankanna þriggja um mögulega aðkomu þeirra að fjármögnun flugfélagsins, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 12. september 2018 08:18 Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka hefur ekki átt í neinum viðræðum við WOW Air. Greint var frá því í Fréttablaðinu í morgun að stjórnendur og ráðgjafar WOW Air hefðu rætt við forsvarsmenn Íslandsbanka, Arion og Landsbankans um mögulega aðkomu þeirra að fjármögnun flugfélagsins. Vísir náði tali af Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, sem neitaði að hafa átt í viðræðum við WOW Air. Þegar rætt var við Eddu Hermannsdóttur, samskiptastjóra Íslandsbanka, segir hún bankann ekki hafa tekið þátt í neinum viðræðum. Spurð hvort Íslandsbanki hefði rætt við aðra banka um hugsanlega aðkomu að fjármögnun að WOW Air sagðist hún hvorki geta staðfest það né neitað. Ekki hefur náðst í bankastjóra Arion eða Landsbankans en fjölmiðlafulltrúar þeirra banka hafa varist fregna í dag.Vinna flugfélagsins WOW Air við skuldabréfaútboð er í fullum gangi. Skúli Mogensen sagði í samtali við Bloomberg í síðustu viku að tíðinda af útboðinu væri að vænta öðru hvoru megin við helgina. Í svari WOW við fyrirspurn Vísis í gær sagðist Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi flugfélagsins, geta skýrt nánar frá því í vikulok.Skúli Mogesen frá borðaklippingu við upphaf áætlunarflugs Wow Air til Miami.WOWFréttablaðið sagði WOW Air skoða þann möguleika af alvöru að leita liðsinnis bankanna til að tryggja að lágmarksstærð yfirstandandi skuldabréfaútboðs félagsins, sem er jafnvirði um 5,5 milljarða króna, verði náð. Landsbankinn og Íslandsbanki eru í eigu íslenska ríkisins en rætt hefur verið um aðkomu ríkisins vegna rekstrarvanda WOW Air.Greint var frá því í júlí síðastliðnum að fjögur ráðuneyti hefðu unnið að viðbragðsáætlun vegna hugsanlegra áfalla í rekstri mikilvægra atvinnufyrirtækja sem gætu kallað á viðbrögð af hálfu stjórnvalda. Sú vinna stendur enn yfir.Morgunblaðið greindi frá því í gær að stjórnvöld hefðu fundað um liðna helgi vegna málefna flugfélagsins WOW air. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra iðnaðar- og ferðamála, sagði í Morgunútvarpinu á Rás 2 á mánudag að það væru engin sérstök tíðindi þó að hópurinn hefði komið saman til fundar um liðna helgi. Bætti hún við að það standi ekki til að ríkið hlaupi undir bagga með WOW Air. Þórdís vinnu stjórnvalda ekki einblína á ytri aðstæður nú heldur sé horft til framtíðar varðandi mikilvægi ferðaþjónustunnar fyrir Ísland.
WOW Air Tengdar fréttir Segir erfiða daga krónunnar mögulega vegna WOW Air Krónan hefur lækkað á hverjum einasta degi frá mánaðamótum en veikingin nemur 5,3 prósentum gagnvart evru. 11. september 2018 16:05 Tíðinda að vænta frá WOW Air í vikulok Vinna flugfélagsins WOW Air við skuldabréfaútboð er í fullum gangi. Forsvarsmenn félagsins vænta þess að geta skýrt nánar frá því í vikulok. 11. september 2018 10:57 Telur ólíklegt að viðskipti með Icelandair verði stöðvuð vegna WOW Í mjög sérstökum tilvikum hafa viðskipti verið stöðvuð í skamman tíma og nefnir forstjóri Kauphallarinnar sem dæmi dagana eftir efnahagshrunið árið 2008 12. september 2018 13:05 Biðla til bankanna Stjórnendur og ráðgjafar WOW air ræða nú við forsvarsmenn stóru bankanna þriggja um mögulega aðkomu þeirra að fjármögnun flugfélagsins, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 12. september 2018 08:18 Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira
Segir erfiða daga krónunnar mögulega vegna WOW Air Krónan hefur lækkað á hverjum einasta degi frá mánaðamótum en veikingin nemur 5,3 prósentum gagnvart evru. 11. september 2018 16:05
Tíðinda að vænta frá WOW Air í vikulok Vinna flugfélagsins WOW Air við skuldabréfaútboð er í fullum gangi. Forsvarsmenn félagsins vænta þess að geta skýrt nánar frá því í vikulok. 11. september 2018 10:57
Telur ólíklegt að viðskipti með Icelandair verði stöðvuð vegna WOW Í mjög sérstökum tilvikum hafa viðskipti verið stöðvuð í skamman tíma og nefnir forstjóri Kauphallarinnar sem dæmi dagana eftir efnahagshrunið árið 2008 12. september 2018 13:05
Biðla til bankanna Stjórnendur og ráðgjafar WOW air ræða nú við forsvarsmenn stóru bankanna þriggja um mögulega aðkomu þeirra að fjármögnun flugfélagsins, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 12. september 2018 08:18