Katrín varar við því að brátt verði of seint að grípa til loftlagsaðgerða Heimir Már Pétursson skrifar 14. september 2018 12:52 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir komið til móts við tekjulágar fjölskyldur í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Uppbygging og rekstur heilbrigðiskerfisins sé styrkt, átak gert í geðheilbrigðismálum og áfram unnið að lækkun kostnaðarþátttöku sjúklinga. Þá séu verulegir fjármunir settir í umhverfismálin enda sé að verða of seint að grípa til nauðsynlegra aðgerða í loftlagsmálum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fór yfir helstu forsendur fjárlagafrumvarpsins í framhaldi fyrstu umræðu um frumvarpið á Alþingi í morgun. Hún sagði mikla niðurgreiðslu skulda ríkissjóðs á undanförnum misserum mikilvægan áfangi í endurreisn efnahagskerfisins eftir hrun. Ríkisstjórnin tækist engu að síður á við ýmsar áskoranir og hafi einsett sér að ráðast í uppbyggingu samfélagslegra innviða sem ekki hafi fylgt efnahagsbatanum. Katrín nefndi heilbrigðismálin sérstaklega og þar með aukið fé til uppbyggingar Landsspítalans og rekstur heilbrigðiskerfisins og aukið fé til geðheilbrigðismála þar sem mikilvægt væri að horfa til framtíðar. Þá verði áfram unnið að því að lækka kostnaðarþátttöku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu. „Þær ráðstafanir sem lagðar eru til í skatta- og bótamálum, þótt vafalaust finnist einhverjum ekki nægjanlega langt gengið, miða allar að því að styrkja stöðu tekjulágra og lægri millitekjuhópa. Þar munar kannski mest um aukningu barnabóta til tekjulágra barnafjölskyldna,” segir Katrín. Þá gerði forsætisráðherra umhverfismálin að umræðuefni þar sem straumhvörf hafi orðið í fjárveitingum. „Það er nú svo ef við förum ekki að fjárfesta í loftlagsmálum þá verður það hreinlega of seint að gera eitthvað í loftlagsmálum. Það er gríðarlega mikilvægt að við forum að bregðast við núna. Til þess að við náum annars vegar að uppfylla skuldbindingar Parísar samkomulagsins um minni losun og við vitum að ef við náum því ekki er það ekki bara alvarlegt mál á heimsvísu heldur er það líka risastórt efnahagsmál,” sagði forsætisráðherra. Því ef Íslendingar uppfylli ekki þessi skilyrði þurfi að greiða fyrir það dýrum dómum. Þingmenn gáfu andsvör við ræðu Katrínar eins og þeir munu gera í allan dag við ræður einstakra fagráðherra í tengslum við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar spurði hana hvað ríkisstjórnin ætlaði að gera til að auka eignajöfnuð í landinu þar sem lítill hópur yki stöðugt eignir sínar á kostnað alls almennings. Katrín sagði tekjujöfnuð mikinn á Íslandi miðað við önnur lönd og stigin hafi verið skref til að auka eignajöfnuð. „Það er alveg rétt að í þessu fjárlagafrumvarpi eru ekki lagðar til breytingar á fjármagnstekjuskatti. Enda var hann hækkaður um tíu prósent í síðasta fjárlagafrumvarpi. Úr tuttugu prósentum í tuttugu og tvö prósent. Sú vinna stendur hins vegar yfir að meta þennan skattstofn til samanburðar til að mynda við önnur ríki. Hvort við metum að þetta sé nægjanlegt. Því það hefur lengi verið rifist um hvort þetta sé sambærileg skattlagning og skattstofn. Þeirri vinnu er ekki lokið,” segir Katrín Jakobsdóttir. Reiknað er með að fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarpið ljúki seint í dag eða í kvöld. Fjárlagafrumvarp 2019 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Sjá meira
Forsætisráðherra segir komið til móts við tekjulágar fjölskyldur í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Uppbygging og rekstur heilbrigðiskerfisins sé styrkt, átak gert í geðheilbrigðismálum og áfram unnið að lækkun kostnaðarþátttöku sjúklinga. Þá séu verulegir fjármunir settir í umhverfismálin enda sé að verða of seint að grípa til nauðsynlegra aðgerða í loftlagsmálum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fór yfir helstu forsendur fjárlagafrumvarpsins í framhaldi fyrstu umræðu um frumvarpið á Alþingi í morgun. Hún sagði mikla niðurgreiðslu skulda ríkissjóðs á undanförnum misserum mikilvægan áfangi í endurreisn efnahagskerfisins eftir hrun. Ríkisstjórnin tækist engu að síður á við ýmsar áskoranir og hafi einsett sér að ráðast í uppbyggingu samfélagslegra innviða sem ekki hafi fylgt efnahagsbatanum. Katrín nefndi heilbrigðismálin sérstaklega og þar með aukið fé til uppbyggingar Landsspítalans og rekstur heilbrigðiskerfisins og aukið fé til geðheilbrigðismála þar sem mikilvægt væri að horfa til framtíðar. Þá verði áfram unnið að því að lækka kostnaðarþátttöku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu. „Þær ráðstafanir sem lagðar eru til í skatta- og bótamálum, þótt vafalaust finnist einhverjum ekki nægjanlega langt gengið, miða allar að því að styrkja stöðu tekjulágra og lægri millitekjuhópa. Þar munar kannski mest um aukningu barnabóta til tekjulágra barnafjölskyldna,” segir Katrín. Þá gerði forsætisráðherra umhverfismálin að umræðuefni þar sem straumhvörf hafi orðið í fjárveitingum. „Það er nú svo ef við förum ekki að fjárfesta í loftlagsmálum þá verður það hreinlega of seint að gera eitthvað í loftlagsmálum. Það er gríðarlega mikilvægt að við forum að bregðast við núna. Til þess að við náum annars vegar að uppfylla skuldbindingar Parísar samkomulagsins um minni losun og við vitum að ef við náum því ekki er það ekki bara alvarlegt mál á heimsvísu heldur er það líka risastórt efnahagsmál,” sagði forsætisráðherra. Því ef Íslendingar uppfylli ekki þessi skilyrði þurfi að greiða fyrir það dýrum dómum. Þingmenn gáfu andsvör við ræðu Katrínar eins og þeir munu gera í allan dag við ræður einstakra fagráðherra í tengslum við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar spurði hana hvað ríkisstjórnin ætlaði að gera til að auka eignajöfnuð í landinu þar sem lítill hópur yki stöðugt eignir sínar á kostnað alls almennings. Katrín sagði tekjujöfnuð mikinn á Íslandi miðað við önnur lönd og stigin hafi verið skref til að auka eignajöfnuð. „Það er alveg rétt að í þessu fjárlagafrumvarpi eru ekki lagðar til breytingar á fjármagnstekjuskatti. Enda var hann hækkaður um tíu prósent í síðasta fjárlagafrumvarpi. Úr tuttugu prósentum í tuttugu og tvö prósent. Sú vinna stendur hins vegar yfir að meta þennan skattstofn til samanburðar til að mynda við önnur ríki. Hvort við metum að þetta sé nægjanlegt. Því það hefur lengi verið rifist um hvort þetta sé sambærileg skattlagning og skattstofn. Þeirri vinnu er ekki lokið,” segir Katrín Jakobsdóttir. Reiknað er með að fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarpið ljúki seint í dag eða í kvöld.
Fjárlagafrumvarp 2019 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Sjá meira