Körfubolti

Sú yngsta til að vera kosin best í lokaúrslitum WNBA

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Breanna Stewart var kosin best.
Breanna Stewart var kosin best. Vísir/Getty
Seattle Storm liðið í nótt WNBA meistari í körfubolta eftir sannfærandi 98-82 sigur á Washington Mystics en Storm liðið vann lokaúrslitin 3-0.

Breanna Stewart var kosin besti leikmaður lokaúrslitanna en hún skoraði meðal annars 30 stig í leiknum í nótt og hitti úr 4 af 5 þriggja stiga skotum sínum.





Breanna Stewart er bara 24 ára gömul og á sínu þriðja ári í deildinni en hún er sú yngsta sem er kosin best í lokaúrslitum WNBA.

Breanna Stewart var líka kosin besti leikmaður deildarkeppninnar þar sem hún var með 21,8 stig, 8,4 fráköst og 2,5 stoðsendingar að meðaltali í leik.  Í úrslitakeppninni hækkaði hún meðalskor sitt upp í 24,6 stig í leik.





Breanna Stewart varð fjórum sinnum bandarískur háskólameistari með liði Uconn áður en hún kom í WNBA-deildina og þekkir því fátt annað en að vinna.

Þetta er í þriðja sinn sem Seattle Storm verður WNBA-meistari og hin 37 ára gamli leikstjórnandi, Sue Bird, hefur verið með í þeim öllum. Hinir tveir unnust 2004 og 2010.  Bird var með 10 stig og 10 stoðsendingar í leiknum í nótt.

Natasha Howard var líka frábær með 29 stig og 14 fráköst og svo bætti Alysha Clark við 15 stigum, 9 fráköstum og 4 stoðsendingum. Hin unga Jewell Loyd skoraði reyndar bara 6 stig í þessum leik en hún var stigahæst í fyrsta sigrinum með 23 stig.







NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×