Katrín varar við því að brátt verði of seint að grípa til loftlagsaðgerða Heimir Már Pétursson skrifar 14. september 2018 12:52 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir komið til móts við tekjulágar fjölskyldur í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Uppbygging og rekstur heilbrigðiskerfisins sé styrkt, átak gert í geðheilbrigðismálum og áfram unnið að lækkun kostnaðarþátttöku sjúklinga. Þá séu verulegir fjármunir settir í umhverfismálin enda sé að verða of seint að grípa til nauðsynlegra aðgerða í loftlagsmálum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fór yfir helstu forsendur fjárlagafrumvarpsins í framhaldi fyrstu umræðu um frumvarpið á Alþingi í morgun. Hún sagði mikla niðurgreiðslu skulda ríkissjóðs á undanförnum misserum mikilvægan áfangi í endurreisn efnahagskerfisins eftir hrun. Ríkisstjórnin tækist engu að síður á við ýmsar áskoranir og hafi einsett sér að ráðast í uppbyggingu samfélagslegra innviða sem ekki hafi fylgt efnahagsbatanum. Katrín nefndi heilbrigðismálin sérstaklega og þar með aukið fé til uppbyggingar Landsspítalans og rekstur heilbrigðiskerfisins og aukið fé til geðheilbrigðismála þar sem mikilvægt væri að horfa til framtíðar. Þá verði áfram unnið að því að lækka kostnaðarþátttöku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu. „Þær ráðstafanir sem lagðar eru til í skatta- og bótamálum, þótt vafalaust finnist einhverjum ekki nægjanlega langt gengið, miða allar að því að styrkja stöðu tekjulágra og lægri millitekjuhópa. Þar munar kannski mest um aukningu barnabóta til tekjulágra barnafjölskyldna,” segir Katrín. Þá gerði forsætisráðherra umhverfismálin að umræðuefni þar sem straumhvörf hafi orðið í fjárveitingum. „Það er nú svo ef við förum ekki að fjárfesta í loftlagsmálum þá verður það hreinlega of seint að gera eitthvað í loftlagsmálum. Það er gríðarlega mikilvægt að við forum að bregðast við núna. Til þess að við náum annars vegar að uppfylla skuldbindingar Parísar samkomulagsins um minni losun og við vitum að ef við náum því ekki er það ekki bara alvarlegt mál á heimsvísu heldur er það líka risastórt efnahagsmál,” sagði forsætisráðherra. Því ef Íslendingar uppfylli ekki þessi skilyrði þurfi að greiða fyrir það dýrum dómum. Þingmenn gáfu andsvör við ræðu Katrínar eins og þeir munu gera í allan dag við ræður einstakra fagráðherra í tengslum við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar spurði hana hvað ríkisstjórnin ætlaði að gera til að auka eignajöfnuð í landinu þar sem lítill hópur yki stöðugt eignir sínar á kostnað alls almennings. Katrín sagði tekjujöfnuð mikinn á Íslandi miðað við önnur lönd og stigin hafi verið skref til að auka eignajöfnuð. „Það er alveg rétt að í þessu fjárlagafrumvarpi eru ekki lagðar til breytingar á fjármagnstekjuskatti. Enda var hann hækkaður um tíu prósent í síðasta fjárlagafrumvarpi. Úr tuttugu prósentum í tuttugu og tvö prósent. Sú vinna stendur hins vegar yfir að meta þennan skattstofn til samanburðar til að mynda við önnur ríki. Hvort við metum að þetta sé nægjanlegt. Því það hefur lengi verið rifist um hvort þetta sé sambærileg skattlagning og skattstofn. Þeirri vinnu er ekki lokið,” segir Katrín Jakobsdóttir. Reiknað er með að fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarpið ljúki seint í dag eða í kvöld. Fjárlagafrumvarp 2019 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Ríkið þarf að borga 19 milljónir í skaðabætur vegna ólöglegrar friðunar Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Sjá meira
