Körfubolti

NBC kaupir tvo sjónvarpsþætti af LeBron James

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
LeBron James.
LeBron James. Vísir/Getty
LeBron James er fluttur til Los Angeles og þar ætlar hann ekki bara að spila körfubolta í heimahöfn skemmtanaiðnaðarins í Bandaríkjunum.

James spilar með Los Angeles Lakers liðinu á komandi tímabili í NBA-deildinni og eru margir spenntir að sjá hvernig það kemur út.

Það er líka athyglisvert að fylgjast með LeBron James færa út kvíarnar þegar kemur að brjóta sér leið inn í bandaríska skemmtanaiðnaðinn.

SpringHill Entertainment, fyrirtæki á vegum LeBron James, er nú á góðri leið með að koma sér vel fyrir sem framleiðslufyrirtæki á sjónvarpsmarkaðnum í Bandaríkjunum.

NBC ætlar þannig að kaupa tvo sjónvarpsþætti sem eru framleiddir af LeBron James og SpringHill Entertainment.

Nýverið hóf HBO sýningar á þáttunum "The Shop“ sem eru framleiddir af LeBron James og Maverick Carter.



Þættirnir sem NBC ætlar að sýna eru báðir tengdir körfuboltanum þótt að þeir séu ekki beint íþróttaþættir.

Annar þeirra er byggður á ævi Ben Simmons, leikstjórnanda  Philadelphia 76ers, en hann mun heita „Brotherly Love“ og umfjöllunarefnið verður samskipti fjölskyldumeðlima í fjölskyldu sem er með fólk af margskonar uppruna.

Þátturinn á að gerast í Philadelphiu og bæði Simmons og bróðir hans Sean Tribe verða ráðgjafar í framleiðsluferlinu.

Hinn þátturinn mun fjalla um fyrrum stjörnuleikmann úr WNBA-deildinni sem gerist þjálfari og fær það verkefni að vera fyrsti kvenþjálfarinn í karlaháskólakörfuboltanum.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×