Móðir og barn fyrstu fórnarlömb Flórens Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. september 2018 19:51 Frá vettvangi í Wilmington í dag. Fjöldi viðbragðsaðila kom að björgunaraðgerðum. Vísir/Getty Móðir og kornabarn létust er tré féll ofan á hús þeirra í bænum Wilmington í Norður-Karólínuríki í dag. Samtals hafa nú fjórir látist vegna fellibylsins Flórens sem gengur nú yfir austurströnd Bandaríkjanna. Lögregla í Wilmington tilkynnti um slysið síðdegis í dag að íslenskum tíma. Þá staðfesti lögregla andlát konunnar og barns hennar skömmu síðar. Maður konunnar og faðir barnsins var fluttur slasaður á sjúkrahús, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu.WPD can confirm the first two fatalities of Hurricane #Florence in Wilmington. A mother and infant were killed when a tree fell on their house. The father was transported to NHRMC with injuries. https://t.co/FC5PAhuxig— Wilmington Police (@WilmingtonPD) September 14, 2018 Skömmu síðar var tilkynnt um annað andlát vegna Flórens. Kona í Pender-sýslu í Norður-Karólínu hringdi á neyðarlínu vegna bráðaveikinda en lést áður en viðbragðsaðilar komu á staðinn. För þeirra tafðist sökum stórra trjáa sem þveruðu leið þeirra og náðu þeir því ekki heim til konunnar í tæka tíð.JUST IN: Pender Co., NC, spokesperson: A female with a medical condition died after calling for emergency assistance during Hurricane Florence; first responders could not get to her in time due to large trees that were downed and blocked their route.— NBC Nightly News with Lester Holt (@NBCNightlyNews) September 14, 2018 Þá hefur fjórða andlátið af völdum Flórens verið staðfest. Einn lést í Lenoir-sýslu í Norður-Karólínu þegar viðkomandi stakk rafal í samband í dag. Fellibylurinn Flórens gekk á land á austurströnd Bandaríkjanna í morgun. Gríðarleg sjávarflóð og rigningar fylgja fellibylnum og hefur 1,7 milljón manns verið gert að yfirgefa heimili sín. Flórens er nú skilgreind sem fyrsta stigs fellibylur en er þrátt fyrir það talin afar hættuleg. Í tilkynningu frá Hvíta húsinu segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti muni heimsækja Karólínuríkin og önnur svæði, sem orðið hafa illa úti í fellibylnum, í næstu viku.Í spilaranum hér að neðan má horfa á umfjöllun Stöðvar 2 um Flórens sem sýnd var í kvöldfréttum. Bandaríkin Veður Tengdar fréttir Í beinni: Flórens herjar á íbúa austurstrandar Bandaríkjanna Búist er við því að ástandið muni versna verulega þegar líður á daginn, þó styrkur Flórens hafi verið lækkaður í fyrsta flokk. 14. september 2018 10:04 Mannskæð Flórens gengur á land á morgun Fellibylurinn Flórens nálgast nú austurströnd Bandaríkjanna óðfluga. 13. september 2018 23:30 „Hvort viltu verða fyrir lest eða steypubíl?“ Fellibylurinn Florence hefur verið lækkaður niður í annars flokks fellibyl eftir að vindhraði hans lækkaði úr 225 kílómetrum á klukkstund í um 175 kílómetra, sem samsvarar rúmum 48 metrum á sekúndu. 13. september 2018 07:15 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Sjá meira
Móðir og kornabarn létust er tré féll ofan á hús þeirra í bænum Wilmington í Norður-Karólínuríki í dag. Samtals hafa nú fjórir látist vegna fellibylsins Flórens sem gengur nú yfir austurströnd Bandaríkjanna. Lögregla í Wilmington tilkynnti um slysið síðdegis í dag að íslenskum tíma. Þá staðfesti lögregla andlát konunnar og barns hennar skömmu síðar. Maður konunnar og faðir barnsins var fluttur slasaður á sjúkrahús, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu.WPD can confirm the first two fatalities of Hurricane #Florence in Wilmington. A mother and infant were killed when a tree fell on their house. The father was transported to NHRMC with injuries. https://t.co/FC5PAhuxig— Wilmington Police (@WilmingtonPD) September 14, 2018 Skömmu síðar var tilkynnt um annað andlát vegna Flórens. Kona í Pender-sýslu í Norður-Karólínu hringdi á neyðarlínu vegna bráðaveikinda en lést áður en viðbragðsaðilar komu á staðinn. För þeirra tafðist sökum stórra trjáa sem þveruðu leið þeirra og náðu þeir því ekki heim til konunnar í tæka tíð.JUST IN: Pender Co., NC, spokesperson: A female with a medical condition died after calling for emergency assistance during Hurricane Florence; first responders could not get to her in time due to large trees that were downed and blocked their route.— NBC Nightly News with Lester Holt (@NBCNightlyNews) September 14, 2018 Þá hefur fjórða andlátið af völdum Flórens verið staðfest. Einn lést í Lenoir-sýslu í Norður-Karólínu þegar viðkomandi stakk rafal í samband í dag. Fellibylurinn Flórens gekk á land á austurströnd Bandaríkjanna í morgun. Gríðarleg sjávarflóð og rigningar fylgja fellibylnum og hefur 1,7 milljón manns verið gert að yfirgefa heimili sín. Flórens er nú skilgreind sem fyrsta stigs fellibylur en er þrátt fyrir það talin afar hættuleg. Í tilkynningu frá Hvíta húsinu segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti muni heimsækja Karólínuríkin og önnur svæði, sem orðið hafa illa úti í fellibylnum, í næstu viku.Í spilaranum hér að neðan má horfa á umfjöllun Stöðvar 2 um Flórens sem sýnd var í kvöldfréttum.
Bandaríkin Veður Tengdar fréttir Í beinni: Flórens herjar á íbúa austurstrandar Bandaríkjanna Búist er við því að ástandið muni versna verulega þegar líður á daginn, þó styrkur Flórens hafi verið lækkaður í fyrsta flokk. 14. september 2018 10:04 Mannskæð Flórens gengur á land á morgun Fellibylurinn Flórens nálgast nú austurströnd Bandaríkjanna óðfluga. 13. september 2018 23:30 „Hvort viltu verða fyrir lest eða steypubíl?“ Fellibylurinn Florence hefur verið lækkaður niður í annars flokks fellibyl eftir að vindhraði hans lækkaði úr 225 kílómetrum á klukkstund í um 175 kílómetra, sem samsvarar rúmum 48 metrum á sekúndu. 13. september 2018 07:15 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Sjá meira
Í beinni: Flórens herjar á íbúa austurstrandar Bandaríkjanna Búist er við því að ástandið muni versna verulega þegar líður á daginn, þó styrkur Flórens hafi verið lækkaður í fyrsta flokk. 14. september 2018 10:04
Mannskæð Flórens gengur á land á morgun Fellibylurinn Flórens nálgast nú austurströnd Bandaríkjanna óðfluga. 13. september 2018 23:30
„Hvort viltu verða fyrir lest eða steypubíl?“ Fellibylurinn Florence hefur verið lækkaður niður í annars flokks fellibyl eftir að vindhraði hans lækkaði úr 225 kílómetrum á klukkstund í um 175 kílómetra, sem samsvarar rúmum 48 metrum á sekúndu. 13. september 2018 07:15