Forsætisráðherra segir komið til móts við tekjulágar fjölskyldur í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Uppbygging og rekstur heilbrigðiskerfisins sé styrkt, átak gert í geðheilbrigðismálum og áfram unnið að lækkun kostnaðarþátttöku sjúklinga. Þá séu verulegir fjármunir settir í umhverfismálin enda sé að verða of seint að grípa til nauðsynlegra aðgerða í loftlagsmálum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fór yfir helstu forsendur fjárlagafrumvarpsins í framhaldi fyrstu umræðu um frumvarpið á Alþingi í morgun. Hún sagði mikla niðurgreiðslu skulda ríkissjóðs á undanförnum misserum mikilvægan áfangi í endurreisn efnahagskerfisins eftir hrun. Ríkisstjórnin tækist engu að síður á við ýmsar áskoranir og hafi einsett sér að ráðast í uppbyggingu samfélagslegra innviða sem ekki hafi fylgt efnahagsbatanum. Katrín nefndi heilbrigðismálin sérstaklega og þar með aukið fé til uppbyggingar Landsspítalans og rekstur heilbrigðiskerfisins og aukið fé til geðheilbrigðismála þar sem mikilvægt væri að horfa til framtíðar. Þá verði áfram unnið að því að lækka kostnaðarþátttöku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu. „Þær ráðstafanir sem lagðar eru til í skatta- og bótamálum, þótt vafalaust finnist einhverjum ekki nægjanlega langt gengið, miða allar að því að styrkja stöðu tekjulágra og lægri millitekjuhópa. Þar munar kannski mest um aukningu barnabóta til tekjulágra barnafjölskyldna,” segir Katrín. Þá gerði forsætisráðherra umhverfismálin að umræðuefni þar sem straumhvörf hafi orðið í fjárveitingum. „Það er nú svo ef við förum ekki að fjárfesta í loftlagsmálum þá verður það hreinlega of seint að gera eitthvað í loftlagsmálum. Það er gríðarlega mikilvægt að við forum að bregðast við núna. Til þess að við náum annars vegar að uppfylla skuldbindingar Parísar samkomulagsins um minni losun og við vitum að ef við náum því ekki er það ekki bara alvarlegt mál á heimsvísu heldur er það líka risastórt efnahagsmál,” sagði forsætisráðherra. Því ef Íslendingar uppfylli ekki þessi skilyrði þurfi að greiða fyrir það dýrum dómum. Þingmenn gáfu andsvör við ræðu Katrínar eins og þeir munu gera í allan dag við ræður einstakra fagráðherra í tengslum við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar spurði hana hvað ríkisstjórnin ætlaði að gera til að auka eignajöfnuð í landinu þar sem lítill hópur yki stöðugt eignir sínar á kostnað alls almennings. Katrín sagði tekjujöfnuð mikinn á Íslandi miðað við önnur lönd og stigin hafi verið skref til að auka eignajöfnuð. „Það er alveg rétt að í þessu fjárlagafrumvarpi eru ekki lagðar til breytingar á fjármagnstekjuskatti. Enda var hann hækkaður um tíu prósent í síðasta fjárlagafrumvarpi. Úr tuttugu prósentum í tuttugu og tvö prósent. Sú vinna stendur hins vegar yfir að meta þennan skattstofn til samanburðar til að mynda við önnur ríki. Hvort við metum að þetta sé nægjanlegt. Því það hefur lengi verið rifist um hvort þetta sé sambærileg skattlagning og skattstofn. Þeirri vinnu er ekki lokið,” segir Katrín Jakobsdóttir. Reiknað er með að fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarpið ljúki seint í dag eða í kvöld.
Fjárlagafrumvarp 2019 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Ríkið þarf að borga 19 milljónir í skaðabætur vegna ólöglegrar friðunar Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Sjá meira